https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 78 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:36

Pókerstjörnur: John Juanda

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Ýmsar greinar
magnusvalur   Iceland. Okt 11 2012 15:23. Athugasemdir 1154John Juanda er fæddur 8. Júlí 1971 í Norður Sumatra í Indónesíu. Hann bjó hjá afa sínum og ömmu um nokkurt skeið á meðan foreldrar hans sáu um áhættufjárfesta fyrirtæki. Pabbi hans sem sjálfur var fjárhættuspilaði varaði Juanda við fjárhættuspilum og reyndi að forða honum frá því. Juanda var samt farinn ungur að árum að spila uppá pening og vann sér inn aukapening í grunnskóla með því að spila kúluspil.

Juanda var einnig góður íþróttamaður en hann var afar góður í 200 metra hlaupi og 5000 metra hlaupi. Árið 1990 hélt Juanda til Bandaríkjanna þar sem hann ætlaði í háskóla. Í flugvélinni á leið til Bandaríkjanna var honum kennt póker. Juanda fór í Oklahoma háskólann og útskrifaðist með markaðsfræði og stjórnunar gráðu. Eftir að hann útskrifaðist vann sem biblíusölumaður og hlutabréfaviðskipti þangað til 1996 þegar hann var kominn með nógu mikið bankroll til að spila póker á fullu.

Juanda var í MBA námi við Háskóla í Seattle og notaði helgarnar til að spila póker í spilavítum borgarinnar þar safnaði hann reynslu og þróaði póker hæfileika sína. Hann gerðist svo atvinnumaður í póker árið 1999 og fyrsta stóra mótið sem hann spilaði í var 1500$ limit holdem í WSOP mótaröðinni en þar endaði hann í 9.sæti af um 600 þátttakendum en fram að þessu hafði hann einungis náð í peningin í mótum með miklu lægra þátttökugjaldi. Viku seinna skráði hann sig í 3000$ limit holdem mót þar sem hann endaði í 7.sæti en á því lokaborði voru stjörnur eins og Josh Arieh, Howard Lederer og Humberto Brenes. Pókerheimurinn lét ekki þennan hæfileikaríka spilara framhjá sér fara. Árið eftir varð hann í 10.sæti í sama móti og 2001 varð hann aftur í 7.sæti. Ásamt því að verða 3. í 1000$ limit 7card stud hi/lo.
Daniel Neagreanu lýsti Juanda sem afkastamesta pókerspilara á þeim tíma og lýsti honum sem einum sínum besta vini.

Árið 2002 setti Juanda í fluggírinn og komst í pening í 5 mótum og náði í sitt fyrsta armband í limit triple draw og fékk fyrir vikið 49.620$. Af þessum 5 mótum vann hann eitt og komst á lokaborð í fjórum öðrum. Sama ár endaði Juanda í 2.sæti í World poker tour five diamond classic og tók heim 278.240$ sem var stærsti vinningur hans. Árið 2003 náði Juanda sér í tvö armbönd í viðbót með sigri í limit 7 card stud og pot limit omaha mótum sem gáfu honum 130.000$ og 204.000$ dollara. Stærsta armband hans hingað til verður þó að teljast sigur hans í WSOP Evrópu Main event þar sem hann tók heim rúmlega 1,5 milljón dollara. Nýjasta bracelet og hans fimmta í röðinni kom svo árið 2011 í 2-7 lowball mótinu sem gaf honum næstum 400.000 $.

Juanda á að baki fullt af stórum sigrum og mörgum lokaborðum. Hann vann t.d. Million Dollar Challenge í Ástralíu, hann á sex lokaborð í World poker tour, tvö lokaborð í Evrópu mótaröðinni (EPT) þó honum hafi ekki tekist að vinna þau. Heildar vinningar Juanda er yfir 9.milljónir dollara.

Juanda er þekktur sem afar rólegur og yfirvegaður spilari og með frábæra lestarhæfileika á andstæðinga sína. Juanda segir að eitt af því mikilvægasta við póker sé að tilta ekki og halda stöðugleika í spilun sinni og gefa andstæðingun sínum mikla virðingu þá er einnig þekkt að erfitt er að lesa Juanda þar sem hann er alltaf afar rólegur og sýnir lítil viðbrögð. John Juanda hefur hlotið viðurnefni svo sem JJ og Luckbox eða heppniskassinn. Juanda var hluti af Full tilt atvinnuspilurunum allt þar til Black Friday þar sem síðunni var lokað. Hann hefur notað hluta af peningum sínum t.d. að borga fyrir háskólanám systur sinnar.

Facebook Twitter
I hate to fold a pair 

2_J_off   Iceland. Okt 11 2012 17:35. Athugasemdir 688

snilld, takk fyrir greinina.


Agustk   . Okt 12 2012 15:28. Athugasemdir 80

Mjög gaman af þessu maggi, keep it up.


TeSpartan   Iceland. Okt 13 2012 14:36. Athugasemdir 995

nice


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir