https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 793 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 23:26

Almenn ráð #1

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Greinar f. byrjendur
taqtiX   Iceland. Des 16 2008 05:57. Athugasemdir 1356

Taktu hvert session alvarlega
Ekki vera að tala í símann, horfa á sjónvarpið, spjalla á msn eða lesa vefsíður meðan þú ert í session. Þó að þú sért að spila tight leik, s.s. fáar hendur, notaðu þá tímann milli handa til að fylgjast með andstæðingunum. Hverjir eru að spila margar hendur, hverjir fáar, hver er að tapa/vinna miklu o.s.frv. Það gefur auga leið að tight spilari er líklegri að hafa sterka hönd en loose spilari. Einnig er sá sem að er að tapa miklu eða hefur lent í bad beat líklegur til að spila verra en ella. Ef að hönd fer í showdown opnaðu þá hand history gluggann og athugaðu hvaða hönd(um) var muck‘að. Pældu svo í því hvernig hver og einn spilaði sína hönd, getur sett note í pókerforritinu þínu á hvern spilara til að hjálpa þér að muna hvaða tilhneigingu hann hefur til að spila ýmsar hendur. Taktu eftir því hverjir elska að slowplay‘a, hverjir spila draws hratt, hverjir spila aggressíft/passíft o.s.frv.

<img src="/user_pictures/e86e998c89bceb89158a15d89178dce3.gif" align="right" width="195" border="0" height="294"
<br>Þolinmæði er lykilatriði
Algengustu mistökin á lágum stakes er að spila of margar hendur og kalla of mikið. Það þýðir að gróðavænlegasti spilastíllinn er að spila tight en aggressíft þegar þú hefur hendur. Það er skelfilegt að reyna að vera hetja og yfirspila andstæðingana á lægstu stakes. Þar eru flestir spilararnir bara að spila sína hönd og eru ekkert að spá í hvað þú sért með. Þeir sjá bara 2 lauf í borði og 2stk í þeirra hönd og þeir munu kalla bæði flopp og river til að sjá hvort þeir hitti. Enda hafa þeir ekki hugmynd um hvað pottlíkur eru.
Vertu þolinmóð(ur) og bíddu eftir spilanlegum höndum &#8211; besta leiðin til að verða góður spilari er að spila mjög tight til að byrja með og verða svo örlítið meira loose þegar þú ert komin(n) með slatta af reynslu og farin(n) að spila á hærri stakes gegn betri andstæðingum. Þegar þú treystir þér til prófaðu þá að bæta við fleiri borðum en gerðu það hægt og rólega. Því þú ert að spila svo fáar hendur þá er nægur tími til að spila á nokkrum borðum.
<br>
Til að verða topp spilari þarftu að spila mikið
Það hjálpar að sjálfsögðu heilmikið að stúdera póker eins og þú getur. Sérstaklega til að byrja með mæli ég með að þú lesir allt það sem þú kemst í, en þó ber að taka allt sem þú lest með fyrirvara eins og með allt annað. Meira að segja topp spilarar eru ekki sammála um allt enda er það bara gott mál sem sýnir hvað póker er flókið fyrirbæri. Ágætis hlutfall að mínu mati við að spila:stúdera er 3:1, þ.e. nota 75% af tímanum í spilun og 25% í að stúdera. En það fer auðvitað bara eftir hverjum og einum, að sjálfsögðu gott að lesa eins mikið og menn eru tilbúnir til.
Reynslan skiptir samt gífurlegu máli. Alveg sama hvað þú lest mikið þá þarftu æfingu til að spila alltaf eins vel og þú getur. Heilinn þarf þjálfun til að halda einbeitingunni í langan tíma, það er svo mikið af upplýsingum sem þú þarft að meðtaka. Eins og kaninn segir &#8222;there is no substitute for experience&#8220; sem mér finnst eiga betur við en æfingin skapar meistarann.
<br>
Ekki láta tilfinningarnar ráða ferðinni
Einbeittu þér að því að spila hendurnar þínar rétt. Eina sem skiptir máli er að þú spilir hendurnar þínar eins best og þú getur. Útkoman er algjört aukaatriði. Yfir langan tíma fá allir sömu hendur, allir jafn mörg bad beats og jafn marga cooler&#8216;a. Það sem skilur á milli toppspilara og meðalspilara er að toppspilarinn spilar betur þegar verr gengur. Ekki eyða orku í að vorkenna sjálfum þér og hugsa hvað þú sért óheppin(n). Verður að geta einbeitt þér að þessari hönd sem þú ert að spila núna og spila hana eins vel og þú getur. Veist að ef þú ert sigurvegari á þessum stakes sem þú ert að spila þá muntu enda í hagnaði eftir ákveðinn langan tíma.
Það er mannlegt eðli að spila lengur þegar það gengur illa en spila styttra þegar vel gengur. Reyndu að snúa þessu við og spila lengur þegar vel gengur, það er góð regla að ákveða fyrirfram hvað þú ætlir að spila lengi eða hversu margar hendur. Nema ef þú ert farin(n) að spila illa, gera stór mistök og tilt&#8216;a. Þá skaltu hætta strax í session og taka þér góða pásu og mæta svo síðar þegar þú getur einbeitt þér almennilega. Þú skalt aldrei fara á hærri stakes ef þér gengur illa til að vinna upp tapið hraðar. Það er góð leið til að tapa miklu meira eða jafnvel öllu bankroll&#8216;inu þínu.

Facebook Twitter
Im not much for cards but I think these .45s beat a full houseSíðasta breyting: 20/12/2008 23:47

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir