https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 280 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:24

Viðtal við íslenska pókerspilarann CASINOICE

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Viðtöl
taqtiX   Iceland. Jan 24 2009 07:41. Athugasemdir 1356

CASINOICE er einn þeirra íslensku pókerspilara sem hefur náð hvað mestum árangri. Hann hefur aðallega einblínt á mótapóker og er einn af bestu mótapókerspilurum Íslands, ef ekki sá albesti. Við höfðum því samband við hann og fengum að spurja hann nokkurra spurninga.
Viltu segja okkur frá því hvernig þú uppgötvaðir póker? Hvenær byrjaðir þú að spila póker, var það online eða live o.s.frv

CASINOICE: Ég byrjaði að spila Live þegar ég var 14 ára. Spilaði reglulega 2x í viku þegar ég var 16 ára. Þá spilaði ég peninga leikinn 5-card stud (íslenskt afbrygði) Byrjaði að spila on-line frá 2003.


Getur þú sagt okkur frá gælunafninu þínu? Hvernig fannstu uppá því? Hvers vegna er það bara hástafir?

CASINOICE: Ég hef lengi haft áhuga að opna CASINO á Íslandi og var að hugsa hvað væri gott nafn fyrir það. Þannig var CASINOICE til og allt í hástöfum því þannig yrði það ef af yrði.


Hvenær áttaðirðu þig á því að þú gætir grætt mikið af póker?

CASINOICE: Það var fljótlega eftir að ég byrjaði að spila live 5-card stud 2x í viku, ég var strax með góðan skilning á spilinu.


Hverju er velgengni þinni að þakka í póker? Margir góðir pókerspilarar koma frá sterkum bakgrunni í öðrum keppnisgreinum; þeir sköruðu framúr í námi, íþróttum eða jafnvel tölvuleikjum. Hafðir þú svipaðan bakgrunn, eitthvað sem þú skaraðir framúr áður en þú uppgötvaðir póker?

CASINOICE: Ég hef keppt í mörgum öðrum „sportum“ eins og bridge, snóker, pool, skák, borðtennis, fótbolta og körfubolta og staðið mig vel eða mjög vel í öllum þessum greinum. Annað sem hefur einnig hjálpað mér er að ég er mjög töluglöggur og var stærðfræði mín sterkasta grein í skóla.


Nú hefur þú spilað tvisvar sinnum fyrir Íslands hönd á heimsbikarmótinu í póker sem haldið var af Pokerstars. Segðu okkur aðeins frá því, hvað kom til að þú varst valinn í liðið?

CASINOICE: Í fyrra skiptið var ég TLB nr 1. á Pokerstars og í seinna skiptið valdi Pokerstars mig sem 5ta mann í liðið.


Í ár var Ísland í riðli með 9 öðrum löndum í undankeppninni fyrir heimsbikarmótið. Hvað finnst þér um þetta fyrirkomulag, er nægur fjöldi af löndum sem fær þáttökurétt að þínu mati?

CASINOICE: Nei, allt of fá lið fá þátttökurétt í lokamótinu, mætti alveg fjölga þeim um helming eða í 16 lið.


Segðu okkur aðeins frá því hvernig ykkur gekk í undankeppninni. Í hvaða sæti voruði o.s.frv?

CASINOICE: Núna í ár enduðum við nr. 4 eða 5 í riðlinum. Ég hefði þurft að vinna mitt borð (var í 4ða) þá hefðum við komist áfram 3ja árið í röð.


Á hvaða síðu spilar þú? Hvaða mót spilarðu mest þar?

CASINOICE: Ég spila á mörgum síðum, en lítið á flestu þeirra bara 1 og 1 mót í viku. Síðurnar eru Pokerhills, Pokerstars, Partypoker, Fulltilt, Betsson, Mansion, Ultimatebet.

- Á Pokerhills, er ég mest í mótum þar sem kostar 50 – 200 evrur að vera með, eru alla daga kl 20:00 á kvöldin.

- Á Pokerstars, er mest í mótum sem kosta frá frá 55$ til 530$.(stóru mótin er flest á sunnudögum frá kl 17:45 - ?)

Ég spila mest á þessum tveim síðum.


Spilar þú peningaleiki af einhverju ráði, eða hefurðu einhvertímann gert það?

CASINOICE: Já. Ég spilaði mest 5-card stud live. Í dag spila ég mest peningaleikin 5-card draw Pot limit á Pokerhills og Pokerstars, stundum tek ég eina og eina session í NL Holdem, 6 manna borð og spila þá 4-6 borð í einu.


Hvað eru algeng byrjunarmistök sem þú sérð nýgræðinga gera? Hefur þú einhverjar ráðleggingar fyrir byrjendur?

CASINOICE: Spila alltof margar hendur, eru óþolinmóðir og byrja í að spila uppá of háar upphæðir miðað við bankroll.


Hvernig bankroll management mælirðu með fyrir MTT og SNGs?

CASINOICE: Ég mæli með að menn eigi aldrei minna en 100 x buy-in. Þ.e.a.s ef þú vilt spila 10$ mót þarftu að eiga 1000$ í bankroll. Ef illa gengur verða menn að lækka sig niður og spila jafn vel meira SNGs til að byggja sig upp aftur.

<img src="user_pictures/674d6e9c957f207e4916b82b8519cdc5.jpg" align="right"


Nú hefur þú spilað pókermót í dágóðan tíma, hvaða online pókermótaspilara virðir þú mest? Hverja myndir þú telja top5 mótaspilarana?

CASINOICE: Kongsgard, colson10, THE_D_RY, Annette_15, rdcrsn og Johnnybax.


Hver eru þín helstu afrek í póker? Einhver pókermót sem þú hefur unnið?

CASINOICE: On-line eru það 1sta sæti í 300k mótinu á Partypoker, fyrir það var 56k. 2 sæti í S.millj. á Pokerstars þá voru rúmlega 2500 manns með, fyrir það var 60k. Viku eftir þetta mót spilaði ég aftur í s.millj. á Pokerstars og skipti ég pottinum með 4 öðrum spilurum.

Live eru það þegar ég var nr. 46 af um 750 í EPT-Monaco, fyrir það var 20k euro. Ég hef unnið eitt 300$ buy-in, 130 manna mót í Vegas fyrir það var um 11k. Hef einnig náð á þrjú lokaborð í EPT-hliðarmótum.


Er einhver eftirminnileg hönd sem þú getur sagt okkur frá? T.d. eitthvað stórt kall/fold/blöff?

CASINOICE: Nei, ekki sem ég man eftir núna, mann bara það þegar ég var í 2 sæti í s.millj þá tók ég stórt blöff á &#8222;J9 of Club&#8220; , sem er T. J Cloutier. Ég var búin að reisa og var með AhQs, það komu svo 2 tíglar á floppinu og líka á turn og river og ég spilaði mig með Ad og þvingaði hann út úr pottinum á river þegar ég fór all-in ofaní bet frá honum á river, risa pottur J þegar um 50 voru eftir minnir mig, þess má geta að T.J endaði í 3ja sæti í þessu mót.

Myndin hér til hliðar er af T.J. Cloutier, reynslubolta frá Texas. Hann hefur unnið 6 WSOP armbönd.

Við þökkum CASINOICE kærlega fyrir viðtalið en það var mjög áhugavert að heyra frá fremsta mótapókerspilara Íslendinga. Óskum honum góðs gengis í framtíðinni á pókerborðinu.

Facebook Twitter
Im not much for cards but I think these .45s beat a full houseSíðasta breyting: 24/01/2009 11:27

Hjorturkall   Iceland. Jan 24 2009 09:44. Athugasemdir 2782

Glæsilegt!

Mig hefur alltaf langað til að vitna í sjálfan mig - Ég sjálfur 

Rikardur   . Jan 24 2009 10:25. Athugasemdir 5

Er þetta CASINOICE á myndinni?


Blanco   Iceland. Jan 24 2009 10:46. Athugasemdir 623

haha nee.. T. J.

Annars skemtilegt viðtal.

Get money Get paid 

eydi90   Iceland. Jan 24 2009 12:54. Athugasemdir 230

Hverjar eru umþb. heildar tekjur þínar í pókeri?


Valdegg   . Jan 24 2009 16:34. Athugasemdir 407

Hvað er Halldór gamall?


wr3ckl3sss   Iceland. Jan 24 2009 21:45. Athugasemdir 1466

Það er mjög gaman af svona viðtölum væri til í að sjá fleiri t.d. storkdelamork,youbetipush1,TaqtiX,eatyourstac,
og fleri sem ég veit kanski ekki hver er =)

85/3 

jonbi   . Jan 25 2009 08:23. Athugasemdir 2

Vel gert verð ég að segja! mjög áhugavert að lesa svona viðtöl, meira af þessu!


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir