https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 77 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:01

Vinningslíkur

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Ýmsar greinar
taqtiX   Iceland. Des 17 2008 11:42. Athugasemdir 1356

<b>Reikna vinningslíkurnar á 52.is</b>
Getur notað reiknivélina hjá okkur sem er staðsett niðrí hægra horninu. Ef þú vilt fleiri valmöguleika þá getur þú smellt á Reiknivél og þá opnast stærri gluggi. Reiknivélin styður pókerleikina Hold&#8216;em, Omaha og Stud. Einnig getur þú séð líkurnar á öllum strætum (preflop, flopp og turn) í höndum sem notendur hafa sent inn. Í hverri hönd er t.d. Byrjunarspil(Líkur), ef þú smellir á Líkur á þá opnast lítill gluggi sem sýnir vinningslíkurnar.

<b>Hvernig get ég reiknað líkurnar meðan ég spila?</b>
2/4 reglan
Með 2/4 reglunni er auðvelt að reikna út gróflega réttar vinningslíkur eftir floppið gegn einum andstæðing. Eina sem þú þarft að gera er að telja outs. Formúlan er mjög einföld; Outs x 2 ef þú færð að sjá eitt spil, s.s. annaðhvort turn eða river. Ef þú færð að sjá bæði turn og river þá reiknaru Outs x 4.
Tökum dæmi:
Þú ert með JhTh á floppinu Kh2h3s. Það eru 13 spil í sort og við vitum um 4 hjörtu þannig það eru 13-4 = 9 hjörtu eftir í stokknum. Við höfum þá 9 outs gegn AK eða AA. Til að reikna út hvað séu miklar líkur á að við hittum flush ef við fáum að sjá næsta spil, turn&#8216;ið, þá reiknum við einfaldlega 9 x 2 = 18. Sem gefur 18% líkur en það eru í raun ~20,455%, ekki alveg nákvæmt en gefur þér samt góða tilfinningu fyrir líkunum.

En ef við fáum að sjá tvö spil? Bæði turn og river. Þá reiknum við 9 x 4 = 36. Sem gefur okkur 36% líkur sem er mjög nálægt því sem það er nákvæmlega.

Tökum annað dæmi. Við erum með AcKc á floppinu 2c6c7d. Segjum að andstæðingurinn sé með 88-JJ og hann hefur ekki lauf. Þá erum við með 9+6 = 15 outs. 9 lauf, 3 ása og 3 kónga sem gefur okkur vinningshönd. Ef við fáum að sjá 2 spil, bæði flopp og turn þá reiknum við 15 x 4 = 60. 60% líkur en það eru ~54% í raun, sýnir hvað stórt draw getur verið sterk hönd á flopp.

<b>Reikna líkur gegn ákveðnu range</b>
Með forritinu pokerstove getur þú reiknað líkurnar gegn því range sem þú setur andstæðinginn á. Slóðin á það er http://www.pokerstove.com/pokerstove/ . Tökum dæmi:
Ert að spila gegn mjög tight spilara og setur hann á mjög sterkt range. Þú ert með JJ og þú setur hann á range&#8216;ið QQ+,AK, sem þýðir drottningapar, kóngapar, ásapar og AK. Skv. Pokerstove er JJ einungis 39,4% gegn þessu range og því væri klárlega mistök að setja gosaparið all-in fyrir floppið ef þið eruð báðir með ágætlega stóra stacks.

Facebook Twitter
Im not much for cards but I think these .45s beat a full houseSíðasta breyting: 17/12/2008 11:56

mavoor    . Feb 09 2009 12:33. Athugasemdir 1861

Mjög fín grein, bara eitt sem mig langaði að commenta á, af hverju ertu með 7d 6c 2c á borðinu þegar þú ert að pokerstove-a equity hjá jacks móti QQ+ og AK, mistök geri ég ráð fyrir?

Jacks eru með 36% equity móti QQ+ og AK preflop,

Text results appended to pokerstove.txt

349,310,016 games 0.005 secs 69,862,003,200 games/sec

Board:
Dead:

equity win tie pots won pots tied
Hand 0: 36.190% 35.98% 00.21% 125683776 731868.00 { JJ }
Hand 1: 63.810% 63.60% 00.21% 222162504 731868.00 { QQ+, AKs, AKo }

Ekki það að þetta sé eitthvað mikil breyting, en samt.
Samt sem áður mjög flott grein eins og ég sagði áður..


hkongg   . Mar 05 2009 09:21. Athugasemdir 26

"Með 2/4 reglunni er auðvelt að reikna út gróflega réttar vinningslíkur eftir floppið gegn einum andstæðing"

Af hverju segiru á móti einum andstæðing?


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir