https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 80 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:35

Pókerstjörnur: Vanessa Selbst

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Ýmsar greinar
magnusvalur   Iceland. Okt 13 2012 11:40. Athugasemdir 1154

Næst í röðinni er Suckoutdrottningin Vanessa Selbst sem Íslendingar hafa svo gaman af og sérstaklega Garðar Geir Hauksson aka eatyourstac en Vanessa mun vera "mikill" aðdáandi þessa frábæra spilara.

Vanessa hér ásamt kærustu sinni eftir sigur sinn í 10 mixed game á WSOP.

Vanessa Selbst er fædd 9. Júlí 1984 í Brooklyn, New York.
Vanessa byrjaði að spila póker í menntaskóla með vinum sínum sér til skemmtunar og að eigin sögn var alls ekki góður pókerspilari hinsvegar voru vinir hennar hræðilegir spilarar og náði hún að vinna sér inn nokkra aura af vinum sínum. Selbst segir það mikilvægast fyrir hvern pókerspilara sem vill græða á póker að spila á móti spilurum sem eru slakari en maður sjálfur. Selbst setti stefnuna aldrei á að vera atvinnu pókerspilari og vildi einungis einbeita sér að náminu.

Selbst var nemandi við MIT/ Massachusets Institute of Technology) en færði sig yfir Yale háskólann og var við Stjórnmálafræðinám. Hún kláraði það og er nú að læra lögfræði við Yale háskólann og einbeitir sér að borgaralegum réttindum. Meðan hún nam við MIT stundaði hún meðal annars Tennis og Rugby. Í Yale hefur hún verið formaður Samkynhneigðra-gagnkynhneigða félagsins ásamt því að sjá um pókerkennslu á síðunni Deuces cracked.

Vanessa fékk alvöru pókerkennslu sjálf frá Ariel Schneller sem er einn besti online spilari í heiminum og að eigin sögn gat ekkert í póker fyrr en undir lok fjögurra ára námi í Yale þar sem hún pókerinn uppá næsta stig. Hún byrjaði að spila á netinu og lagði inná sig 100$ og kom því uppí 1000$ en tapaði því í peningaleikjum. Hún lagði aftur 100$ inná sig og kom því uppí 2000$ og var við það að hækka sig upp í limit sem hún hefði ekki átt að spila þegar hún rakst á grein sem fjallaði bankroll managament. Hún áttaði sig á mikilvægi þess og segist ennþá í dag spila eftir bankroll managament.
Sjálf lýsir hún sjálfri sér sem nískupúka og spilaði aldrei hærra en 50/100$ blinda peningaleiki þó að bankrollið hennar leyfði mikið hærri bita. Árið 2006 varð hún orðin leið á að spila á netinu og fór að spila live mót. Hún komst í pening í fyrstu tveim WSOP mótunum sem hún tók þátt í og komst á lokaborð í 2000$ No limit holdem og endaði í 7.sæti sem gaf henni 100.000$. Árið eftir náði hún tveimur lokaborðum í 1000$ kvennamóti þar sem hún endaði í 7.sæti og 3.sæti í 5000$ heads up móti. Þetta gaf henni 129.000$ og kvennamótið 21.000$.

Árið 2008 átti svo eftir að vera afar eftirminnilegt en þar vann Selbst sinn fyrsta sigur í móti þegar hún vann 1000$ mót aðeins fyrir konur í World poker tour og fékk 26.500$ í sömu mótaröð komst hún í pening í 2 öðrum mótum. Nokkrum mánuðum seinna var hún svo í öðru sæti í kvennamóti WPT mótaraðarinnar og bætti við 40.000$. Hún vann svo sitt fyrsta armband í WSOP mótaröðinni þegar hún vann 1500$ pot limit omaha mót og fékk fyrir vikið 228.000$. Þremur dögum seinna endaði hún í 3.sæti National Heads up meistaramótinu og tók heim yfir 100.000$. Vanessa Selbst vann sitt annað WSOP armband á þessu ári þegar hún vann 10 mix game og tók heim 244.000$. Þá náði hún sínum besta árangri í Main event á þessu ári þar sem hún endaði í 74.sæti.

Stærsta skor Vanessu hlýtur þó að teljast sigur hennar í Partouche poker tour sem veittu henni 1.8 milljón dollara fyrir sigurinn. Það er þó sérstaklega gaman að segja frá því að í EPT móti lennti hún á borði með Garra aka eatyourstac. Kvenmannsvélin eins og Garðar kallaði hana hafði verið ansi virk í því að 3betta Garra. Eitthvað virðist það hafa farið smá í taugarnar á Garðari vini okkar sem ákvað að flatta 3 bet raise frá henni með K2 gegn a9 hennar. a96 flopp, hún virðist hafa veitt Garra í djúpa gildru sem endaði á því að Garri hitti fallegt backdoor flush. Sjálf lýsti Selbst á twitter að hún væri búin að finna leið til að vinna SPEWY europians svo lengi sem þeir fengu ekki heimskuleg backdoor draw.
Tekið af twitter Vanessu Selbst fyrir nokkrum mánuðum
VanessaSelbst Vanessa Selbst
I HAVE DISCOVERED THE SECRET TO BEATING EUROPEANS AT POKER.
5 hours ago

VanessaSelbst Vanessa Selbst
Inducing floats against European kids is the easiest thing in the world, just gotta hope they dont backdoor some shit against you.
5 hours ago

VanessaSelbst Vanessa Selbst
Just busted.Had been playing super aggro. I raise 3 way I check raise big A9 on A96r vs spewy kid (GARRI). Ch call Td turn & 6d river he has K2dd.

Heildarvinningsfé Vanessu í mótum eru 5.5. milljónir dollara en Vanessa er einnig fastagestur í þáttum eins og High stakes poker og the big game. Meðal áhugamála Selbst eru tennis, fjallahjólreiðar, körfubolti, pílukast og billjard hún býr í Toronto í Kanada með kærustu sinni Miröndu Foster. Á netinu spilar Selbst undir nafninu V.Selbst og Suckoutqueen.


Facebook Twitter
I hate to fold a pair 

Hjorturkall   Iceland. Okt 14 2012 07:37. Athugasemdir 2782

Hún er svo mikill karlmaður

Mig hefur alltaf langað til að vitna í sjálfan mig - Ég sjálfur 

magnusvalur   Iceland. Okt 14 2012 08:50. Athugasemdir 1154

Man Gina

I hate to fold a pair 

nICENUTs   Iceland. Okt 14 2012 12:14. Athugasemdir 2672

unreal verkfæri þessi kvensa!! Er mikið á aðalborðunum í wsop þáttunum, holy mólí !!

nICENUTs, ég slæ þig ef þú shippar ekki !! 

Sherlock   Iceland. Okt 14 2012 18:00. Athugasemdir 3333

Hún er töffari, látið ekki svona
Þú líka, maggi, gott framtak!


Liverbird21   . Okt 14 2012 19:43. Athugasemdir 519

Ég fýla hana !!


Valshamur   Iceland. Okt 15 2012 05:31. Athugasemdir 2

Takk fyrir þessa grein!


leos147   Iceland. Okt 15 2012 09:51. Athugasemdir 3671

Ilari Sahamies! :D
Flott grein annars.


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir