https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 77 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:19

Að velja rétt borð

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Greinar f. byrjendur
KariBjorn   Iceland. Jan 12 2009 10:38. Athugasemdir 840

Að velja sér rétt borð til að sitja við er hæfileiki í sjálfu sér, þú ert að skapa þér aðstæður til þess að geta hagnast sem best. Þannig að þegar þú kveikir á tölvunni þinni til að spila póker og þá aðallega peningapóker, verðurðu að vita við hvaða borð er hentugast að sitja við. Í venjulegum spilavítum fá spilarar sjaldan að velja sér borð en í netheimum færðu ekki aðeins að velja þér borð, þú færð einnig að vita allt mögulegt um spilarana á borðinu áður en þú „sest” við það.

Í aðalvalmynd pókerforritsins þíns ættu að vera margar tölur til hliðar við hvert borð, að skilja og síðar notfæra sér þessar tölur ætti alltaf að vera fyrsta góða ákvörðunin þín þegar þú sest fyrir framan tölvuna. Ekki öll forrit notast við sömu tölurnar en ég ætla að telja upp og útskýra þær sem eru vinsælastar og nauðsynlegast er að vita um:

<b>Avg. Pot</b>: Segir til um hversu stór meðalpotturinn er, oftar en ekki eru 10 síðustu pottar sem hafa náð á a.m.k. flop notaðir til að reikna það út.

<b>P/F</b>: Sýnir hversu margir spilarar sjá floppið að staðaldri, þessi tala er oftast prósenta af síðustu 10-20 pottum og segir þér nákvæmlega hversu „loose” eða „tight” þeir sem eru við borðið eru að spila. Prósentan hækkar þegar spilamennskan er „loose” og öfugt. Stundum er stóri blindur ekki tekinn með í þessa prósentu en það á ekki við um allar síður.

<b>H/hr</b> : Hversu margar hendur eru að jafnaði spilaðar á klukkustund. Hefur ekki mikið vægi en hentugt er að velja sér borð með færri hendur að jafnaði ef maður hyggur á að spila á mörgum borðum í einu.

<b> Waiting list</b> : Ef það komast ekki fleiri spilarar á borði geturðu skráð þig á biðlista en þú verður alltaf að taka með í reikninginn ef þú velur þér gott borð til að spila á, að biðlistinn sé ekki of langur, því þegar kemur að þér að spila geta aðstæðurnar við borðið orðnar allt aðrar en þegar þú skráðir þig.Hér að ofan er mynd af aðalvalmynd pókerforrits, ég er búinn að setja hring utan um það sem þú þarft að huga að. Hérna hef ég valið borðið Shadows sem er með 0,1$ litla blind og 0,2$ stóra blind. Borðið er fullt eins og er en það er enginn á biðlistanum, meðalpottur er 4,53$ sem er u.þ.b. miðgildi miðað við hin borðin sem sjást. 30% spilaranna sjá floppið og eru það þá 3 af 10 við borðið að meðaltali. 114$ eru á borðinu en það sem skiptir meira máli er að þeir dreifast jafnt, 4 spilarar eru með stóran stakk, 2 eru með miðlungs og 4 eru með lítinn. Varðandi pening á borðinu er góð regla: því meira, því betra. Einnig ber að varast að spila á borðum með mörgum sem kaupa sig inn fyrir það minnsta (4$ í þessu tilviki) því þeir eru gjarnan aðeins að leita að topphönd til að setja allt inn á.

Þetta er 100% borð sem ég myndi spila á, það er enginn biðlisti, spilamennskan er greinilega nokkuð „loose” en meðalpottur er ekkert alltof stór sem þýðir að það sé talsvert um að menn foldi á floppi eða turn og það eru um 6 stakkar á borðinu (1 stakkur er 20$ á þessu borði) sem er ágætt.

Til að summa allt upp í lokin ættirðu alltaf að leita þér að borði þar sem margir spilarar sjá floppið, pottarnir eru aðeins yfir meðaltalinu og 5-6 stakkar eru á (u.þ.b. 4 stakkar fyrir 6max borð).


Facebook Twitter
Ég stel blindunum þínum meðan þú sefur!!! 

taqtiX   Iceland. Jan 12 2009 11:49. Athugasemdir 1356

Borðaval er mjög mikilvægt og það er líka e-ð sem ég má bæta sjálfur. En það sem ég mæli með er að æfa ykkur í að skipta út borðum í miðju session. Ef borð er orðið lélegt, mikið af miðlungs til góðum spilurum þá er um að gera að hætta á borðinu og finna sér eitthvað nýtt. Því minni yfirburði sem þú hefur því meiri eru sveiflurnar. Einn lélegur spilari á borðinu er nóg til að breyta slæmu borði í mjög gott borð. Æfið ykkur í í að fara á biðlistann á borðum sem líta út fyrir að vera ágæt og fylgist með af og til hvort að gott borð sé að byrja. Það getur reynst erfitt að standa í þessu í miðju session, skipta út borðum og fara á biðlista en það kemur með æfingunni og margborgar sig til lengra tíma litið.

Im not much for cards but I think these .45s beat a full houseSíðasta breyting: 14/01/2009 08:29

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir