https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 806 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:47

Að stjórna pókerreikningum sínum

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Greinar f. byrjendur
KariBjorn   Iceland. Mar 14 2009 17:51. Athugasemdir 840

Lögmál Jesúss (Chris „Jesus” Ferguson) segir til um að þú eigir aldrei að vera með meira en 5% af heildar pókerpeningnum þínum á einu cashgame eða sit n’ go borði, ásamt því má aldrei kaupa sig inn í MTT (multi table tournament) fyrir meira en 2%. Þar sem ég er trúleysingi og ekki í þjóðkirkjunni þykir mér mjög gaman að segja ykkur að Jesús hefur rangt fyrir sér.
<img src="http://full-tilt-poker-stars.com/Ferguson.jpg" align="right" border="0"
Þetta lögmál hefur fengið of mikla athygli að mínu mati þar sem að þetta eru reglur sem hann setti fyrir sjálfan sig þegar hann ætlaði að breyta 0$ í 10.000$ (já, 21. aldar Jesús er hættur að brugga, þið getið lesið allt um tilraunina hér). Það ranga við þessar reglur er að þær eiga aðeins við þegar spilað er svo gott sem á hverjum einasta degi og ná ekki yfir mismunandi spilastíla. Ég ætla að reyna eftir bestu getu að setja fram nokkrar sveigjanlegar reglur sem gætu hjálpað þér, lesandi góður, að spila innan þinna eigin þægilegu marka. Ég vil taka fram að ég er að tala um póker á netinu.

Fyrst þarftu að vita hversu oft þú spilar því það hefur mest áhrif á hversu stóran eða lítinn reikning þú þarft. Þessi tafla ætti að útskýra mál mitt sem best þegar um er að ræða cashgame og sit n’ go, 2% regla Chris Ferguson er hinsvegar ágæt varðandi MTT mót, en ég hef smá út á hana að setja sem kemur vonandi seinna.

Þessi tafla er í grófum dráttum, það sem spilarar ættu að temja sér en alls ekki einhver boðorð, það segir sig sjálft að einhver sem spilar nokkrum sinnum á ári þurfi ekki þykkt veski, ég vil þó fara örlítið lengra með síðasta dálkinn. Ef þú spilar nánast hvern einasta dag verðurðu að fylgja einhverjum reglum varðandi peningastjórnun og þá komum við að næstu töflu, þ.e. villtur spilari þarf meiri pening á meðan sá rólegri getur unnið með minna. Til þess að hafa hlutina sem einfaldasta ætla ég að reikna „villtleika” sem VP$IP* (voluntary put money in pot) sem er prósenta yfir hversu margar hendur þú spilar (ekki meðtalið þegar þú ert í blinds) og hærri prósenta = villtari spilari.

Takið eftir að sá sem spilar á minna en 5% handanna sinna þarf miklu minna en sá sem spilar á nánast hvaða spil sem er. 5% spilarinn er miklu oftar með bestu höndina þegar hann tekur þátt í potti en fær sjaldan einhvern til að kalla sig, sem orsakar það að sveiflurnar hjá þannig spilara verða færri og oftar en ekki minni. Á hinn bóginn er 40%+ spilarinn mun oftar með verri höndina og því verða sveiflurnar hjá honum stórar og margar, en þegar hann fær góða hönd fær hann nánast undantekningalaust vel borgað af því að það trúir honum enginn. Ekki að það sé rangt að spila 40% handanna sinna eða rétt að spila á 5%, það er allt persónubundið, ef þú græðir á spilastílnum þínum þá getur hann ekki verið rangur.

Nú skulum við kafa aðeins dýpra og bæta einni reglu við. Ef þú spilar reglulega á 3 eða fleiri borð í einu þarftu einnig meiri pening á reikningnum þínum, multitable-reglan sem ég hef tamið mér segir til um að ef þú spilar alltaf á þremur borðum þarftu að margfalda lágmarksfjölda buy in sem þú þarft að eiga með 1,3 til að fá réttan fjölda buy in og bæta 0,05 við fyrir hvert aukaborð sem þú spilar á, þ.e. ef þú spilar alltaf á 4 borðum í einu, ættirðu að margfalda fjölda buy in sem þú þarft með 1,35 o.s.frv. Þetta er enn og aftur gert til að minnka sveiflurnar og gera gróðann eða tapið(vonandi ekki) stöðugra. Þegar þú ert með mörg borð opin ertu með stærri hluta af reikningnum þínum í spilun, þó það sé ólíklegt geturðu alltaf tapað heilu buy in á öllum borðunum á nokkrum mínútum, og á móti geturðu auðvitað tvöfaldað þig á stuttum tíma.

Að lokum vil ég taka sjálfan mig sem dæmi til að útskýra mál mitt. Ég spila 3-5 sinnum í viku og þá aðallega 50NL (no limit hold’em með 50$ max buy in) cashgame á fullring (10 manna) borði, til þess þarf ég að eiga a.m.k. 25 buy in eða 1250$. Á þessum borðum er ég venjulega með 19%-20% VP$IP sem segir mér að ég þurfi kannski ekki þessi 25 buy in, heldur 20 eða 1000$. Ég spila undantekningalaust með 4 borð opin og vegna þess þarf ég a.m.k. 27 buy in eða 1350$ (1,35 * 20 = 27).

Það er alls ekki nauðsynlegt fyrir þig að taka þessa grein sem einhvern heilagan sannleik, líttu frekar á hana sem viðmið um hvernig þú ættir að haga leik þínum. Það er ekkert svart og hvítt í póker og allt miðast við aðstæður.

*Forrit eins og Poker Tracker og Poker Office halda utan um tölfræðina fyrir þig, ef notar ekki slík forrit (þú ættir að nota þau) geturðu einfaldlega talið hendurnar sem þú spilar til að gefa þér grófa prósentu af VP$IP.

Facebook Twitter
Ég stel blindunum þínum meðan þú sefur!!! 

Sherlock   Iceland. Mar 15 2009 08:46. Athugasemdir 3333


  Nú skulum við kafa aðeins dýpra og bæta einni reglu við. Ef þú spilar reglulega á 3 eða fleiri borð í einu þarftu einnig meiri pening á reikningnum þínum, multitable-reglan sem ég hef tamið mér segir til um að ef þú spilar alltaf á þremur borðum þarftu að margfalda lágmarksfjölda buy in sem þú þarft að eiga með 1,3 til að fá réttan fjölda buy in og bæta 0,05 við fyrir hvert aukaborð sem þú spilar á, þ.e. ef þú spilar alltaf á 4 borðum í einu, ættirðu að margfalda fjölda buy in sem þú þarft með 1,35 o.s.frv. Þetta er enn og aftur gert til að minnka sveiflurnar og gera gróðann eða tapið(vonandi ekki) stöðugra. Þegar þú ert með mörg borð opin ertu með stærri hluta af reikningnum þínum í spilun, þó það sé ólíklegt geturðu alltaf tapað heilu buy in á öllum borðunum á nokkrum mínútum, og á móti geturðu auðvitað tvöfaldað þig á stuttum tíma.Mjög svo ósammála þessu. Þú þarft ekki fleiri buyin vegna fjölda borða nema ef að/vegna þess að edge-ið þitt minnkar.

Annars flott grein og mun betra system heldur en Chris Ferguson var með.


Hjorturkall   Iceland. Mar 15 2009 08:49. Athugasemdir 2782


  Þann Mars 15 2009 08:46 skrifaði Sherlock:
Show nested quote +Mjög svo ósammála þessu. Þú þarft ekki fleiri buyin vegna fjölda borða nema ef að/vegna þess að edge-ið þitt minnkar.

Annars flott grein og mun betra system heldur en Chris Ferguson var með.


Frábær grein - vel gert.

Ég er reyndar nákvæmlega sammála þessu. Staðreyndin er sú að edge-ið þitt virkar, sama hversu mikil hetja maður þykist vera að geta spilað 700 borð í einu, en þar að auki spilar Tilt margfalt meira inn í eftir því sem þú ert á fleiri borðum...

Ef þú ert one-out-aður á einu borði getur það haft hræðileg áhrif á hinum 12 borðunum þínum ef þú tiltar og spilar verr - þ.a.l. þarft stærra bankroll...


En aftur - mjög skemmtileg grein og vel skrifuð.

Mig hefur alltaf langað til að vitna í sjálfan mig - Ég sjálfur 

Sherlock   Iceland. Mar 15 2009 10:03. Athugasemdir 3333


  Þann Mars 15 2009 08:49 skrifaði Hjorturkall:
Show nested quote +Frábær grein - vel gert.

Ég er reyndar nákvæmlega sammála þessu. Staðreyndin er sú að edge-ið þitt virkar, sama hversu mikil hetja maður þykist vera að geta spilað 700 borð í einu, en þar að auki spilar Tilt margfalt meira inn í eftir því sem þú ert á fleiri borðum...

Ef þú ert one-out-aður á einu borði getur það haft hræðileg áhrif á hinum 12 borðunum þínum ef þú tiltar og spilar verr - þ.a.l. þarft stærra bankroll...


En aftur - mjög skemmtileg grein og vel skrifuð.Það er alveg persónubundið. Ég tel mig spila jafn vel(mögulega ~1-3% minna winrate) á 1 borði og 4 borðum á þeim stakes sem ég spila og það að maður tilti frekar á mörgum borðum finnst mér ekki rétt. Ef ég er 1outaður á einu borði þá skiptir það mig minna máli en ef ég væri bara að spila þetta eina borð vegna þess að ég er að spila svo miklu fleiri hendur að það minnkar varianceið.


Hjorturkall   Iceland. Mar 15 2009 12:23. Athugasemdir 2782


  Þann Mars 15 2009 10:03 skrifaði Sherlock:
Show nested quote +Það er alveg persónubundið. Ég tel mig spila jafn vel(mögulega ~1-3% minna winrate) á 1 borði og 4 borðum á þeim stakes sem ég spila og það að maður tilti frekar á mörgum borðum finnst mér ekki rétt. Ef ég er 1outaður á einu borði þá skiptir það mig minna máli en ef ég væri bara að spila þetta eina borð vegna þess að ég er að spila svo miklu fleiri hendur að það minnkar varianceið.
Algjörlega - minna variance, en ef þú monkey tiltar, þá er augljóslega að verra að vera á mörgum borðum þar sem þú hendir frá þér stack á 8 borðum í staðinn fyrir 1....

Mig hefur alltaf langað til að vitna í sjálfan mig - Ég sjálfur 

Sherlock   Iceland. Mar 16 2009 12:01. Athugasemdir 3333


  Þann Mars 15 2009 12:23 skrifaði Hjorturkall:
Show nested quote +
Algjörlega - minna variance, en ef þú monkey tiltar, þá er augljóslega að verra að vera á mörgum borðum þar sem þú hendir frá þér stack á 8 borðum í staðinn fyrir 1....Já kannski rétt, ef maður monkeytiltar þá er verra að vera á mörgum borðum. Hins vegar ef maður er in the zone, þá er betra að vera á mörgum borðum, þetta virkar í báðar áttir (en er líklega áhrifameira í tilt-áttina).
Hins vegar finnst mér þetta ekki ástæða til að hafa 35% stærra roll á 4 borðum eða 55% stærra á 8 borðum. Það gæti verið ástæða til að stækka rollið vegna lækkunar á winrate, en það er ekkert minnst á winrate sem factor í greininni.

Annars er þetta svosem lítið atriði þannig séð, þessi grein er auðvitað, eins og Kári segir í greininni, ekkert heilagt heldur bara til að fá fólk til að hugsa um þessa hluti.


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir