https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 80 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 20:55

Pókerstjörnur: Ivan Demidov

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Ýmsar greinar
magnusvalur   Iceland. Okt 10 2012 09:16. Athugasemdir 1154Ivan Demidov er fæddur árið 1981 í Moskvu höfuðborg Rússlands. Foreldrar hans voru auðugir og komst Demidov fyrst í kynni við póker þegar hann sá pabba sinn spila á móti félögum sínum en þá var Demidov í háskólanámi. Demidov var sérstaklega góður í stærðfræði sem leiddi hann út í stærðfræði nám í einum virtasta háskóla Moskvu. Á meðan hann var í háskólanum var hann virkur í netspilun á Starcraft og Warcraft 3 tölvuleikjunum og fékk borgað 20.000$ á ári fyrir að spila. Demidov var boðið til Suður Kóreu og tækifæri að hagnast betur á tölvuleikjaspilun en hann hafnaði því þar sem það var ekki það sem hann vildi gera í framtíðinni. Stærðfræðin gekk ekki alveg nógu vel og spilun tölvuleikja var í raun og veru bara til þess að fá útrás auk þess sem sjálfstraust hans var ekki alltof hátt og aunar vissi hann ekkert hvað hann vildi gera í framtíðinni.

Hann ákvað að með því að klára námið gæti hann loksins ákveðið sig hvað hann vildi gera. Hann hafði lært póker þegar hann sá föður sinn spila með vinum sínum og vinur hans sannfærði hann um að stofna pókerreikning og það gerði Demidov og vinur hann millifærði pening inná hann. Hann byrjaði þó ekki að spila á reikningnum fyrr en 8 mánuðum seinna þegar hann kláraði námið. Hann byrjaði vel og endaði í þriðja sæti í 10$ rebuy móti sem gaf honum 1500$ hann hugsaði sér strax, "vá ég er orðinn atvinnuspilar". Hann hugsaði sér að hann gæti grindað 10-100$ sng og daginn eftir tapaði hann helmingnum af bankrollinu. Hann tók því 300$ út af reikningnum og opnaði reikning á nýrri síðu.

Á nýju síðunni náði hann að byggja sér upp bankroll og kom sér í 20.000$ en lennti þá í svakalegri niðursveyflu og tapaði þrem fjórðu af bankrollinu. Hann var ekki sáttur með niðursveifluna og tók sér pásu og fór í frí. Hann hafði jafnvel hugsað um að hætta og reyna finna sér alvöru vinnu. Peningurinn sem Demidov hafði safnað þurrkaðist smátt og smátt upp og foreldrar hans sáu ekki lengur um framfærslu á lífi hans. Hann neiddist til að snúa aftur í póker. Hann byrjaði aftur á netpóker í Mai 2007 og átti einungis 300$ eftir. Hann neyddist til að leggja egóið til hliðar og byrja aftur á að spila 5$ sng í stað þess að vera spila 215 og 530 sng. Bankrollið byggðist hægt og rólega og í lok ársins var hann kominn upp í 50.000$.

Demidov byrjaði að spila hæstu bitana sem í boði voru í peningaspili í spilavíti í Moskvu og vöktu hæfileikar hans athygli hjá ónefndum hábitaspilara í Rússlandi. Hann bauðst til að steika Demidov inní mót gegn því að fá 80% af vinningshlutfallinu. Díllinn var kannski ekkert sérstaklega góður en það var annaðhvort að taka því eða fá ekkert. Honum hafði dreymt um að fara til Vegas og tók þessu því. Skemmst er frá því að segja að Demidov kom heim úr fyrstu Vegas ferðinni með skottið á milli lapanna enda hafði hann tapað um 150.000$ af peningum hábitaspilarans og ekki náð í pening í einu einasta móti. Hann var gjörsamlega niðurbrotinn og sannfærður um að hann færi aldrei aftur til Vegas og hábitaspilarinn mundi aldrei leggja út pening aftur fyrir hann. Hann tók sér fjögurra mánaða pásu.

Allt í einu hringdi hábitaspilarinn og spurði hvort hann væri ennþá með vegabréfsáritina en hann var þá að safna liði til að fara til Vegas og spila Wsop. Liðið innihélt einnig kærustu Demidovs, Liya Gerasimova. Demidov spilaði næstum öll mótin en náði ekki að komast í pening en samt sem áður fann hann hvað leikur hans fór batnandi. Hann hafði verið chipleader í nokkrum mótum en lennt í ljótum bad beatum og ekki náð að komast í pening. Hann náði góðu móti í 1000$ rebuy þar sem hann datt út í 11.sæti en fannst eins og honum hafi fundist það verra en að komast ekki í pening. Hann varð aftur þungur á brún og bjóst við að sponsorinn mundi ekki halda þessu áfram mikið lengur.

Það var einungis eitt mót eftir en það var Main Event. Demidov leit á það sem lífsreynslu að spila það mót frekar en breytingu á lífi sínu. Í fyrsta matarhlénu var Demidov dottinn niður í 6000 spilapeninga af 20.000 sem hann byrjaði með á meðan kærasta hans var kominn uppí 100.000 spilapeninga. Demidov hugsaði, jæja ég fæ þá tíma til að skoða vegas og reila kærustuna. Eitthvað ákaflega uppbyggjandi hlýtur að hafa verið í kvöldmatnum hjá Demidov þar sem einn spilarinn á borði Demidovs færði honum spilapeninga á silfurfati í einhverju algjöru rugli. Demidov endaði dag 1 með 37000 spilapeninga. Dagur tvö var svo mikið grind og á degi þrjú var ekki aftur snúið en þá var Demidov aldrei undir meðalstafla og oftast með tvöfaldan alveg upp í fjórfaldan meðalstafla. Demidov sagði að hann var ekki að gera neitt sérstakt fólk gjörsamlega gaf honum alltaf spilapeningana þegar hann var með hönd. Hann áttaði sig loksins á því hversu mikilvægt þetta gæti orðið enda fóru borðunum fækkandi með hverri mínútu sem leið.

Kærasta hans hafði ekki komist í pening og hann var eini í liðinu sem var eftir. Loksins gat hann náð eitthvað af peningum til baka sem hann hafði tapað fyrir hábitaspilarann. Hann reyndi þó ekki að hugsa um peningastökkin því það mundi hafa áhrif á spilamennskuna, að ná á lokaborðið og ná því ekki munaði samt helling. Þegar tvö til þrjú borð voru eftir tók hann eftir því hvað allir spilararnir voru þröngir og vildu komast á lokaborðið og það nýtti Demidovs sér og náði í helling af spilapeningum bara með ágengum spilastíl.

Það var mikill léttir fyrir Demidov þegar 10.maðurinn datt út og eina sem hann vildi gera var að fara sofa en hann hafði varla náð nema 4ja tíma svefni á hvejrum einasta degi mótsins. Hann var öruggur með um 900.000$ þegar hann fór heim til Rússlands þar sem hann var orðinn þekktur og fjölmiðlarnir ágengir.
Hann hugsaði að þegar kæmi að lokaborðinu ætlaði hann ekki að breyta neinu í sínum spilastíl og ekki kíkja á neinar hendur hjá öðrum spilurum þar sem hann bjóst við að hinir spilararnir mundu breyta um stíl. Hann vildi frekar einbeita sér að því að tæta í sig mótin í Rússlandi sem hann og gerði.

Hann var farinn að hafa miklu meiri tilfinningu fyrir öðrum spilurum og vissi hvenær átti að leggja niður hendurnar sínar og sagðist hafa gert sjúkar lagningar á höndum þar sem hann vissi að hinir væru með þetta. Hann var algjörlega í "zone inu". Demidov fór fyrir lokaborðið á main event í WSOP Evrópu mótið. Demidov hélt áfram að spila frábæran leik og komst á lokaborðið sem innihélt meðal annars Daniel Negreanu. Demidov og Stanislav Alekhin voru að valta yfir lokaborðið og bjóst hann við að þeir tveir mundu enda í einvígi um titilinn. Þegar fjórir voru eftir kom stutt hlé og starfsmaður mótsins kallaði Demidov og Alekhin til sín þar sem hann skammaði þá fyrir að spila lítið við hvor annan eins og þeir væru að vinna saman. Demidov varð mjög pirraður yfir þessu og fór að spila illa eftir þetta og kalla Alekhin með höndum sem hann mundi venjulega ekki gera. Að lokum endaði Demidov í 3.sæti og fékk um 610.000$ fyrir vikið.

Þetta gaf honum meira búst fyrir lokaborðið og komst snemma í forystu. Að lokum komst Demidov í einvígi við Peter Eastgate um titilinn. Hann bjóst við að Eastgate yrði mjög ágengur með meiri spilapeninga og það kom því Demidov á óvart hversu rólegur Eastgate var og einhverra hluta vegna hitti Eastgate alltaf betur á floppin heldur en Demidov. Að lokum fór svo að Eastgate vann sigur og Demidov fékk 6.5 milljón dollara fyrir annað sæti en að sjálfsögðu 80% af því til hábitaspilarans. Fyrir lokaborðið gerði Demidov atvinnumannasamning við Pokerstars og er ennþá á atvinnusamningi við þá.

Eftir WSOP lennti Demidov í útistöðum við hábitaspilarann þar sem hann virðist ekki standa við samning sinn og skuldar honum pening ásamt öðrum spilurum. Demidov sagðist ekki vera "set for life" þó peningarnir hafi hjálpað honum. Ivan Demidov er hingað til eini spilarinn sem hefur komist á lokaborð bæði WSOP og WSOPE sama ár og einn hæstur í peningarverðlaunum af þeim sem ekki hafa unnið wsop armband. Demidov er reglulegur gestur á stórmótum um allan heim og nær reglulega að komast í pening þótt hann hafi ekki náð í sex stafa tölu vinning síðan WSOP Main event.

Facebook Twitter
I hate to fold a pair 

doriipoker   Iceland. Okt 10 2012 10:34. Athugasemdir 1731

Þannig hann fékk ekki "nema" 1.3m fyrir vinningin, næs að vinna 5.2million dollara í stakei haha,
en vá þvílíka rottan ef hann virðist ekki standa við samninginn sinn,hann hefði aldrei unnið þetta án steiksins..


Hrappur   Iceland. Okt 11 2012 01:06. Athugasemdir 74

takk fyrir þetta maggi


nICENUTs   Iceland. Okt 11 2012 03:20. Athugasemdir 2672

flott grein Maggi. En eitt er pínu óljóst þarna, er það Demidov sem á eftir að borga eða er það highstakes gaurinn sem er að svíkja einhvern hluta síns díls??

p.s. væri gaman fá svona greinar um íslenska spilara líka

nICENUTs, ég slæ þig ef þú shippar ekki !! 

leos147   Iceland. Okt 11 2012 10:08. Athugasemdir 3671

Flott grein!


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir