https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 282 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:23

Pókerstjörnur: Tom "Durrrr" Dwan

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Ýmsar greinar
magnusvalur   Iceland. Okt 17 2012 14:47. Athugasemdir 1154Tom Dwan er fæddur 30.júlí árið 1986 í Edison í New Jersey. Hann átti nokkuð eðlilega barnæsku og lærði að spila póker 17 ára gamall. Hann fór í Boston háskólann í eitt ár en hætti eftir eitt ár þar sem hann ætlaði einbeita sér að því að vera atvinnu pókerspilari.

Dwan byrjaði að spila póker 17 ára gamall og spilaði á Paradise póker og spilaði einungis play money til að byrja með og lærði hinar ýmsar pókerstefnur og las bækur um póker. Þegar Dwan varð 18 ára lagði hann inná sig 50$ dollara en það er í raun eina innlögn hans sem ekki er gróði. Hann byrjaði á lægstu stigum peningaleikja og færði sig svo ofar og ofar eftir því sem bankrollið leyfði. Á tveimur mánuðum var hann búinn að breyta þessum 50$ í 15.000$.

Dwan var byrjaður að spila 40$/80$ limit holdem peningaleiki á netinu og komst í góða uppsveiflu og vann 35.000$ í viðbót áður en 20.000$ niðursveifla kom. Þá ákvað hann að einbeita sér að no limit holdem aftur og færði sig niður í 5$/10$ bita þar sem hann gjörsamlega valtaði yfir leikinn. Hann var farinn að vekja athygli í netpókerheiminum og sagði við fjölmiðil, ,,Hvað get ég sagt, ég hleyp annsi vel".
Bluff tímarítið náði tali af meðleigjendum Dwan þar sem þeir sögðu honum frá 19 ára nemanda að nafni Thomas "Durrrr" Dwan. Blaðamaðurinn flétti drengnum upp og horfði á hann spila 6 borð í einu og lægsti bitinn var 100$/200$. Á einum klukkutíma varð blaðamaðurinn vitni af Dwan vinna yfir 200.000$. Nafnið hans var komið á allra varið og átti Dwan erfitt með að finna leiki sem einhver vildi spila við hann, flestir leikirnir voru skipulagðir fyrirfram þar sem hann gat ekki einfaldlega farið á netið og skráð sig þar sem enginn vildi spila á móti honum.

Tom Dwan hafði valið sér nafnið Durrrr í því skyni til að gera andstæðinga sína pirraða þegar hann vann þá og þeir færu á svakalegan halla (tilt). Nafnið hefur enga sérstaka þýðingu að öðru leiti. Annars leit hann ekkert á sjálfan sig sem það góðan andstæðingarnir hans voru bara svo lélegir.
Dwan vakti svo ennþá meiri athygli þegar hann spilaði við Patrik Antonius á full tilt þar sem hann kallaði 100.000$ endastrætisveðmál frá Antonius með þriðja hæsta par í borði. Aðspurður um höndina sagði Dwan að hann hafði fylgst vel með tímasetningum Antonius og hafði ákveðinn lestur á tímasetningar hans. Ég get aldrei verið 100% viss en ef ég er 75% viss er ég alltaf að fara kalla.

Dwan náði einnig sínum fyrsta alvöru mótaárangri þegar hann endaði í 12.sæti í 3000$ nlh EPT móti í Bretlandi og vann 12.000$ fyrir vikið, þá varð hann 4. í WPT í 9700$ main eventog tók heim um 324.000$. Þá varð hann einnig 4. í öðru WPT móti og 2.sæti í Aussie Millions pl omaha sem hann hafði nýlega lært og þá fyldgi 2.sætið í WPT Borgata í no limit holdem.

Tom Dwan var þarna byrjaður að mæta í sjónvarpsþætti eins og High stake poker og Poker after dark og kom svo heiminum á óvart þegar hann bauð hvaða pókerspilara sem er í heimnum að undanskildum Phil Galfond, milljón dollara ef hann gæti unnið hann í No limit holdem eða pot limit omaha að loknum 50.000 höndum spilandi 200$/400$ bita eða hærri. Hann mundi sem sagt leggja fram 1.5milljón$ í staðin fyrir 500.000$ hjá andstæðingnum sem gæti sigrað hann þó það væri bara með 1$ sigur. Bankroll hans á þessum tíma var talið vera um 10 milljónir dollara. Fyrsti andstæðingur hans var Patrik Antonius og hafa þeir ekki ennþá náð að klára það vegna Black friday og tímaleysis. Hann boðaði því til live million dollara áskorun yfir 500 hendur í 500$1000$ bitum.

Árið 2009 var samt heldur betur undarlegt því í nóvember mánuði tapaði hann um 4.2 milljónum dollara til óþekkts sænsk spilara Isildur1 og Patrik Antonius og margir töldu hann vera orðin blankan þar sem hann sást spila 25$ 50$ bita og hugsuðu margir um hvort milljón dollara áskorunin væri í hættu. Í million dollara áskoruninni náði Dwan að spila við þrjá andstæðinga og vann tvo þeirra en tapaði einum. Í einni viðureigninni gegn Sammy George höfðu þeir ákveðið að ef annar mundi vinna hönd með 7-2 þyrfti andstæðingurinn að borga auka 10.000$. í einni slíkri hönd hafði Dwan 6 bettað fyrir floppið með 7-2 og fengið kall. Höndin spilaðist að endastræti þar sem Dwan veðjaði 479.500$ allur inn í 168.00$ pott með 7 sem hæsta spil gegn tveimur pörum hjá andstæðingnum sem lagði niður höndina. Dwan var í um 800.000$ gróða eftir þessa þrjá leiki.

Árið 2010 fór Tom Dwan ásamt öðrum hábita peningaleikjaspilurum til Macau að spila við ríka viðskiptajöfra í blindum 4000$ 8000$ blindum og var sagt að Dwan hefði unnið allt að 8-10 milljónir dollara í þeirri ferð. Nú á þessu ári var hann einnig talinn hafa unnið um 3.milljónir í ferð til Macua stuttu fyrir Wsop. Þá var hann meðal spilara í 1.milljón $ mótinu Big one for one drop en komst ekki í pening þar.

Síðan Black friday hefur Dwan spilað meira eða minna live poker og virðist græða lang mest á ferðum sínum til Macau. Orðrómur er í gangi að þegar Full tilt opnar aftur í Nóvember að Tom Dwan, Isildur1 muni vera á samningi hjá Full tilt póker en Gus Hansen sem andlit síðunnar.

Facebook Twitter
I hate to fold a pair 

2_J_off   Iceland. Okt 17 2012 16:03. Athugasemdir 688

Vil bara þakka fyrir þessar greinar, algjör snilld.


sindrib   Iceland. Okt 17 2012 16:42. Athugasemdir 348

Gríðarlega skemmtileg lesning Maggi!!
Haltu þessu áfram!


doriipoker   Iceland. Okt 18 2012 10:05. Athugasemdir 1731


  Þann Október 17 2012 16:42 skrifaði sindrib:
Gríðarlega skemmtileg lesning Maggi!!
Haltu þessu áfram!
 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir