https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 55 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:13

Profíll Doyle Brunson

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!


Doyle Brunson

Mynd af Doyle Brunson Inngangur
Frægasti pókerspilarinn í heiminum. Allir pókerspilarar bera mikla virðingu fyrir Doyle. Hann er kominn á áttræðisaldur en spilar samt reglulega í stærstu peningaleikjum í heiminum og mót eins og WSOP main event.

Prófíll
Doyle „Texas Dolly“ Brunson fæddist þann 10. Ágúst 1933 í Longworth, Fisher County, Texas. Lítill bær með íbúafjölda e-ð í kringum 100. Vegna stærðar bæjarins hljóp Doyle langar leiðir til aðra bæja og varð efnilegur íþróttamaður. Hann komst í All-State Texas körfuboltaliðið og æfði einnar mílu hlaup til að halda sér í formi þegar tímabilin kláruðust. Brunson tók þátt í Texas Interscholastic Track Meet árið 1950 og vann einnar mílur mótið. 

Þó að Doyle fékk mörg borð frá skólum gekk hann í Hardin-Simmons University í Abilene, Texas því að hann var svo nálægt heimkynnum. Minneapolis Lakers höfðu áhuga á Doyle en hnémeiðsli eyðilagði ferilinn hans. Doyle braut fótinn sinn á tveim stöðum í sumarvinnu og þurfti því að vera í gifsi næstu tvö árin. Það kemur enn fyrir að hann þurfi hækjur til að aðstoða sig vegna þessara meiðsla. Þetta þýddi að Doyle þurfti að hætta í íþróttum og einbeita sér að námi, hann fékk meistaragráðu í administrative education. Doyle byrjaði að spila five card draw og eftir meiðslin fór hann að spila miklu meira. Eftir að hann útskrifaðist árið 1955 fékk hann sér venjulega vinnu, en á fyrsta deginum var honum boðið að taka þátt í seven card stud leik og þénaði mánaðarlaun eftir minna en 3klst spilun. Augljóslega hætti hann hjá fyrirtækinu og gerðist atvinnumaður í póker. Brunson byrjaði ferilinn í ólöglegum spilastofum í Fort Worth, Texas þar sem hann spilaði yfirleitt no limit hold‘em. Eftir að honum tókst að byggja upp bankroll þar varð hann reglulegur spilari í 300$ og 500$ buy-in leikjum í Texas, Oklahoma og Louisana. Gælunafnið hans „Texas Dolly“ var mistök sem að hélst. Það hefði átt að kynna Brunson sem „Texas Doyle“ en Jimmy Snyder las fyrsta nafnið hans vitlaust og kynnti hann sem Texas Dolly.

Núna muntu fá að lesa ótrúlega sögu sem ekki margir vita um. Árið 1972 í WSOP Main Event þegar það voru 3 spilarar eftir, Doyle Brunson, Amarillo Slim og Puggy Pearson. Doyle og Puggy höfðu áhyggjur af hversu mikið þeir þurftu að borga í skatt ef þeir myndu vinna. Svo þeir gáfu Amarillo Slim (sem vildi titilinn) tilboð: Slim myndi betta á river og þeir myndu alltaf pakka. Eftir leikinn myndu Doyle og Puggy deila peningnum á milli sín. Planið virkaði en Amarillo Slim vildi vera að monta sig svo hann sýndi áhorfendum oft blöff! Ef þetta main event hefði verið spilað á venjulegan hátt væru töluverðar líkur á að Doyle myndi hafa 3 main event titla í dag. 

Árið 2005 vann Doyle tíunda armbandið (e. bracelet) sitt með því að sigra short-handed no limit hold‘em mótið á WSOP. Þrátt fyrir frábæran árangur í pókermótum vill Brunson frekar spila peningaleiki. Doyle spilar enn reglulega í „the big game“ í Vegas, þar sem blanda af fixed limit, pot limit og no limit pókerleikjum eru spilaðir með allt að $4000/$800 stakes. Omaha eight-or-better, stud high, stud eight-or-better, 2-7 triple draw, hold'em, razz, omaha... Doyle byrjaði sem sérfræðingur í no limit en núna er hann virkilega fjölhæfur pókerspilari. Einn sá fjölhæfasti pókerspilarinn sem til er.

Vídeó af Doyle Brunson sem sýnir hann lesa andstæðinginn sinn frábærlega:


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir