https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 280 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:21

Pókerstjörnur: Tony G.

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Ýmsar greinar
magnusvalur   Iceland. Okt 19 2012 14:02. Athugasemdir 1154Atanas Gouga er fæddur 17.desember 1973 í Kaunas í Litháen. Flest alli þekkja hann sem Tony G. Sem barn var hann ótrúlega hæfileikaríkur skákmaður og gékk í skóla fyrir unga efnilega skákmenn þá varð hann litháskur meistari í því að leysa Rubiks kubbinn fræga áður en hann flutti til Melbourne í Ástralíu 11 ára gamall. Hann var alltaf mikill áhugamaður um körfubolta og kemur nánar um það síðar.
Aðeins 18 ára gamall var Tony byrjaður að spila hábita póker og hafði náð að vinna um 200.000$ fyrir tvítugt. Þá hélt hann til Las Vegas fullur sjálfstraust og ætlaði að sigra heiminn. Hann kom heim með skottið á milli lapanna enda hafði hann tapaði því öllu í Vegas en var sannfærður að hann ætlaði að verða heimsklassa pókerspilari.

Tony er þekktur sem afar aggressífur spilari sem sýnir oft ósæmilega hefði í formi orða árása á andstæðinga sína mörgum til mikillar gleði. Hann fékk meðal annars viðurnefni sem kjafturinn frá helvíti og ástralski loftpúðinn (þrátt fyrir að vera upphaflega frá litháen.) Í einu móti þá spilaði hann t.d. hæsta par í borði sem var sjöa eins og hann hefði sett, hann sagðist hafa verið svo sannfærandi að hann náði meira segja að blekkja sjálfan sig í að halda að hann hefði sett.

Utan pókerborðsins er hann annars sagður afar vinalegur og rólegur. Þá er vert að minnast á að hann gaf allt vinningsféð sitt um 450.000$ sem hann vann í asísku mótaröðinni árið 2006 til góðgerðamála í Asíu og Ástralíu. Þá vann hann annað mót í Rússlandi um 210.000$ sem hann gaf mótshöldurum í Rússlandi og beindi þeim að gefa peningana til munaðarleysingjahælis þar í landi en Tony sagðist líta upp til Barry Greenstein sem er þekktur fyrir að gefa gróða sinn til góðgerðarmála.

Til að sýna fram á hversu mikið fífl Tony G getur verið við pókerborðið er algjörlega þess virði að horfa á þessi tvö Video. Það fyrra er úr intercontinental poker championship í hönd gegn Ralph Perry þar sem Gabe Kablan lýsti því yfir að Tony G gæti komið kalda stríðinu aftur í gang einn og sér. Seinna myndbandið er úr þættinum The Big game gegn Andrew Robl þar sem hann gjörsamlega niðurlægir Robl. Tony G hagar sér þó ekki eins og fífl gegn öllum spilurum en hann ber mikla virðingu fyrir mörgum og mest til Doyle Brunson sem hann álitur sem sín fyrirmynd.

Í BAD boys of poker mótinu sem fór fram í Japan árið 2006 klæddist Tony G, Kimono klæðnaði allt mótið en það er japanskur þjóðarklæðnaður í því skyni að vekja áhuga á póker í japan. Þess má til gamans geta að hann vann það mót eftir hu við Mike Matusow þar sem hann dró kónga Matusow út með 8 10.

Tony G ber miklar tilfinningar til heimalands sins Litháen. Árið 2010 stofnaði hann Litháeska pókersambandið. Á sama ári mistókst Litháum að tryggja sig inná heimsmeistaramótið í körfubolta og var eitt landa sem áttu möguleika á að komast á mótið í gegnum svokallað Wild card og þurfti landið að leggja inn umsókn og borga um 500.000 evrur tili þess að eiga möguleika. Tony tók meirihlutan uppúr eigin vasa og Litháar komust á heimsmeistaramótið þar sem þeir enduðu í 3.sæti og fengu brons. Þá voru búningar liðsins með áletrunina TONYBET framan á búningum sínum þá er hann aðstoðarforseti Litháeska körfuboltasambandsins og stjórnarformaður liðsins.

Tony G er mikill viðskiptamaður og þá er hann einnig stofnandi pókersíðna eins og pokernews.com, pokeraffilateworld.com og pokerworks.com. Ég mæli einnig eindregið með að fólk lesi þetta opna bréf sem Tony G sendi til Phil Helmuth eftir að Helmuth klúðraði málum sínum á lokaborði í WPT mótaröðinni en þar hefur hann miklar áhyggjur af geðheilsu Helmuth.

Tony G. er atvinnuspilari á partypoker.com. Þá eru vinningar hans í pókernum eru yfir 4 milljónir $ í mótum og líklega mikið meira í peningaleikjum og er annaðhvort spilari sem maður hatar að elska eða elskar að hata. Tony G er líklega einn litríkasti karakter pókersins í dag enhann hefur verið virkur spilari í flest öllum hábita peningaleikjum sem sýndir eru í sjónvarpi. Hann hefur ennþá ekki unnið WSOP armband. Þá ætla ég að leyfa mönnum að giska á hvaða pókerspilara hann gefur mikla virðingu og finnst erfitt að spila á móti???

Facebook Twitter
I hate to fold a pair 

nICENUTs   Iceland. Okt 19 2012 14:42. Athugasemdir 2672

ohhhhh hann er svo mikill snillingur!!!

hefðir mátt minnast á sjúku peningaleikina sem hann hefur verið að spila í russia. 2k/4k/8k plo heyrði ég fyrir 3-4 árum síðan... spurning hvernig það er í dag

nICENUTs, ég slæ þig ef þú shippar ekki !! 

HotChip   Iceland. Okt 19 2012 15:38. Athugasemdir 4190

All war is based on deception - Sun Tzu 

magnusvalur   Iceland. Okt 19 2012 17:12. Athugasemdir 1154

Vantar algjörlega like button við þetta video, allavega vissi ég ekki af þessu, þvílík snilld. Ef það vantar einhvera skemmtilega pósta endilega látið vita. Líka giska á spilarann sem ég spurði um

I hate to fold a pair 

nonni   Iceland. Okt 19 2012 18:01. Athugasemdir 122

hahahahahaha þetta mynband er brilliant og mjög flott grein.


2_J_off   Iceland. Okt 19 2012 18:40. Athugasemdir 688

Kannski ágætt að bæta við að hans aðal tekjulind er ekki pókerinn. Hann spewar soldið live, og þú segir að hann sé atvinnuspilari á partypoker. Er hann eitthvað að græða mikið sem online spilari á party? Held hann sé meira bara að spila TV mótin þeirra og að með logoið á treyjunni.

Hans "main income" eru pókersíður ýmiskonar. Sú frægasta er pokernews.com. Svo er hann buisness maður með mörg járn í eldinum. Pókerflippin hjá honum er bara honum og öðrum til gamans.GLGLGL flottar greinar.

kv

 Síðasta breyting: 19/10/2012 18:44

magnusvalur   Iceland. Okt 19 2012 18:56. Athugasemdir 1154

nefndi pókersíðurnar svo sem en allavega virkilega skemmtilegur karakter

I hate to fold a pair 

magnusvalur   Iceland. Okt 19 2012 20:17. Athugasemdir 1154

Er það bara ég eða er hann ekki dáltið líkur núverandi íslandsmeistara. Just sayin

I hate to fold a pair 

tripphorse   Iceland. Okt 19 2012 21:01. Athugasemdir 332

Snilldar greinar, elska Tony G!


leos147   Iceland. Okt 20 2012 10:53. Athugasemdir 3671

Snillingur


Hjorturkall   Iceland. Okt 21 2012 16:51. Athugasemdir 2782

*andvarp*

ég verð að játa að ég hataði hann fyrst...
en núna elska ég hann

Mig hefur alltaf langað til að vitna í sjálfan mig - Ég sjálfur 

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir