https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 278 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:24

SNG mót - byrjunaratriði og lágir blindir

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Ýmsar greinar
KariBjorn   Iceland. Jan 16 2009 10:47. Athugasemdir 840

<b>Sit n’ go (SNG) mót eru afar hentug fyrir spilara sem eru í nýbyrjaðir og eru enn að læra grundvallaratriði pókers. Ódýr mót sem eru opin allan sólarhringinn og hafa engan byrjunartíma laða að þá sem vilja aðeins skemmta sér í póker.</b> <img src="http://www.onlinepoker.com/poker-blog//wp-content/uploads/2008/02/poker_chips_vector_by_ellisar.jpg" align="right" border="50"]

Að spila rétt í sit ‘n go móti á ekkert skylt við það sem telst vera rétt spilamennska í „cashgame”. Í „cashgame” er aðalmarkmiðið þitt að velja réttar ákvarðanir samkvæmt „pot odds”, ná hámarksupphæð frá andstæðingum þínum og gefa sem minnst til baka, það skiptir litlu hvort þú spilir „loose” eða „tight”. Í „cashgame” telst það vera rétt að kalla og/eða fara allin ef þú átt 51% í pottnum því til langs tíma litið græðirðu á því, það kallast „expected value” eða „EV”.

<b>Að eiga nægan pening</b>

Þú verður alltaf að eiga nægan pening til að geta spilað póker gróðavænlega. Í SNG mótapóker er afar hentugt að eyða aldrei meira en 3-5% af heildar pókerreikningnum þínum í eitt mót, þó mæli ég með 3% til að spila venjulega og 5% ef þú vilt taka séns á hærri fjárhæðum. Ef þú átt t.d. 200$ ættirðu að spila 5$ mót og mögulega taka séns á 10$ ef þig langar.

<b>Þétt er rétt!</b>

Í SNG mótapóker fljúga flestallar þessar reglur út um gluggann. Til að byrja með er stakkurinn þinn endanlegur í mótum, þ.e. þegar þú klárar peninginn þinn ertu búinn að tapa. Einnig þarftu ekki jafn mikið að hugsa um „EV” fyrir sérstakar hendur en ég fer nánar í það í næstu grein, þar áttu aðeins að hugsa um að komast inn fyrir peningabóluna (á ensku: moneybubble) og þ.a.l. græða á mótinu. Af því að stakkurinn þinn er endanlegur í SNG mótapóker græða þeir mest til langs tíma litið sem spila „tight” til að byrja með þegar blindarnir eru lágir en taka svo meðvitaðar áhættur þegar spilað er á bólunni eða fyrir innan hana. Tökum nokkur dæmi:

Í flestum SNG mótum byrja allir með 1000 eða 1500 spilapeninga og eru fyrstu blindarnir 10/20 eða 15/30 (eða um 50 BB). Að velja réttar hendur til að spila í réttum „position” snemma í móti getur gert gæfumuninn á því hvort þú græðir á mótinu eður ei. Taflan hér fyrir neðan ætti að sýna ágætlega hvaða hendur ættu að spilast úr hvaða sætum snemma í móti. Sæti 1 er UTG og nr. 8 er button, að spila úr og verja blindana er efni í aðra grein sem kemur síðar. Í „raise” dálknum eru hendur sem hægt er að opna með ef enginn hefur raisað á undan þér, í „call” dálknum eru hendur sem ég mæli með kalli ef einhver hefur raisað á undan eða bara opna með limpi.Þessi tafla er enginn heilagur sannleikur og á ég þá aðallega við „call” dálkana, það væru líklegast mistök að kalla með ATs á button ef einhver raisar úr UTG sætinu en þetta er vitaskuld allt aðstæðum háð.

<b>Position, position, position</b>

Flestir spila SNG mót algjörlega andstætt við það sem telst vera rétt, þ.e. spila á margar hendur úr öllum sætum þegar blindarnir eru lágir vegna þess að það er svo ódýrt en gera svo ekki neitt þegar mótið nálgast bóluna. Þú verður að nýta þér þessa veikleika til hins ýtrasta og þegar blindarnir hækka verðurðu að notfæra þér „position” til að stela blindum af þeim sem vilja aðeins þrauka inn fyrir bóluna.

Ef þú lítur aftur á töfluna sýnir hún hversu „tight” þú verður að spila þegar þú ert „out of position” en „loose” þegar þú ert „in position”. Þetta ræðst aðallega af því að þeir spilapeningar sem þú tapar eru verðmætari en þeir sem þú vinnur, þar sem markmiðið þitt í byrjun móts er aðeins að ná inn fyrir bóluna.

Þegar blindarnir eru lágir er einnig hægt að spila gróðavænlega á lág pör til að hitta á sett og „suited connectors”, þar sem þetta eru frábærar hendur til að sjá ódýrt flopp og vinna stóran pott, en þessar jaðarhendur verður nánast alltaf að spila „in position”. Passaðu þig einnig á að fara ekki í stríð með miðlungs hönd, þó þú raisir með ATs og floppið komi T 8 4 þarftu ekki að fara allin.

<b>Að lokum</b>

Vil ég þrýsta enn frekar á hversu mikilvægt það er að spila „tight” til að byrja með, spila flesta potta „in position” nema þegar þú ert með risahönd og að vera alltaf sá sem bettar eða raisar!

<i>Í næstu grein mun ég fara yfir næstu blindralevel, þegar 2-3 spilarar eru dottnir út og útskýra „chip equity” og „money equity” hugtökin.</i>


Facebook Twitter
Ég stel blindunum þínum meðan þú sefur!!!Síðasta breyting: 16/01/2009 10:54

viktorak   Iceland. Jan 16 2009 12:08. Athugasemdir 1416

Það er vel hægt að spila sitngo 9 mann og vera Pro, Jackal69 hefur sannað það og eflaust fleiri, mæli með að horfa á myndböndin hans á Cardrunners ef einhverjir hér eiga aðgang þar inná, mjög góða video og fara vel yfir alla þá þætti sem þarf að læra eins og t.d. ICM (Independet Chip Model) sem er mjög mikilvægur partur í sitngo, ég er bara löngu kominn með leið á sitngo (var líka í ágætu tapi þar, en það þarf ekki að vera þannig fyrir alla, spilaði alltof mörg borð í einu (4-16 í einu) er ein ástæðan og spilaði illa er hin ástæðan ). En samt sem áður mjög góð grein og fer vel yfir flesta þætti í sitngo!

Lays down a monster. The fuck did you lay that down?  

Hlynkinn   . Jan 17 2009 12:24. Athugasemdir 61

ég er ekki frá því að ég sé ekki sammála neinu í þessari grein nema það að spila tight í byrjun

Bara til að vera með smá uppbyggjandi comment hérna þá áttu að raisa AQo í hverrri einustu position í $1 - $11 sng's því þú munt alltaf vera að spila á móti andstæðingum sem calla með veikari ásum og re-raisa AK... Sem gerir það að verkum að hvert einasta A high flop verður einfalt að spila og einfalt að folda ef þúert re-raisaður preflop... Þannig ef þú open foldar AQo utg ertu að missa bunch af equity á þessum litlu limitum..

Enn einsog ég segji eru mjög fáir hlutir í þessari grein sem ég er sammála enn nenni ekki að skrifa um hvern einasta hérna

Og talar líka um að sng sé eitthvað minna gróðvænlegt enn cash games... Þetta er alls ekki satt þetta drasl er allveg jafn gróðvænlegt þó að spilunin á hærri buy-in sng's er að verða ótrúlega góð..


LitliGud   . Jan 19 2009 09:08. Athugasemdir 419

Það er mjög útbreidd skoðun að þegar skoðað er hversu gróðvænlegt spilin eru þá er cash game fyrst, svo multi-table tournaments og svo sit and go.

Og í SNG þá reisa ég AQs alltaf UTG, folda kannski AQo ef borðið er erfitt. Annars hef ég ekki spilað SNG af eitthverju viti í 8 mánuði.

I dont do parallel parking 

nICENUTs   Iceland. Jan 27 2009 16:47. Athugasemdir 2672

Hef aldrei lagt mikla vinnu í að spila sng, hef þó tekið nokkur eins og við allir held ég
Var ekki fyrir svo löngu að ég heyrði eitt komment frá henni Annette_15 sem vann einmitt wsope main event 2007 fyrst kvenna.
Þar sagði hún að hönd eins og QQ ætti maður bara að setja allann peninginn inní miðjuna pre, þeas. þegar þú ert að spila lægri buyin sng-in.
Kannist þið eitthvað við þetta komment? Man nefnilega ekki hvar ég heyrði þetta

nICENUTs, ég slæ þig ef þú shippar ekki !! 

Thoor84   Denmark. Maí 14 2009 08:36. Athugasemdir 616

Svona fyrst þú varst að minnast á Jackal69, þá er ég einmitt að lesa bók eftir hann sem heitir 'secrets of Sit n'go' mjög góð bók og mæli með henni. En ég held að hvaða leikur er gróðvænastur hljóti að fara eftir spilurunum.. Eg spila t.d. nánast engöngu sng mót og hefur gengið mjög vel og náð góðu profiti. Cash game fer eiginlega bara í taugarnar á mer, og ég á það til að missa einbeitinguna og eða bara spila illa eftir dáldinn tíma. En ég vill allavega meina að sng geti verið gróðvænara fyrir suma þó cash sé það fyrir aðra.

LOL.. var að fatta að síðasta komment var í janúar


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir