https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 785 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 23:58

Profíll Phil Hellmuth

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!


Phil Hellmuth

Mynd af Phil Hellmuth Inngangur
Eins frægur og hann er fyrir glæsilegan fjölda af sigrum og met sem hann hefur sett er hann enn frægari fyrir hegðun sína við pókerborðið. Sérstaklega skammarræður hans eftir að mótherji hefur spilað illa og unnið hann með heppni. En velgengi „poker brat“ byrjaði þegar hann hætti í skólanum og byrjaði að spila póker í fullu starfi. Útkoman úr því var 11 armbönd og 63 skipti sem hann lenti í verðlaunasæti á WSOP.

Prófíll
Phillip J. Hellmuth, Jr. fæddist 16. júlí árið 1964 í Madison, Wisconsin. Phil var elstur af 5 börnum og samkvæmt honum var æska hans ekkert annað nema skóli, heimavinna og nám.


Þegar hann varð 19 ára hætti Phil í námi við Háskólann í Wisconsin og gerðist atvinnumaður í póker. Hann sýndi að það var rétta valið með því að ná 5. sætinu í WSOP seven-card stud high-low mótinu árið 1988. Þetta var upphafið af ótrúlegri frammistöðu hans á WSOP mótaröðinni. Þegar Hellmuth var 24 ára sigraði hann 1989 World Series of Poker Main Event mótið og sló metið sem Stuey Ungar setti sem yngsti spilari til að sigra WSOP ME. Með samtals 11 WSOP armbönd (3 af þeim á sama ári, á 3 dögum í röð) og 63 skipti sem hann náði verðlaunasæti verðskuldaði hann að fá sæti í Poker Hall of Fame.


Þegar að kemur því meti að ná sem flestum lokaborðum (e. final tables) er Phil í góðum félagskap. Hann deilir forystunni með T.J. Cloutier og þeim ótrúlegum árangri, 39 borð.
Dæmigert fyrir „poker brat“ er að spila margar hendur og gera lítil bet með þeim tilgangi að yfirspila andstæðingana seinna meir. Þetta strategy hefur skilað góðum árangri gegn lélegum spilurum og áhugamönnum sem vilja ekki setja pókermótið sitt í áhættu með miðlungshönd. Phil er einnig þekktur fyrir að kunna ekki að tapa, hann kvartar og kveinar þegar andstæðingar hans gera lélegt kall eða raise og vinna hann með heppni. Þó að margir atvinnumenn í póker, áhugamenn og aðdáendur finnst þessi framkoma ógeðfelld þá virða þeir hæfileikana hans og persónuleikann sem hann hefur frá pókerborðinu. Það má segja að Hellmuth notfærir sér slæma hegðun af ásættu ráði, því að stór partur af söluímynd hans er að vera „poker brat“. Oft eru hæfileikar hans í peningaleikjum (e. cash games) gagnrýndir en hann reynir að reglulega að sanna sig í þeim (eins og þið getið séð í klippunni f. neðan)

Eftirminnilegar tilvitnar:
„If luck weren't involved, I guess I'd win every one“
„That’s why I make millions of dollars a year playing poker“
„I've revolutionized the way to play Texas hold 'em“
„Honey! Honey! I was supposed to go broke on that hand, honey, except they forgot one thing: I can dodge bullets, baby" (eftir að hafa lagt niður ás kóng gegn andstæðing með ásapar og á borðinu A 4 4 Q)“


Phill Helmuth gegn Daniel Negreanu í high stakes poker þættinum:
Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir