https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 81 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:50

Byrjendamistök og hendurnar á bakvið þau

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Greinar f. byrjendur
KariBjorn   Iceland. Des 18 2008 19:37. Athugasemdir 840

Að vera byrjandi í einhverri íþrótt eða leik er oft skemmtilegasti tíminn fyrir spilarann. Ég man hvað þegar ég var yngri hvað það var fáránlega gaman að eignast snjóbretti eða byrja að æfa borðtennis, það er eitthvað við það að takast á við nýjar áskoranir á sviðum sem við þekkjum lítið sem ekkert til á. Í flestum íþróttum spila byrjendur við aðra byrjendur eða eftir aldri og jafnar það leikinn, þetta á auðvitað ekki við um póker. Í raun eru byrjendur ástæða þess að flestir betri spilarar spila leikinn, það er alltaf einhver fiskur til að gefa frá sér pening.

Byrjendur gera endalaus mistök sem vanari leikmenn nýta sér trekk í trekk, kalla alltof mikið, reyna að fela hendurnar sínar, veðja of stórt eða of smátt og svo mætti lengi telja. Við skulum fara nánar yfir helstu byrjendamistökin og hvað má gera til að koma í veg fyrir þau.<b>Heimskulega blöffið</b>: Það hefur verið margsagt að blöffið sé eitt besta vopn pókerspilarans, byrjendur hafa hinsvegar ekki glóru hvernig á að nýta sér blöffið. Ein hönd í póker mætti líkja við sögu sem spilarinn segir, þegar eitthvað misræmi er í sögusögninni kvikna strax grunsemdir hjá mótspilurunum. Dan Harrington kallar þessi blöff &#8220;dark tunnel bluff&#8221; og fjallar hann um þau í bókinni Harrington on hold&#8217;em : Volume II; the endgame, það er að segja þegar spilarinn veðjar út í bláinn, hann hefur ekki hugmynd hvort hann sé að value-betta eða blöffa, en honum finnst betra að betta en checka. Það er afar einfalt að laga þetta, í hvert skipti sem þú ætlar að betta, útskýrðu fyrir sjálfum þér af hverju?
<img src="/user_pictures/2b84899b6d272100539a8ecb174bb4bc.jpg" width="140" height="170" border="1" alt="Gus hræðir byrjendur" align="right"><b>Að betta með miðlungshönd á river</b>: Þessi mistök eru náskyld heimska blöffinu, til að útskýra nánar felast þessi mistök í því að betta með hönd þegar engin verri hönd kallar og engin betri hönd foldar. Þú ert t.d. með TT og raisaðir preflop og varst kallaður af BB, floppið kom K 9 4 (rainbow) og þú bettaðir á bæði flop og turn (sem var 7), þegar mótherji þinn checkar river foldar hann líklegast öllu sem þú vinnur og kallar með öllu sem þú tapar fyrir, líklegast KQ eða KJ. Enn og aftur má bæta þetta með að útskýra fyrir sjálfum sér þegar mann langar að betta, eru fleiri verri hendur en betri sem munu kalla þetta bet?<b>Fancy play syndrome</b>: Þetta á aðallega við spilara sem hafa nokkra reynslu og þekkja flest hugtökin. Algjörir byrjendur kunna ekki að check-raise blöffa river með engu. Fancy play syndrome er þegar spilarinn reynir að finna nýjar leiðir sem hafa aldrei sést áður til að spila höndina sína þegar venjulega leiðin er best. Gott dæmi er þegar spilari notar slow-play þegar það á alls ekki við, fimm spilarar í pottinum og þú floppar flush með 87s Annað sem ég sé mjög oft er þegar einhver limpar með ásum úr CO eða BTN og það kannski á eftir 1-2 limpurum. Algjörlega glórulaust og oftar en ekki brennir byrjandinn sig á þessu.<b>Giftast hendinni sinni</b>: Það er ógeðslega gaman að fá ása, gömul klisja segir að með ásum vinnurðu annaðhvort lítinn pott eða tapar stórum. Jafnvel þótt að ásar séu ásar eru þeir aðeins eitt par ef þeir bæta sig ekki í set eða fullt hús á floppi. Þetta eru þau mistök sem byrjendur gera hvað helst, að giftast hendinni sinni og folda henni ekki. Tveir svartir kóngar er t.d. ekki góð hönd á 8h 7h 6h floppi ef einhver er að betta og raisa á fullu. Ef þig langar til að græða stöðugt í póker þarftu að læra að folda yfirparinu.Þá höfum við farið yfir nokkur helstu mistök sem byrjendur gera á floppinu og eftir floppið. Pælum þá í preflop mistökunum. Að mínu mati eru preflop mistökin ekki jafn hættuleg og þau sem maður gerir eftir floppið, aðallega vegna þess bettin eru smærri preflop, þó getur heimskulegt kall eða raise preflop leitt til hrikalegra vandræða seinna meir og ætla ég að fara yfir nokkrar <i>byrjunarhendur sem ber að varast.</i><b>Ás &#8211; Gosi</b>: Margir byrjendur sjá þessa hönd og hugsa: vá!!! Ás og mannspil, ALLLLINNNN. Fyrir cashgame er AJo í raun algjört rusl, hún gerir sjaldan straight og eitt ásapar með gosa kicker er ekki hönd til að hrópa húrra fyrir. Til að losna við þetta vandamál ættirðu að byrja að hugsa um AJ alveg eins og AT og A9. Hvað mótapóker varðar stendur AJ sig talsvert betur þar, AJ er ágætis hönd til að fara allin ef maður er shortstack. Ekkert meira en það.<b>Kóngur &#8211; gosi</b>: Alveg eins og með AJ er þetta hönd sem spilar hrikalega illa, kóngapar með gosa kicker er ekki góð hönd og eitt gosapar er ekki alltaf toppar. Ein góð regla varðandi cash game er að forðast miðlungsgóðar hendur, með því lendir maður aldrei í aðstöðu þar sem maður veit ekkert hvað maður á að gera. Best er fyrir byrjendur að spila á bestu hendurnar og hendur sem geta gert set, straight, flush og auðvelt er að losa sig við eftir floppið eins og 86s og 33. KJ á bara eftir að koma þér í vandræði.<b>Gosapar</b>: Enn og aftur er þessi blessaði gosi í hendinni okkar! Nema nú eru þeir tveir, samkvæmt pokerstove forritinu er JJ fjórða besta höndin og skiptast atvinnumenn í tvo hópa hvort þeim finnist AKs eða JJ betri hönd. Engu að síður er þetta yfirburða hönd, byrjendur eiga það bara til að yfirspila hana í tætlur (þ.e. giftast henni) og það aðallega þegar gosarnir eru yfirpar á floppi. Gosarnir blessuðu eru þó talsvert skárri í mótapóker og persónulega set ég þá í sama flokk og AK á meðan AA, KK og QQ eru í sérflokki. JJ er þessi hönd sem mótið þitt veltur svo oft á, alveg eins og með AK. Stundum verðurðu bara að treysta á síðhærðu unglingana með yfirvaraskeggið.<b>Ás &#8211; drottning</b>: Það eru flestir pókerspilarar sammála um að AQ og JJ séu þær hendur sem virðist vera ógjörningur að spila gróðavænlega á. Hvort að AQ sé spilanleg hönd fer algjörlega eftir position spilarans við borðið. AQo er óspilanleg úr EP (early position), þú gerir alltaf á undan mótherjum þínum og gerir oft næstbestu höndina á floppi með A eða Q á. Í MP (middle position) vandast málið, ef allir folda til þín er höndin orðin nógu sterk til að opna með raise en ekki nógu góð til að kalla raise (sem kemur þá úr EP). Ef enginn er kominn í pottinn og þú ert í LP er AQ hinsvegar orðin yfirburða hönd. Með AQ skipta aðstæðurnar höfuðmáli, ekki höndin sjálf.


<b>Bottom 2 pair (bónus)</b>: Segjum að þú kallir raise með 97s og ert HU á móti gæjanum sem raise-aði. Floppið kemur A 9 7, frábært... tvö pör. Ásamt TPTK er bottom 2 pair hönd sem er afar erfitt að spila, oftast eru einu hendurnar sem vilja spila stóran pott með þér hendur sem vinna þig eða eiga helling af outs til að draga út á þig, og það er bara ef potturinn er HU. Bætum 4 spilurum við og þeir eru með eftirfarandi hendur: J9s, 44, AKs, og 86s. Möguleiki þinn á að vinna höndina er aðeins 31% á meðan þú ert 72% á móti einum spilara með AKs. Þegar þú floppar bottom 2 pair með marga í pottinum áttu alltaf að hafa varann á.

</body>
</html>

Facebook Twitter
Ég stel blindunum þínum meðan þú sefur!!!Síðasta breyting: 21/12/2008 13:54

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir