https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 79 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:13

Tom „Durrrr“ Dwan

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Viðtöl
taqtiX   Iceland. Des 21 2008 04:54. Athugasemdir 1356

Þú þekkir hann líklega frá því að spila poker á hæstu stakes sem til eru á netinu og það er bara tímaspursmál hvenær hann fer að leika sér með menn eins og Negreanu og Sammy Farha í high stakes poker þættinum. Hann breytir um gíra eins og honum einum er lagið og margir líta á hann sem dæmi um hvar maður getur endað eftir nokkra ára pókerspilun ef mikill metnaður er lagður í hana.

<img src="/user_pictures/3bc1bd23f8d486cfda9067326641abe8.jpg" align="right" border="0" />Nafn/Aldur/Staðsetning

Tom Dwan, 20 ára, breytilegt:Texas/Boston/New Jersey/Kanada

Hvers vegna?

Ég á hús í Texas/Boston. Ólst upp í NJ, þurfti að segjast búa í Kanada v/ lagasetningarinnar.

Allt í lagi, getur þú sagt okkur frá gælunafninu þínu? Hvernig fannstu uppá því?

Durrrr, ég vildi finna uppá nafni sem að fólk myndi verða virkilega reitt og byrja að tilta ef það tapaði gegn því. Durrrr passaði vel =)

Hvernig komstu inní póker svona snögglega?

Ég byrjaði að spila í mars eða nálægt því árið 2004 á Paradise pókersíðunni... bara litlar fjárhæðir sem spilað var undir, 6$ SNGs og þvíumlíkt en ég uppgötvaði það snemma að þetta gat verið mjög gróðvænlegt.

Var póker fyrsti leikurinn sem þú spilaðir á internetinu?

Rétt

Fyrir fólkið sem veit ekki mikið um hinn sanna durrrr. Getur þú sagt okkur dálítið frá sjálfum þér? Almennur áhugi, markmið.

Tja, ég hef áhuga á fullt af dóti... ég er frá NJ svo að ég er Yankees aðdáandi og ég er 20 ára, þannig að ég hef áhuga að fara út hverja einustu helgi
Varðandi markmið:
Eitt af þeim er pottþétt að hafa þénað nægilega mikið fé á næsta ári eða tveimur og verða virkur í viðskiptalífinu og þurfa þ.a.l. ekki að spila póker. Það kemur oft fyrir að ég spila póker því ég hef gaman af því en stundum er ég ekki í stuði til að spila... en mér finnst eins og ég þurfi þess.

Hvernig byrjaður að byggja upp bankroll? Lagðir þú inn?

Ég lagði inn 50$ á paradise.

Hverjar voru væntingar þínar til pókers þegar þú byrjaðir að spila?

Ég var efribekkingur í menntaskóla og ég vildi hafa smá auka pening þegar ég myndi byrja í háskólanum.

Hvernig uppgötvaðir þú pókerinn?

Ég byrjaði spila með vinahóp mínum í menntaskóla og einhvert þriðjudagskvöldið vorum við ekki að gera neitt og uppgötvuðum EmpirePoker sit n go‘s, sem þú gast spilað fyrir platpeninga... svo við spiluðum nokkra slíka og okkur byrjaði að líka vel við að spila póker á netinu.

Hvernig gekk ykkur í upphafi, hjá þér og vinum þínum?

Frekar stuttu eftir að ég lagði inn þessa 50$ millifærði ég á góðan vin minn 20$ á netinu og núna spilar hann 8 borð í einu á 3$/6$ og 5$/10$ blindir svo ég myndi segja að okkur hefur gengið býsna vel.
Hann er þekktur sem adsanman12 á flestum pókersíðum.

Tapaðir þú einhvern tímann öllu?

Nei, það gerði ég reyndar aldrei.

Hefur þú einhverja hugmynd um hvað það tók þig langan tíma að hækka þig upp um stakes?
Festistu einhversstaðar? Manstu í hvaða stakes? Hvers vegna voru þau erfið fyrir þig?


Já, pottþétt. Það voru fullt af stakes sem voru erfið, þar sem ég tapaði um tíma, á paradise fór ég bara uppí 1/2NL. Þeir buðu einnig uppá 2,5$/5$ leik en hann var sjaldan í gangi og þegar ég færði mig yfir á pokerstars og byrjaði að spila 2$/4$, 3$/6$ urðu leikirnir töluvert erfiðari, og ég lenti í erfiðleikum um tíma.

Hvenær var þitt stóra „aha“ augnablikið þegar þú tókst eftir því að þú gætir virkilega þénað eitthvað frá póker? Hvenær fórstu að taka pókerinn af meiri alvöru?

Þegar ég byrjaði að spila 1$/2$NL á paradise var ég byrjaður að þéna ágætis pening og áttaði mig að það sé hægt að græða slatta frá online poker.

Hvað geturu sagt um póker almennt. Líkar þér vel við leikinn, félagslega/fjárhagslega? Já/nei, afhverju?

Þetta er mjög erfið spurning: félagslega já... og fjárhagslega: nei. Félagslega meina ég að þetta sé góður leikur og skemmtilegur til að spila með öðrum... og þetta er mun betra að mínu mati en mörg önnur tilbrigði af fjárhættuspili að því leiti hvaða áhrif það hefur á fólkið sem spilar það.

Hvað finnst þér um þetta frumvarp sem er í gangi?
Ertu sammála/ósammála, afhverju?


Það er mjög heimskulegt að mínu mati að þessu var troðið inní frumvarpið um hafnaröryggismál og það er heimskulegt að póker og íþróttaveðmál eru sett undir sama hatt, því að íþróttaveðmál er mjög stórt vandamál fyrir bandaríska þjóðfélagið... og ef póker er vandamál, þá er það mun smærra og eins og ég sagði fyrr þá er það mun betra tilbrigði af fjárhættuspili og fólki líkar vel við að taka áhættu... það er eitthvað sem þeim líkar.

Hvaða afleiðing heldur þú að þetta hafi á pókersíður sem hafa ekki eins marga Bandaríkjamenn?

Leikirnir verða ekki eins góðir, því að góðu Kanarnir munu enn spila. En miðlungs/lélegir munu spila mun sjaldnar.

Finnst þér eins og það sé e-ð sem þú sérð í leiknum hjá Bandaríkjamönnum sem þú tekur sérstaklega eftir? Hvernig myndir þú lýsa spilamennskunni þeirra?

Fólk segir að það sé munur en ég tek ekki mikið eftir honum, Svíar eru aggressívir t.d. annars er þetta ekki eins mikið mál og fólk heldur

Jæja einbeitum okkur meira að póker núna,
Heldur þú að þetta sé tíminn sem þú getur þénað mesta peninginn?


Fyrir einum mánuði síðan kannski, en reyndar eru leikirnir enn frekar góðir. Lagasetningin hafði samt pottþétt slæm áhrif.

Sérhæfir þú þig í peningaleikjum eða pókermótum þessa dagana?

Peningaleikjum, ég var aldrei mikið að spila mótapóker.

Hvaða kunnáttu hefur þú núna sem þú hafðir ekki áður?
Að hverju einbeitir þú þér að bæta?


Ég treysti getu minni meira þessa dagana, það er stærsta breytingin sem er þess virði að tala um.

Hvað finnst þér vera algengustu mistökin sem nýir pókerspilarar gera, og hvert er þitt mat á þeim?

Þeir halda að þó þeir hafi unnið hönd þá hafi þeir spilað vel eða því þeir töpuðu hönd þá spiluðu þeir illa. Með öðrum orðum þá hugsa þeir of mikið um útkomuna, eitthvað sem mikið af fólki ráðleggur.

Hvernig hættir maður að hugsa svoleiðis? Einhver ráð?

Haha, það er mun erfiðari spurning =].
Ég heyri oft frá góðum leikmönnum setningar eins og „ég get ekki / aldrei pakkað (skjótið inn góða hönd hér) þarna“ eða „ég er of hræddur til að blöffa fyrir (skjótið inn stórar fjárhæðir hér)“ og svipaðar yfirlýsingar eins og þessar. Menn búa til of margar afsakanir fyrir sjálfan sig (ég geri það líka).

En í stað þess að hafa áhyggjur hvort þeir hafi spilað hönd sem þeir unnu rétt eða ekki þá eru þeir bara ánægðir með að vinna pening, en almennt séð er ég svoleiðis líka. En stundum verð ég reiður eftir að hafa unnið hönd.... eða jafnvel eftir að hafa gert stórt kall sem var rétt, en rökfærslan var röng.

Við viljum þakka Durrrr fyrir þetta viðtal og vonum að sjá hann á pókerborðunum í langan tíma í framtíðinni.

Þetta viðtal var tekið 14. mars 2007 og þýtt yfir á íslensku af 52.is með fullu leyfi höfundar. Mjög athyglisverð lesning frá spilara sem byrjaði með lítið og hefur unnið sig upp með miklum dugnaði. En þess má til gamans geta að þegar þetta er skrifað hefur hann þénað örlítið yfir 4.000.000$ bara á Full Tilt Poker í peningaleikjum árið 2008. Hann hefur komist á 2 lokaborð í WSOP pókermótum og 1 lokaborð á WPT pókermóti. Magnaður árangur hjá ungum leikmanni.

Facebook Twitter
Im not much for cards but I think these .45s beat a full houseSíðasta breyting: 22/12/2008 13:33

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir