https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 80 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 20:55

SNG mót - Peningabólan nálgast

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Ýmsar greinar
KariBjorn   Iceland. Jan 21 2009 11:57. Athugasemdir 840

<b>Í þessari grein ætla ég að fjalla um miðjustig SNG móta, þegar 3 spilarar eru kannski dottnir út, venjulega er einhver einn „chipleader” og einhver annar „shortstack”, restin er gjarnan í kringum það sem þeir byrjuðu með. Þessi grein fer semsagt yfir þá spilun þangað til peningabólan springur.</b>

Í fyrstu greininni fór ég yfir hversu mikilvægt það væri að spila „tight” til að byrja með og opna sig svo þegar líða tekur á mótið. Á þessu stigi móts er akkúrat sá tími til að byrja að stela blindum, endurstela frá blindraþjófum og meta hvað sé besta leiðin til að komast inn fyrir peningabóluna.

<b><u>Hafðu plan</u></b>

Þegar það eru 5-6 spilarar eftir ættir þú að endurskipuleggja spilastílinn þinn. Það ætti allt að felast í því að opna leikinn og reyna að misnota aðra sem virðast ætla sér að rétt ná inn fyrir peningabóluna.

<b>Stór stakkur:</b> Þetta er sá tími þar sem þú átt að stela og setja mikinn þrýsting á alla við borðið til að gefa sjálfum þér sem mestan möguleika á að vinna mótið. Það síðasta sem þú vilt gera er þó að tvöfalda einhvern annan, sem þýðir að þú verður að fara varlega þegar þú ert kallaður eða raisaður.

<b>Miðlungs stakkur:</b> Þú ert ekki örvæntingarfullur enn, þú þarft samt að vera virkur og aggressífur. Þeir sem þú ættir helst að stela frá eru þeir sem eiga svipað mikið og þú, þeir þurfa ekki að slást strax, passaðu þig á að stela frá hinum þar sem að stóri stakkurinn gæti kallað þig mjög létt og sá litli gæti mögulega gert þig að litlum stakk. Á þessum tíma ertu með afar góða stakk-stærð til að endurstela.

<b>Lítill stakkur:</b> Öll spilamennska er gjörsamlega horfin, þú getur bara foldað eða farið allin. Ef þú átt minna en 5 BB eru nánast hvaða spil sem er gjaldgeng, þú verður að fá spilapeninga strax. Yfir 5 BB ættirðu að leitast eftir hvaða ás sem er, flestum kóngum og drottningum, allir háir „suited connector” eins og T9s og öll pör.

<b><u>Að endurstela</u></b>

Þú þekkir það vel, það er alltaf einhver fáviti sem lætur ekki blindana þína í friði! Þegar mótið byrjar er mikilvægt að fylgjast með hverjir eru að raisa, hversu oft og í hvaða „position”. Ef þú tekur eftir því að það er einhver alltaf að djöflast á blindunum þínum og/eða einhvers annars, geturðu auðvitað reraisað hann létt, sem felur oftar en ekki í sér á þessum stigum mótsins að fara allin. 12-16 BB stakkur er afar hentugur í þetta verkefni, því ef þjófurinn raisar í 3 BB fær hann alltaf röng odds til að kalla með því sem hann ætti að vera að raisa með (oftar en ekki nokkuð veikar hendur). Þú vilt samt ekki gera þetta með 92o, því ef hann er með hönd sem getur kallað viltu a.m.k. vera með hálfgóða hönd. Lág pör, „suited connectors” og tvö mannspil eru fínar endurstel hendur.

<b><u>Chip og money equity</u></b> <img src="http://photos.totalgambler.com/images/front_picture_library_UK/dir_12/total_gambler_6429_8.jpg " align="right" border="0"

Ég fór aðeins yfir „EV” í fyrstu greininni og hvað það þýddi, í mótapóker eru hugtökin „chip og money equity” oftar notuð. „Chip equity” segir til um eign þína í einum sérstökum potti, hún getur verið 34% eða 97%, er í raun alveg eins og „EV”. Að þekkja og skilja „chip equity” er afar mikilvægt þegar kemur að reikna „money equity” í mótum og þá aðallega þegar þú nálgast bóluna eða ert kominn inn fyrir hana.

Í fyrstu pókerspurningunni minni hér á 52.is spurði ég um hvort þú ættir að kalla sjálfan þig allin með AKs (http://www.52.is/poker-spjall/91/P%C3%B3kerspurningar_-_AKs.html). Svarið við þessari spurningu er fold, og er það aðallega vegna þess að þitt „money equity” er alltof hátt í þessu móti að þú farir að gambla á móti hönd eins og 99, jafnvel þó hann sé með J9 ertu aðeins 66%. „Money equity” fjallar semsagt um eign þína í verðlaunapottnum (prizepool), sá sem á flesta spilapeninga hefur mest og svo koll af kolli. Þannig að þegar þú átt lítið „money equity” verðurðu að sætta þig við að setja allt inn með verri höndinni.

Þú verður að æfa þig í að skynja þessar aðstæður, þ.e. þegar þú íhugar að kalla mann sem fer allin fyrir floppið og þú ert með hönd eins og 88. Á móti 2 yfirspilum ertu rúmlega 50% og ættir þ.a.l. að kalla í „cashgame” en í móti breytist það talsvert:

-Hvaða áhrif hefur það á mig ef ég kalla og tapa?

-Hvaða áhrif hefur það að kalla og vinna?

-Hvaða áhrif hefur það á mig að folda?

Þú verður að spyrja þig þessara spurninga og ákveða svo hvað sé hentugast að gera.

<b><u>Svona rétt í lokin</u></b>

Ég vil fara yfir að lokum hvað er mikilvægast við þetta stig SNG móta, að opna leikinn og stela frá öðrum, endurstela frá þeim sem raisa of oft og pæla alltaf í „money equity” í kringum stórar ákvarðanir.

<i>Í næstu grein mun ég fara yfir hvernig er hentugast að spila þegar allir eru komnir í peninginn, hvað skilur þá að sem vinna mót og þá sem ná í sæti.</i>

Facebook Twitter
Ég stel blindunum þínum meðan þú sefur!!! 

linkmoar   . Jan 24 2009 21:21. Athugasemdir 18

Flott og nytsamleg grein. Vonandi verður þessi síða virk!


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir