https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 89 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:57

Pókerstjörnur: Ilari "Ziigmund" Sahamies

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Ýmsar greinar
magnusvalur   Iceland. Okt 15 2012 14:01. Athugasemdir 1154


Eftir sérstaka beiðni þá ákvað ég að taka næstan fyrir hinn afar litríka Ilari Sahamies.

Ilari Sahamies betur þekktur undir netnafninu sínu Ziigmund er fæddur í Helsinki árið 1983. Sem barn æfði Ziigmund fótbolta dýfingar og glímu en missti fljótlega áhugan á því. Ziigmund virðist hafa verið dæmigerður unglingur sem leiddist í skóla og eyddi mestum sínum frítíma í að spila billjard í klúbbi í Helsinki. Ziigmund var tvöfaldur unglingameistari í billjard. Þegar Ziigmund var 15 ára hangandi á billjardstofunni kynntist hann hinsvegar Patrik Antonius sem náði að draga hann í homegame heima hjá Antonius.

Ziigmund var 18 ára þegar hann fór fyrst í spilavíti í Helsinki og spilaði mót og 5$/5$ pot limit omaha peningaleiki og gekk mjög vel. Spilamennskan var orðin svo mikil að hann var hættur að mæta í skólann til þess að spila. Einn daginn fékk Ziigmund símtal frá skólastjóranum í skólanum sem hann var í og aðspurður afhverju hann væri ekki búinn að mæta í skólann. Ziigmund svaraði því sallarólegur, afþví að ég er staddur í Amsterdam að spila pókermót". Tvítugur að aldri var Ziigmund orðinn atvinnumaður í póker og spilaði aðallega online undir nafninu Ziigmund.

Ziigmund jók bankroll sitt jafnt og þétt úr því að spila 10$/20$ yfir í 25/50 og fór að spila hærri og hærri bita allt uppí 500$/1000$ í bæði no limit holdem og pot limit omaha sem er hans sérgrein. Hann spilaði þó ekki einungis á netinu og er vert að nefnast á sigra í eftirfarandi mótum : 500$pot limit holdem í Carribean classic í Palm Beach 2004, 500$ nl holdem St.Maarteens open, 500$ ulitmate bet poker classic í palmbeach 2003 þá varð hann annar í nl holdem 20.000$ high roller event á EPT mótaröðinni í London og sigraði Ceasars cup einnig í London og annar í 2850 evru main event móti í Helsinki í Finnlandi. Ziigmund náði 4.sæti í EPT Barcelona 2012 highroller og var chipleader í main eventinu á lokaborðinu en endaði í 2.sæti.

Ziigmund er þekktur fyrir mikið "trashtalk" eða að tala illa um mótspilara og gera grína af þeim líklega í þeim tilgangi að fá þá til að tilta, en vill meina að það eigi ekki að taka það alvarlega enda oftar en ekki trashtalkið gegn vinum sínum en Ziigmund er afar aðgangsharður spilari og getur sýnt afar miklar tilfinningar í pottum sínum sérstaklega þeim sem hann tapar. Þá er Ziigmund þekktur fyrir til dæmis 15 klst pókertarnir á netinu. Meðal þekktustu trashtalks sem Ziigmund hefur átt er t.d. þegar hann lýkti Gus Hansen við Rúmenskan eurovisionkeppanda. Margir vilja líkja Ziigmund við kaldrifjaðan morðingja vegna skuggalest útlits. Ziigmund segist aðeins spila póker þegar hann nennir því eða er í góðum fíling til að spila en heldur ekki uppi neinar ákveðnar tímasetningar um hvenær hann vilji spila.

Ilari Sahamies er afar mikill aðdáandi að áfengi og nýtur þess að drekka. Það hefur þó kostað hann skildinginn en hann hefur tapað um 3 milljónum dollara á því að spila fullur á netinu og tapaði eitt sinn 700.000$ á einu kvöldi spilandi ofurölvi. Þá segist Ziigmund hafa tapað um 3 milljón dollara í Chinese poker. Í dag spilar hann ekki fullur nema í þau skipti sem hann spilar live poker með öðrum pókerspilurum sem einnig eru að drekka. Meðal annarra áhugamála Ziigmund eru til dæmis að fara í ræktina, skokka, og synda en Ziigmund og svo er skemmtilegt að nefnast á það að Ziigmund varð árið 2009 finnskur meistari í vatnsrennibrauta"akstri" ef svo má að orði komast. Þá er Ziigmund afar mikill áhugamaður að finnsku rappi og má sjá hann í finnska tónlistarmyndbandinu við lagið Pojat on poikii. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Ziigmund er reglulegur gestur í þáttum eins og High stakes poker og poker after dark. Þá hefur Ziigmund lennt í einum stærsta potti sem hefur átt sér stað á Bellagio spilavítinu þar sem 2.4milljón dollara voru í pottinum. Ziigmund var með með nut flushdraw og backdoor straightdraw gegn Patrik Antonius sem var með lægra flushdraw open ended og annað backdoor flushdraw. David Benyamine var einnig í pottinum án þess að vita hvað hann hafi verið með. Þeir fóru 3 allinn á floppi eftir að ónefndi spilarinn hafði leitt 150.000$út á floppi enduðu hinir þrír allinn. Þeir runnuðu 2x, Antonius vann bæði skiptin annað skiptið hitti hann top par á turn sem var gott og hitt skiptið hitti Antonius backdoor lit.

Eftir að fulltilt poker var lokað var Ziigmund boðið samning hjá pokerstars sem hann hafnaði en hann er nú styrktur af powerpoker auk þess að hafa stofnað coinflip.com ásamt landa sínum Sami Kelopuro. Ziigmund býr ennþá í Helsinki í Finnlandi og spilar póker þegar hann langar til. Ef það er einhver sérstakur pókerspilari sem þið viljið fá umfjöllun um, endilega sendið einkapóst.

Facebook Twitter
I hate to fold a pair 

atlih007   Iceland. Okt 15 2012 14:15. Athugasemdir 1393

æfði "fótbolta dýfingar", ætli hann hafi verið á sama tíma á Suarez/Bale voru í því


atlih007   Iceland. Okt 15 2012 14:15. Athugasemdir 1393

Nei við meiri tilhugsun eru þeir ekkert svo góðir í því


HotChip   Iceland. Okt 15 2012 14:26. Athugasemdir 4190

Eins mikið og fótboltadýfingaumræðan er orðin þreytt...þá verð ég að gefa þér það Atli...þetta var mjööög fyndið

All war is based on deception - Sun Tzu 

magnusvalur   Iceland. Okt 15 2012 15:01. Athugasemdir 1154

æjæj gleymdi ég að setja kommu á milli. Bömmer

I hate to fold a pair 

jodvaff   . Okt 15 2012 17:38. Athugasemdir 15Ilari að sýna mönnum hvernig á að taka tequila


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir