https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 72 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:29

HotChip um NLHE: 3bet fyrir flopp

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Greinar f. lengra komna
HotChip   Iceland. Okt 17 2010 11:45. Athugasemdir 4190

Til að byrja með vil ég taka fram að ég er lágbita (e. Low Stakes) NLHE peningaleiks (e. Cash Game) spilari og fókusa minni spilamennsku aðallega að 6 manna borðum (e. 6-Max). Að því sögðu, þá eru allar eftirfarandi pælingar mínar sprotnar út frá þeim leikjum sem ég spila persónulega. Þó má líklega yfirfæra þetta flest yfir á 9 manna borð (e. Full Ring) líka.
Ég hef verið að kynna mér 3bet pælingar úr öllum áttum til þess að bæta pókerleikinn minn, á pókerspjallborðum, -vefsíðum, -myndböndum, -bókum sem og öðrum formum af pókerfróðleik sem ég hef komist yfir undanfarna daga. Engin ein pókergrein, -myndband eða -bókatexti er heilagur (nema kannski G-Bucks eftir Phil Galfond) en flest allt inniheldur góða punkta sem vert er að gefa gaum. Eftir að hafa punktað niður athyglisverða punkta hér og þar um 3bet fyrir flopp hef ég ákveðið að deila með ykkur þeim fróðleik sem ég hef lært undanfarna daga og þeim ályktunum sem ég hef dregið frá honum. Tilgangur þessara skrifa er að læra þetta betur sjálfur og til að fá gagnrýni frá pókersamfélaginu. Endilega njótið og vonandi lærum við allir/öll eitthvað nýtt.

Smá Inngangur

Ég spila nokkuð venjulegan þröng-árásarhneigðan (e. TAG) stíl (c.a. VPIP 20, PFR 15) sem er góð leið til að sigra lágbita NLHE í dag. En það má alltaf gera betur, ein helstu mistök pókerspilara er að halda að hann sé nú þegar búinn að læra allt sem hægt er að læra um þennan fallega leik. Í 99+% tilfella er það ekki raunin. Venjulega þegar maður sest niður á lágbita borð á netinu sér maður 3-4 vana spilara (e. Reg) og 1-2 óvana spilara (e. Donk). Vönu spilararnir spila nær undantekningarlaust þröngan (e. Tight) spilastíl. Óvönu spilararnir spila nær undantekningarlaust lausan (e. Loose) spilastíl. Spilamennskan gengur vanalega þannig fyrir sig að vönu spilararnir skiptast á að eiga við óvönu spilarana og reyna að forðast hvorn annan. Sem er í raun gróðvænlegt til lengri tíma fyrir vönu spilarana, EN þó leikaðferð (e. Game Strategy) sé að skila hagnaði fyrir ákveðinn spilara til langs eða skamms tíma þýðir það EKKI að ekki sé til betri leikaðferð fyrir umræddan spilara. Ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti náð meiri pening af vönu spilurunum, því jú þeir eru oftast fleiri við borðið en óvönu spilararnir. Ég renndi í gegnum tölfræðina (e. Stats) í pókerforritinu (e. Tracker) mínu og ein tala stakk mig. Ég var með 3bet prósentu upp á einungis 5%. Á meðan var ég að kalla hækkun (e. Raise) fyrir flopp í 12% tilvika. Þetta bil fannst ég mér þurfa að brúa til þess að skerpa á árásarhneigð (e. Aggression) minni fyrir flopp.

3bet gegn þröngum spilurum

Eðlilegt handamengi (e. Range) hjá vönum spilara í fyrstu stöðu (e. UTG) inniheldur eftirfarandi handasamsetningar (e. Hand Combo): 22-AA, AT+, KQo, KTs+, QTs+ og JTs+. Við gerum ráð fyrir að vanur spilari bjóði (e. bet) alltaf út með þessum höndum en haltrar (e. Limp) aldrei. Þetta handamengi þýðir að hinn “venjulegi” vani spilari býður út í fyrstu stöðu í 13,4% tilvika. Ef þið trúið mér ekki ýtið á “spoiler”.

+ Sýna spoiler +Trúið þið mér núna? Allt í lagi þá, stóra spurningin er hins vegar þessi: Með hversu stórum hluta af handamengi sínu mun þessi “venjulegi” spilari halda áfram höndinni ef við 3bettum hann úr 2.-4. stöðu (e. Hijack-BTN)? Auðvitað er það mismunandi eftir spilurum, en algengt er að þröngir spilarar halda aðeins áfram höndinni með algjörar gæðahendur (e. Premium Hand). Þá er ég að tala um handamengi sem inniheldur eftirfarandi handasamsetningar: JJ+, og AK (Kannski TT og AQs í helming skiptana en til einföldunar skulum við sleppa þeim í bili). Þessar gæðahendur innihalda aðeins 3% af mögulegum handasamsetningum í póker. Sjá spoiler:

+ Sýna spoiler +Eruð þið ennþá að fylgja mér? Þá er það rúsínan í pylsuendanum: Hversu oft er þessi “venjulegi” þröngi spilari með gæðahönd, að því gefnu að hann hafi hækkað úr fyrstu stöðu? Með öðrum orðum, hversu oft mun þessi spilari halda áfram höndinni eftir að við 3bettum hann? Svarið er í 23% tilvika mun hann halda áfram með höndina. Það sem merkilegra er, hann mun pakka höndinni í 77% tilvika. Já ég veit, þetta er ansi stór biti til að kyngja. Fyrir nánari útreikninga sjá spoiler:

+ Sýna spoiler +Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að hinn “venjulegi” spilari pakkar oftar en þrisvar af hverjum 4 skiptum eftir að hækkun hans úr fyrstu stöðu er 3bettuð. Hvernig getum við nýtt okkur þetta? Ég skal koma með dæmi. Við erum að spila 50NL við þennan “venjulega” þrönga spilara og hann opnar í fyrstu stöðu með því að bjóða út $1,5. Virkir staflar (e. Effective Stack) eru 100 stórir blindar (e. BB). Það er pakkað til okkar á hnappnum (e. Button) og við 3bettum upp í $5. Til þess að 3bettið okkar eigi að koma út á sléttu (e. Break Even) fyrir flopp þá þurfum við að taka niður pottinn í u.þ.b. 69% tilvika. Útreikningar í spoiler:

+ Sýna spoiler +Sú staðreynd að spilarinn pakkar oftar en í 69% tilvika (í okkar tilviki 77%) þýðir að við getum 3bettað þennan spilara með öllum okkar handasamsetningum (e. Any two) og komið út í gróða (Að því gefnu að spilarinn aðlagi (e. Adjust) sig ekki). Það er þó ekki ráðlegt því þannig spilamennska virkar ekki til lengdar þar sem flestir vanir spilarar munu aðlaga sig gegn of miklu einelti. En það sem við getum gert er að vera óhræddir við að 3betta þennan spilara þegar við eigum stöðu (e. Position) á hann, án þess þó að ofgera því og koma upp um okkur. Við höfum sýnt fram á það að með því að 3betta þennan spilara hér skilar okkur hagnaði til lengdar með því að taka niður pottinn fyrir flopp, svo bætist við ávinningur þegar maður áttar sig á þeirri staðreynd að alltaf þegar spilarinn ákveður að kalla 3bettið þá eigum við stöðu á hann. Sú staðreynd getur bætt upp fyrir naumlega neikvætt væntigildi (e. EV) þegar við erum að spila gegn örlítið lausari spilara sem t.d. myndi aðeins pakka 65% af höndunum gegn 3betti eftir að hann hækkar úr fyrstu stöðu. Staða er jú lykilatriði í NLHE. Ef 3bettið okkar er kallað þarf þó að sýna aðgát vegna þess að spilarinn heldur líklega á mjög sterkri hönd, þess vegna megum við ekki missa okkur með AT t.d. á A-x-x borði.

Þó þetta langa dæmi sem ég gaf ykkur eigi ekki alltaf 100% við þá gefur það nokkuð góða mynd af sannleikanum. Hann er sá að það er algjör óþarfi að vera hræddur við að 3betta þröngan spilar sem hækka úr fyrstu eða annarri stöðu þegar við erum í stöðu á eftir þeim. Þó að handamengið þeirra sigri kannski auðveldlega hendur eins og 6s7s, 3d3c og JcTc þá þýðir það ekki að það sé endilega óráðlegt að 3betta þá með slíkum höndum, því eins og við höfum farið yfir, þá pakka þeir stórum hluta af handamengi sínu gegn 3betti úr stöðu og ef þeir kalla þá eigum við stöðu á þá. Hafa skal þó varann á ef við erum að etja við ofurþröngann (e. Super Tight) spilara, spilara sem er með statistík upp á VPIP 3 PFR 3 eða eitthvað álíka. Þessi spilari er BARA með gæðahendur í handamenginu sínu. Þ.a.l. pakkar hann nær ALDREI gegn 3betti.

Án þess að fara of náið í 3bet gegn vönum spiluru úr stöðu, þá mæli ég með því að 3betta með mun þröngara handamengi úr stöðu heldur en í stöðu gegn þeim þar sem vönu spilararnir kunna að nýta sér stöðu sýna. Þ.a.l. opnað kall-handamengið (e. Calling Range) sitt í stöðu með ýmsum pörum og lituðum tengispilum (e. Suited Connectors). Þ.a.l. minnkar pakkprósentan (e. Fold To 3bet) þeirra við 3betti til muna sem gerir 3bettið okkar úr stöðu ógróðvænlegra með meðalstyrks höndum (e. Marginal hand).

Taka skal fram að auðvitað geta margar af þessum forsendum sem ég hef gefið mér breyst hér og þar, handamengi stækkað/minnkað, pakkprósenta stækkað/minnkað og þar fram eftir götunum. Tilgangur þessara skrifa er ekki sá að koma með hinn heilaga sannleika um 3bet fyrir flopp, heldur að gefa ykkar góða nálgun á raunverulegum aðstæðum sem þið getið svo túlkað sjálfir og beitt eftir ykkar höfði.

3bet gegn lausum spilurum

Engar áhyggjur, ég ætla ekki að skrifa jafnlangan pistil og ég gerði um þröngu spilarana. En ég vil aðeins nefna nokkra hluti hvað þetta efni varðar. Að því sem ég best kemst þá er best (e. Optimal) að 3betta lausa spilara, þá sértaklega óvana spilara, aðeins með gæðahöndum. Spilararnir sem ég er með í huga eru með statistík sem er einhvern veginn á þessa vegu: VPIP 70, PFR 35. Þessir spilarar pakka nær aldrei gegn 3betti. Það þýðir að þegar þú ákveður að 3betta þá í stöðu með KdQd, þeir kalla og borðið les 2h6h7s þá veistu ekkert hvar þú stendur. Þær gætu átt allt frá 2s7d til Ac3c. Vandamálið er líka það að ef þú cbettar þá eru þeir aldrei að fara að pakka parinu sínu eða betra. Þess vegna er best að bíða þolinmóður eftir gæðahöndunum (TT+ og AQ+) og halda áfram þaðan. Það virðist nefnilega vera algengur hugsunarháttur hjá spilurum að telja það góða hugmynd að 3betta óvönu/lausu spilarana mikið vegna þess að það er svo auðvelt að sjá við þeim (e. Outplay) eftir flopp. Með þeim hugsunarhætti réttlæta menn að 3betta þessu spilara með 6h7h og verða svo hissa á river þegar allur peningurinn er kominn inn og þeir tapa með lægri lit gegn Kh3h hjá andstæðingnum (e. Villain).

Ekki þarf að hugsa of mikið um stöðu þegar við erum að ákvarða 3bet gegn óvönum spilurum þar sem þeir kunna ekki að nýta sér hana. En þó getur aldrei sakað að vera með stöðu á þessa spilara, það er bara mun minni hluti af jöfnunni heldur en gegn vönu spilurunum. Sérstaklega þar sem við erum í raun bara að 3betta óvönu spilarana með gæðahöndum sem við erum til í að virðisbjóða (e. Value Bet) á öllum strætum (e. Street).

3bet stærð fyrir flopp

Ég vil aðeins koma inn á þetta umræðuefni. Þegar ég er að 3betta fyrrnefnda spilarann sem við ræddum um, þann þrönga, þá vil ég betta nógu stórt til að gera það óhagstætt fyrir hann að halda áfram með lágu pörin sín í tilraun til að floppa þrennu (e. Set). Þá er ég að miða við að virkir staflar séu u.þ.b. 100 stórir blindar. Með því að gera það þá er ég að hækka pakkprósentuna umtalsvert með því að taka út allt að 54 handasamsetningar úr áframhaldandi handamenginu hans. Gegn þessum spilara reyni ég þó að hafa stærðina á 3bettinu mínu alltaf þá sömu svo hann hafi ekki vísbendingu (e. Tell) um höndina mina þegar ég 3betta hann. Hins vegar þegar ég er að 3betta óvana/lausa spilarann sem við ræddum um nú síðast, þá vil ég 3betta stórt til þess að fá meiri ávinning (e. Value) á gæðahendurnar mínar, því jú ég 3betta þennan spilara bara með gæðahöndum og hann er mjög ónæmur fyrir óeðlilegum stærðum á 3bettum. Gegn þessum spilara hef ég engar áhyggjur af því að 3betta alltaf mismunandi upphæðir, því eins og ég tók fram þá er hann ónæmur fyrir óeðlilegum 3bet stærðum.

Niðurstaða

Ertu ennþá að lesa? Gott, vonandi ertu búinn að koma auga á leka (e. Leak) í spilamennskunni þinni og getur nú farið að vinna í því að leiðrétta hann. Ef ekki, þá ertu Himmi (e. Legend) og átt ekkert eftir ólært . En að öllu gamni slepptu þá eftir smá rannsóknarvinnu, er niðurstaðan mín í stikkorðum þessi:

Það er gróðvænlegt að:
- 3betta venjulega þrönga spilara í stöðu “hæfilega” mikið með stóru handamengi (Nógu mikið til að fullnýta ávinningin af pakkprósentunni þeirra, en ekki of mikið þannig að þeir byrji að aðlaga sig gegn ítrekuðum 3bettum frá þér.)
- 3betta venjulega þrönga spilara úr stöðu nær eingöngu með gæðahöndum (Til þess að taka frá honum styrk stöðu sinnar (e. Power of position).
- 3betta lausa spilara nær eingöngu með gæðahöndum hvort sem þú ert í stöðu eður ey.
- 3betta lausa spilara nógu stórt til þess að hámarka ávinning þinn á hverja hönd fyrir sig.
- Að halda 3bet stærð þinni nær óbreyttri gegn vönum spilurum til þess að forðast að gefa upp styrk handar þinnar.

Það er ógróðvænlegt að:
- Pakka of mikið gegn venjulegum þröngum spilurum sem hækka úr stöðu.
- 3betta of mikið venjulega þrönga spilara úr stöðu.
- 3betta lausa óvana spilara ítrekað með stóru handarmengi
- 3betta lausa óvana spilara lágt með gæðahöndum af hræðslu við að þeir pakki gegn stærra 3betti
- 3betta lausa óvana spilara mjög hátt í von að þeir pakki örugglega
- Haga 3bet stærðinni þinni eftir gæði handar þinnar gegn vönum spilurum. (Þannig gefur þú upp styrk handar þinnar)

Ef þið hafið eitthvað til málanna að leggja megið þið endilega koma með ykkar innlegg. Öll gagnrýni, góð eða slæm, er vel þegin.

Takk fyrir mig

HotChip

Facebook Twitter
All war is based on deception - Sun TzuSíðasta breyting: 18/10/2010 06:33

forstjori   Iceland. Okt 17 2010 13:42. Athugasemdir 178

Fín ritgerð hjá þér. Ég held reyndar að sumir TAG 50 nl og upp séu ekki að opna svona vítt UTG en sumir gera það eflaust.

annars er ég að fíla allar þessar íslensku þýðingar hjá þér.


JohnnyRoman   Iceland. Okt 17 2010 14:02. Athugasemdir 1120

Drulluflottur pistill

Bill Lumbergh: Oh, and remember: next Friday... is Hawaiian shirt day. So, you know, if you want to, go ahead and wear a Hawaiian shirt and jeans.  

Diddi Kriss   Iceland. Okt 17 2010 16:58. Athugasemdir 442

Ekki mikið um slæma gagnrýni á þetta hjá þér

Ship it niggas 

taco   Iceland. Okt 17 2010 19:16. Athugasemdir 1140

Mjög fínt að lesa þetta og minna sig á það af hverju maður 3-bettar
+ Sýna spoiler +


mavoor    . Okt 17 2010 20:13. Athugasemdir 1861

Flottur, vel skrifuð grein og flott innihald sem ætti að geta hjálpað hverjum sem er sem vill vinna betur í 3bets.
Mér finnst nú prósentan þín (5%) ekkert rosalega lág, ég er með 3% 3bet og ég er samt full meðvitaður um það sem kom fram í greininni. Viðurkenni nú samt að ég nýti kannski ekki öll tækifæri sem ég fæ...
Eitt sem ég vildi kommenta á, og það er þegar þú ert að tala um að 3betta á móti lélegum spilurum, og mælir gegn því að 3betta með KQs vegna þess að hann gæti kallað með hvaða hendi sem er og mun aldrei folda pari á floppinu. Er nokkuð viss um að þú munir græða rosalega á því að 3betta þennan félaga með KQs, þótt þú check/foldir flest flop sem að þú hittir ekki par á.
Mættir tala meira um 3bet stærðir, flottir punktar sem þú kemur með samt.
Svo segirðu að það sé ógróðvænlegt að "pakka mikið gegn venjulegum þröngum spilurum sem hækka úr stöðu." - Þetta gæti kannski gefið einhverjum ranghugmyndir um það hversu mikið þeir eiga að vera að 3betta þessa gæja. Það er frekar standard að pakka mikið gegn þröngum spilurum sem opna úr EP, en hins vegar er alveg rétt að það er slæmt að pakka OF mikið gegn þeim, ef að þeir eru að bjóða uppá það að þú stelir af þeim pening með því að 3betta sem bluff.


HotChip   Iceland. Okt 18 2010 06:31. Athugasemdir 4190

Takk fyrir mjög góð viðbrögð til þessa

  Þann Október 17 2010 13:42 skrifaði forstjori:
Ég held reyndar að sumir TAG 50 nl og upp séu ekki að opna svona vítt UTG en sumir gera það eflaust


Það gæti verið rétt hjá þér, en eins og ég tók fram þá eru þessi skrif mín ekki ætluð til að gefa eina rétta mynd af raunveruleikanum heldur til að gefa ykkur hugmynd um hvernig hann er, einhversskonar nálgun sem þið sjálfir getið yfirfært yfir á ykkar leik. Mín persónulega nálgun á raunveruleikanum er að UTG handamengið hjá venjulegum þröngum spilurum sé eitthvað á þessa leið sem ég nefndi í textanum, þín upplifun af þessum bitum gæti verið allt önnur. Aðalatriðið er að hugsunarhátturinn komist til skila, alla rökfræði og útreikninga í textanum má auðveldlega aðlaga að örlítið breyttum forsendum.

  Þann Október 17 2010 20:13 skrifaði mavoor:
1. Eitt sem ég vildi kommenta á, og það er þegar þú ert að tala um að 3betta á móti lélegum spilurum, og mælir gegn því að 3betta með KQs vegna þess að hann gæti kallað með hvaða hendi sem er og mun aldrei folda pari á floppinu. Er nokkuð viss um að þú munir græða rosalega á því að 3betta þennan félaga með KQs, þótt þú check/foldir flest flop sem að þú hittir ekki par á.

2. Svo segirðu að það sé ógróðvænlegt að "pakka mikið gegn venjulegum þröngum spilurum sem hækka úr stöðu." - Þetta gæti kannski gefið einhverjum ranghugmyndir um það hversu mikið þeir eiga að vera að 3betta þessa gæja. Það er frekar standard að pakka mikið gegn þröngum spilurum sem opna úr EP, en hins vegar er alveg rétt að það er slæmt að pakka OF mikið gegn þeim, ef að þeir eru að bjóða uppá það að þú stelir af þeim pening með því að 3betta sem bluff.


1. Já ég greip kannski of djúpt í árina með því að mæla gegn því að 3betta KQs gegn þessum spilurum, það er líklega gróðvænlegt til lengdar. KTo hefði kannski verið meira í rétta átt.

2. OF mikið var einmitt það sem ég var að meina, tek mér bara það bessaleyfi að leiðrétta það núna á stundinni, takk fyrir þetta

All war is based on deception - Sun Tzu 

Toranga   Iceland. Okt 18 2010 08:05. Athugasemdir 438

Mér finnst vanta implied odds og position (hijack cuttof button smallblind bigblind) í þennan pistil, grinderar/reggs spila ekki endilega á hendurnar sem þeir eru með heldur mun frekar eftir implied odds og í hvaða position þeir eru þeir raisa lighter í hijack, cuttof og button en nokkurstaðar annarstaðar. sérð það á attempt to steal stöttunum ef þeir stattar eru 40% eða meira þá er spurning um að 3betta úr smallblind eða bigblind mjög oft ef þeir adjusta við því þá er bara að shova.

ef þú ert að spila á móti tag spilara sem yfirspilar hendurnar sýnar þá er í 90% tilfella rétt að kalla 3b frá honum með any2 því ef þú floppar vel þá nærðu öllu af honum.

Ég er ekki hrifinn af því að 3betta hærra en implied odds ef þú ert með par þá ertu að fá 7,5 á móti einum á að floppa setti, dæmi

AdAs 81,114%
6d6s 18.886%

JdTd 20,604%
AdAs 79.396%


nl10, það er 30c bet fyrir framan þig og allir með 10$ stack til þess að ná út implied odds í að einhver gæji kalli þig til að tdsetmina þarftu að 3betta 1,70$ sirka sem er einstaklega hátt 3bett ég hef séð gæja gera þetta og ég kalla þá miskunarlaust til að sucka þá út eða 4 betta því ég geri mér fulla grein fyrir því hvað þeir eru að gera.

Eins tag spilarar sem eru með 100%cbet afhverju það er 100% profittable að kalla þessa gæja útúr pos einfaldlega til að checkraisa þá = instant win

5% 3b er mjög hátt í microstakes, þú foldar þá fyrir 4betti í 3,4% tilfella öll kombó af aa kk ak eru 1,6% og að maður tali nú ekki um tilfellinn sem maður foldar AK fyrir 4betti.

Það er mikill miskilningur að allir grinderar séu winning players ég hef flett upp öllum þeim sem ég spila oft við og það eru mjög fáir af þeim winning players þó svo að þeir séu að spila 10/8 tag, það eru nefninlega mismunandi strött á móti mismunandi players mér finnst alltaf verðmeira að stacka winning player heldur en loosing player.

ég er jafnhrifinn af því að kalla 3bet útúr pos og í pos eins er ég jafn hrifin af því að 3b í pos og útúr pos
mér finnst ekki skipta jafn miklu máli í hvaða pos ég er þar þar sem ég checka í 95% til original raiser og cbetta 95% ef ég er original raiser ef einhver er með 90-100%cbet þá kalla ég venjulega eitt skot bara til að sjá hvað viðkomandi gerir á turninu þegar ég checka til hanns.
Nema ég vilji koma því öllu inn eftir flop með einhverja hendi eins og flushdraw+straightdraw+gutshot þá gæti ég mögulega bettað inní einhvern en það fer mjög mikið eftir því á móti hverjum ég er að spila.

Ég er ekki hrifinn af því að kalla með easilly dominated hendur 3bet svo sem KQ KJ K10 AJ AQ QJ en það er fínt að kalla með þessar hendur ef þú getur foldað pari.

það er til fold equitty formúla sem er sniðugt að skoða varðandi mismunandi spott.

x = Breakeven Folding Frequency P= Current size of pot
L = Maximum Loss W= Maximum Gain
V = Villain's Equity H= Heroes equity
0 = XP + (1 -X)(LV + WH)

Getur einnig smellt tölunum hingað inn
http://dailyvariance.com/fold-equity-calculator/

Mjög sniðugt að fara yfir session smella höndum inn þarna til að sjá hvaða potta maður hefði getað tekið niður samkvæmt þessum tölum.

En þó svo að þessar pælingar séu allar virðingaverðar þarf maður mjög lítið að spá í þessu fyr en maður er komin í nl400-5000 því ef maður skilur basic handreading þá skilur maður líka að það er aldrei neinn með neitt og að maður ætti ekki að gefast upp á öllum pottum/floppum sem maður hittir ekki.

you´d rather french kiss a rattle snake then mess with me boySíðasta breyting: 18/10/2010 08:09

HotChip   Iceland. Okt 18 2010 15:06. Athugasemdir 4190


  Þann Október 18 2010 08:05 skrifaði Toranga:
1. Mér finnst vanta implied odds og position (hijack cuttof button smallblind bigblind) í þennan pistil, grinderar/reggs spila ekki endilega á hendurnar sem þeir eru með heldur mun frekar eftir implied odds og í hvaða position þeir eru þeir raisa lighter í hijack, cuttof og button en nokkurstaðar annarstaðar. sérð það á attempt to steal stöttunum ef þeir stattar eru 40% eða meira þá er spurning um að 3betta úr smallblind eða bigblind mjög oft ef þeir adjusta við því þá er bara að shova.

2. ef þú ert að spila á móti tag spilara sem yfirspilar hendurnar sýnar þá er í 90% tilfella rétt að kalla 3b frá honum með any2 því ef þú floppar vel þá nærðu öllu af honum.

3. Ég er ekki hrifinn af því að 3betta hærra en implied odds ef þú ert með par þá ertu að fá 7,5 á móti einum á að floppa setti, dæmi

AdAs 81,114%
6d6s 18.886%

JdTd 20,604%
AdAs 79.396%


nl10, það er 30c bet fyrir framan þig og allir með 10$ stack til þess að ná út implied odds í að einhver gæji kalli þig til að tdsetmina þarftu að 3betta 1,70$ sirka sem er einstaklega hátt 3bett ég hef séð gæja gera þetta og ég kalla þá miskunarlaust til að sucka þá út eða 4 betta því ég geri mér fulla grein fyrir því hvað þeir eru að gera.

4. Eins tag spilarar sem eru með 100%cbet afhverju það er 100% profittable að kalla þessa gæja útúr pos einfaldlega til að checkraisa þá = instant win

5. 5% 3b er mjög hátt í microstakes, þú foldar þá fyrir 4betti í 3,4% tilfella öll kombó af aa kk ak eru 1,6% og að maður tali nú ekki um tilfellinn sem maður foldar AK fyrir 4betti.

6. Það er mikill miskilningur að allir grinderar séu winning players ég hef flett upp öllum þeim sem ég spila oft við og það eru mjög fáir af þeim winning players þó svo að þeir séu að spila 10/8 tag, það eru nefninlega mismunandi strött á móti mismunandi players mér finnst alltaf verðmeira að stacka winning player heldur en loosing player.

7. ég er jafnhrifinn af því að kalla 3bet útúr pos og í pos eins er ég jafn hrifin af því að 3b í pos og útúr pos
mér finnst ekki skipta jafn miklu máli í hvaða pos ég er þar þar sem ég checka í 95% til original raiser og cbetta 95% ef ég er original raiser ef einhver er með 90-100%cbet þá kalla ég venjulega eitt skot bara til að sjá hvað viðkomandi gerir á turninu þegar ég checka til hanns.
Nema ég vilji koma því öllu inn eftir flop með einhverja hendi eins og flushdraw+straightdraw+gutshot þá gæti ég mögulega bettað inní einhvern en það fer mjög mikið eftir því á móti hverjum ég er að spila.

8. Ég er ekki hrifinn af því að kalla með easilly dominated hendur 3bet svo sem KQ KJ K10 AJ AQ QJ en það er fínt að kalla með þessar hendur ef þú getur foldað pari.

9. það er til fold equitty formúla sem er sniðugt að skoða varðandi mismunandi spott.

x = Breakeven Folding Frequency P= Current size of pot
L = Maximum Loss W= Maximum Gain
V = Villain's Equity H= Heroes equity
0 = XP + (1 -X)(LV + WH)

Getur einnig smellt tölunum hingað inn
http://dailyvariance.com/fold-equity-calculator/

Mjög sniðugt að fara yfir session smella höndum inn þarna til að sjá hvaða potta maður hefði getað tekið niður samkvæmt þessum tölum.

10.En þó svo að þessar pælingar séu allar virðingaverðar þarf maður mjög lítið að spá í þessu fyr en maður er komin í nl400-5000 því ef maður skilur basic handreading þá skilur maður líka að það er aldrei neinn með neitt og að maður ætti ekki að gefast upp á öllum pottum/floppum sem maður hittir ekki.


Takk fyrir að gefa þér tíma í þessa gagnrýni. Ég mun reyna að svara þér eftir bestu getu.

1. Þar sem ég fjallaði í raun bara um 3bet fyrir flopp, þá fannst mér bendlaðar líkur (e. implied odds) ekki eiga við. Við þyrftum að gefa okkur í raun of margar forsendur til þess að koma inn á það hérna, því við vitum í raun ekki hvort andstæðingurinn sé alltaf að fara að stakka gegn okkur (e. Stack Off) í hverju tilviki fyrir sig. Hvað varðar stöðurnar, þá fannst mér ég nú fjalla eitthvað um það, þó ég nefndi lítið hverja stöðu fyrir sig þá fjallaði ég um 3bet í stöðu sem og úr stöðu, gegn hvaða spilurum staða skiptir máli og þar fram eftir götunum. Ég geri mér grein fyrir að handamengi vönu spilarana opnast í síðari stöðum, en ég tel það ekki tilefni til að 3betta þá manískt, þeir opna sig einfaldlega því þeir þekkja styrk stöðu sinnar, svo ég tel ekki réttu leikaðferðina að 3betta stanslaust í blindunum gegn hnappnum og skófla (e. Shove) öllu inn ef hann ákveður að 4betta. Í mínum hug kallast það sjálfsmorðspóker (e. Kamikaze poker).

2. Þetta er í raun út fyrir efnið, því ég er að fjalla um okkar 3bet, ekki 3bet frá andstæðing.

3. Já þú floppar setti í 11,8% tilvika. En sú viðmiðun sem ég heyri ítrekað um er þannig að það er í raun aðeins gróðvænlegt, út frá bendluðum líkum, að kalla hækkun fyrir flopp með par í þeim tilgangi að floppa þrennu ef stafli andstæðings þíns er í minnsta lagi 20 sinnum stærri en upphæðin sem þú þarft að kalla fyrir flopp. Það þýðir að ég 3bettið mitt í dæminu sem þú gafst upp myndi hljóma upp á eitthvað í kringum $1. Það kalla ég að gera það óhagstætt fyrir andstæðinginn að kalla. Mér finnst það rökleysa að gera alltaf ráð fyrir því að andstæðingurinn stakki til okkar ef við hittum þrennuna á floppi. Já og svo tel ég kjánalegt að kalla einhvern í þeim tilgangi að sjúga hann út (e. Suck Out).

4. Þetta er frekar mikil alhæfing, tökum sem dæmi gæja sem opnar mjög sjaldan 2-3% skipta, það er ekki gróðvænlegt að kalla þá í 100% tilfella því þeir cbetta í 100% tilfella í þeim tilgangi að pass-hækka (e. Check-raise) þá. Hér skipta aðrar forsendur máli.

5. Þessi 5% tala er bara úr 25NL og 50NL. Ég 3bettaði ekki svo títt í 2-10NL. Gegn ákveðnum andstæðingum stakka ég með víðara handamengi en AA, KK og AK þannig ég veit ekki alveg með þessa 3,4% pakkprósentu gegn 4betti.

6. Mjög sammála þessu

7. Mjög ósammála þessu, ég tel stöðu skipta meira máli en þú virðist viðurkenna. Sú staðreynd að þú passir í 95% tilvika til upphaflega opnarans (e. Original Raiser) þýðir bara að hann ráði í 95% tilvika hvort meiri peningur fari inn á floppi eður ey, hann tekur ákvörðunina um að annaðhvort hægspila (e. Slowplay) stóra hönd, virðisbjóða, fá fríspil (e. Free Card) til að hitta hneturnar (e. Nuts) eða hvað sem honum þóknast. Valið er í 95% tilvika hans, það hlýtur að teljast til yfirburða (e. Edge).

8. Ef þú ert að fá rétt verð (e. Price), þá er ekkert að því að halda áfram með þessar hendur. En eins og með margt annað þá er þetta mjög háð andstæðingnum (e. Player Dependant)

9. Ok, aldrei heyrt um þetta. Kannski maður skoði þetta eitthvað betur. En hvernig getur L og W ekki verið sama talan?

10. Ég tel að þessar pælingar eigi alveg við á lágu bitunum sem og miðbitunum (e. Midstakes). Skil ekki alveg hvernig þú færð út að menn séu aldrei með neitt? Þú hatar ekki að alhæfa hehe

All war is based on deception - Sun Tzu 

Sherlock   Iceland. Okt 20 2010 17:25. Athugasemdir 3333

Flott grein


hallizh    Iceland. Okt 20 2010 21:25. Athugasemdir 3778

ERUM VIÐ AÐ TALA UM NÝJA "NÝJASTA PÓKER GREININ".

Ég verð ekki eldri!

Everyone is a genius. But if you judge a fish on its ability to climb a tree, it will live his whole life believing that it is stupid. -Albert Einstein 

Steini   Iceland. Okt 22 2010 12:28. Athugasemdir 670

Snildar grein.....

Það er + EV að segja vinnunni að fokka sér ef þú átt séns að fokka í fallegri konu - orionice 

Hjorturkall   Iceland. Okt 22 2010 12:56. Athugasemdir 2782


  Þann Október 20 2010 21:25 skrifaði hallizh:
ERUM VIÐ AÐ TALA UM NÝJA "NÝJASTA PÓKER GREININ".

Ég verð ekki eldri!
Enda ordinn nogu djofull gamall.


Reyndi ad graeja thetta sem grein daginn sem thetta kom, en einhverra hluta vegna for thad a forsiduna og henti ut live updates af islandsmotinu, akvad thvi ad bida thar til nokkrum dogum eftir isl. mot...

Samt slapp etta nuna, thannig ad...hefdi sjalfsagt ekkert thurft ad bida.

Mig hefur alltaf langað til að vitna í sjálfan mig - Ég sjálfur 

HotChip   Iceland. Okt 22 2010 13:43. Athugasemdir 4190

Já það var kominn tími til að lífga upp á þennan part síðunnar, en og aftur TAKK fyrir góð viðbrögð

All war is based on deception - Sun TzuSíðasta breyting: 22/10/2010 13:43

Blanco   Iceland. Okt 23 2010 16:13. Athugasemdir 623

frábær grein. Takk fyrir þetta

Get money Get paid 

freshCAT   United States. Jan 08 2011 04:11. Athugasemdir 1

Like

Scandinavia Bitches 

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir