https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 231 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:03

Pókerstjörnur: Patrik Antonius

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Ýmsar greinar
magnusvalur   Iceland. Okt 09 2012 12:27. Athugasemdir 1154


Ég hafði hugsað mér að hafa smá umfjöllun um fræga pókerspilara og ætla ég að byrja að fjalla um Patrik Antonius.

Patrik Antonius fæddist 13.Desember árið 1980 í Helsinki í Finnlandi og verður því 32 ára á þessu ári. Pabbi hans vann við útkeyrslu á brauði og mamma hans vann á leiksskóla. Við 13 ára aldur hafði hann vakið mikla athygli fyrir ótrúlega tennis hæfileika og stefndi í að hann yrði atvinnu tennis spilari. Hann varð svo fyrir meiðslum í baki sem héldu honum frá Tennis í meira en eitt og hálf ár. Meðan hann var meiddur spilaði hann með félögum sínum í tennisnum 5 card draw og gekk strax vel og græddi ágætlega á vinum sínum.

Þegar Antonius var í menntaskóla komst hann og vinir hans í kynni við Pot limit Omaha og spiluðu þeir oft langt fram eftir nóttu og jafnvel alveg þangað til foreldrarnir vöknuðu. Þá voru komnir meiri peningar í spilin og rétt eftir að Antonius varð 18 ára spilaði hann No limit holdem í spilavíti í Helsinki og vann 225$ þátt fyrir að hafa verið að spila No limit holdem í fyrsta skipti á ævinni.

Þegar hann kláraði menntaskóla var Antonius sendur til að sinna herskyldu í Finnska hernum en var leyft að æfa tennis á þeim tíma. Hann setti stefnuna á Wimbledon mótið í tennis og ætlaði sér að ná langt í tennisnum en meiddist þá aftur í baki. Þar sem tennis draumurinn var úti vann Antonius sem Módel, Tennisþjálfari, sölumaður og þjónn. Í lok árs 2002 ákvað Antonius að fara í 3ja mánaða matreiðslu starfsnám á Ítalíu og ætlaði aftur í skóla þegar hann kom heim til Finnlands. Svo vildi til að Antonius uppgötvaði póker á netinu og lagði inná reikning sinn 200$ og á tveimur mánuðum var hann kominn uppí 20.000$. Það var þá sem Antonius áttaði sig á því að hætta í náminu og einbeita sér að því að vera atvinnu pókerspilari. Í lok árs 2003 var Antonius álitinn einn af bestu netspilurum í evrópu.

Antonius var samt ekki alveg hættur í tennis og fékk skólastyrk í Averett Háskólanum í Virginíu. Það tók hann samt ekki nema eina önn í skólanum að átta sig á því að póker var hans ástríða og hann tók næstu flugvél til Las Vegas. Antonius náði sínu fyrsta stóra peningaverðlaun í móti í Pokerstars caribbean adventure þar sem hann endaði í 12.sæti og fékk fyrir vikið 34.600$. Seinna um árið 2005 komst hann í pening í þremur WSOP eventum og í september sama ár komst hann á lokaborð á EPT Barcelona þar sem hann endaði í 3.sæti og mánuði seinna vann hann EPT mót í Baden bei Wien fyrir 288.180 evrur. Árið 2005 endaði svo vel fyrir Antonius þar sem hann varð í öðru sæti í WTP five diamond mótinu og tók heim meira en milljón dollara. Fleiri og fleiri skor fylgdu í kjölfarið en Antonius hefur samt sem áður ekki unnið eitt einasta WSOP bracelet. Hann endaði þó í 9.sæti á WSOP Europe main event á seinasta ári. Antonius hefur unnið í heildina 3.375.000$ í gegnum mót í gegnum tíðina.

Antonius er samt kannski meira þekktur fyrir Cash game spilun sína en hann er fastagestur í High stakes póker, poker after dark ásamt fleiri þáttum svo ekki sé nefnt hábita netspilun. Antonius er heads up sérfræðingur og hefur unnið milljónir af dollurum. Frægustu pottarnir eru t.d. þegar Antonius var í hönd gegn Sammy Farha í High stakes poker. Eftir hækkun og endurhækkun kom borð sem taldi, 6t 3s 9t en Antonius var með 9hjh og farha með KtQt. Allir peningarnir fóru inn á floppinu 998.800$ og ákváðu þeir að runna fjórum sinnum. Þrátt fyrir alla möguleikina á að hitta þá hitti Farha einungis einu sinni og Antonius vann því 749.100$ pott.

Einnig er frægur pottur sem Antonius átti gegn Jamie Gold þar sem Antonius hækkaði uppí 4000$ og Jamie Gold endurhækkaði uppí 15.000$ og sagði, mér líður eins og ég sé með ása. Antonius kallaði með AsJt en Gold var með KsKt. Floppið kom qt 10h 3s. Gold veðjaði 15.000$ og Antonius kallaði. Turn kom svo Kh og allir peningarnir enduðu í pottinum samtals 744.000$. Þeir ákváðu að runna þrisvar og Gold húsaði sig í tveim fyrstu en Antonius hélt í þriðja og seinasta.

Antonius er einnig þekktastur fyrir að vinna stærsta pott sem netpóker hefur nokkurn tíman haft en það var gegn Viktor Blom betur þekktur sem Isildur1 þar sem Antonius tók $1,356,946 pott. Þá er einnig skemmtilegt að segja frá því að Patrik Antonius fór í hliðarveðmál gegn Brandom Adams þar sem þeir kepptu á móti hvor öðrum í tennis. Patrik Antonius lagði fram 300.000$ ef Adams mundi vinna gegn 30.000$ hjá Adams. Skemmst er frá því að segja að Antonius vann auðveldan sigur 6-0 og 6-1.

Patrik Antonius er nú að verða 32 ára. Er giftur Mayu Geller og á tvö börn.

Facebook Twitter
I hate to fold a pair 

Zigslick   Iceland. Okt 09 2012 13:27. Athugasemdir 761

like


TeSpartan   Iceland. Okt 09 2012 15:14. Athugasemdir 995

góð lesning og skemmtileg grein, margt sem ég vissi og vissi ekki.

thx,


nICENUTs   Iceland. Okt 09 2012 18:44. Athugasemdir 2672

djöfull er hann orðinn gamall.......

nICENUTs, ég slæ þig ef þú shippar ekki !! 

sindrib   Iceland. Okt 09 2012 21:15. Athugasemdir 348

Gaman af þessu, fleiri svona greinar


nonni   Iceland. Okt 10 2012 02:27. Athugasemdir 122

meira svona takk fyrir kærlega


atlih007   Iceland. Okt 10 2012 05:29. Athugasemdir 1393

Flott grein, var búinn að gleyma að Antonius vann $1,3m pottinn.

Snilldar lesning


Liverbird21   . Okt 11 2012 07:05. Athugasemdir 519

Þetta er gott stuff Maggi. Ertu til í að taka Vanessu Selbst næst ?


leos147   Iceland. Okt 12 2012 09:02. Athugasemdir 3671

Ilari Sahamies væri nice


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir