https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 78 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:10

Að verða sigurvegari – Kafli 2

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Greinar f. byrjendur
Sherlock   Iceland. Jan 08 2009 02:41. Athugasemdir 3333

Þetta er annar kaflinn í greinaseríunni "Að verða sigurvegari", við mælum með að þú lesir kafla 1: Inngangur fyrst.

Að verða sigurvegari – Kafli 2: hvað skiptir máli

Það fyrsta sem ég vil gera ljóst er takmarkið þitt. Takmarkið þitt er ekki að vinna potta. Þú getur unnið 20 potta í röð, en samt verið að spila hræðilega. (Reyndar, ef þú vinnur 20 potta í röð í 9-manna leik þá ERTU ábyggilega að spila hræðilega!) Takmark leiksins er að vinna pening. Þú gætir tapað 50 pottum í röð en svo unnið einn sem gerir upp fyrir tapið og meira til.
Allir spilarar fá góð spil endrum og eins... en góður spilari græðir meira á þeim.

Tökum fyrsta skrefið í að greina leikinn sem er framundan. No-limit hold'em er leikur sem er með svo marga mismunandi áhrifavalda á ákvarðanir þínar að margir byrjendur missa af mikilvægum upplýsingum. Hér eru nokkrir hlutir sem geta haft áhrif á ákvörðun þína í hendi. Listinn er alls ekki tæmandi:

• Hvað þú ert með
• Hvað þú heldur að andstæðingur þinn hafi
• Hvað þú gætir fengið ef þú heldur áfram í hendinni
• Hversu mikið þú ert með á borðinu (hversu marga spilapeninga)
• Hversu mikið andstæðingur þinn er með á borðinu
• Hvort að þú ert með position á andstæðinginn
• Hvort þú heldur að andstæðingur þinn sé góður spilari
• Hvernig andstæðingur þinn hefur verið að spila hingað til
• Áferðina á floppinu (eru mörg draws? er par? er hæsta spilið ás eða tía?)

*Þetta er kallað "draw". Til dæmis, ef þú ert með AdKd og floppið kemur 4d9d9h, hefur þú fjóra tígla og fimmti tígulinn gefur þér flush. Þetta er kallað "flush draw".

²Þú ert með position á einhvern ef hann er á undan þér að gera á öllum betting rounds eftir floppið.

³til dæmis, ef að andstæðingurinn hefur verið að spila fáránlega agressíft, bettandi og raisandi allar hendur, þá væri rökrétt að telja minni líkur á að hann hefði mjög sterka hendi þrátt fyrir stór bet.


Ég vil nota þetta tækifæri til að tala um position, vegna þess að það er svo ótrúlega mikilvægt og svo margir byrjendur vanmeta áhrif position á leikinn. Þegar þú ert með dealer hnappinn þá byrjar þú hendina vitandi að ef þú sérð flop, að allir munu þurfa að gera á undan þér. Ef þú sérð turn, þá munu allir þurfa að gera á undan þér aftur. Og að lokum ef þú sérð riverið, þá munu allir þurfa að gera á undan þér aftur. Það er þrefalt forskot, jafnvel áður en þú hefur litið á spilin. Í hvert skipti sem einhver gerir á undan þér eru þeir að láta þér í té upplýsingar og auka gæði ákvarðanna þinna. Þú munt græða meiri pening í position og með hendi. Þú munt í mörgum tilvikum borga minna til að fá að sjá fleiri spil með draw ef þú ert in position. Dæmin hér munu útskýra þetta:


Segjum að þú sért með button í $0.01/0.02 leik á PokerStars. Þú ert með AhQh á hendi. Tveir spilarar limpa fyrir framan þig og þú raisar uppí 5bb; $0.10. Venjulega viljum við raisa uppí 4bb í $0.01/0.02 en þegar að það eru limperar þá er oft gott að bæta einum bb við fyrir hvern 1-2 limpera. Báðir spilararnir eru mjög lélegir og calla. Floppið kemur Kh7h2c. Þú fékkst ekkert par en ert með flush draw. Slæmu spilararnir eru hræddir við þig vegna þess að þú raisaðir fyrir floppið. Þar sem þeir þurfa að gera á undan þér munu þeir líklega checka. Þar að auki munu andstæðingarnir líklega checka ef þeir hitta monster, eins og t.d. set. Það þýðir að þú getur checkað sjálfur til að fá frítt spil.

Skoðum sömu stöðu en í þetta skipti out of position. Þú ert í miðstöðu (middle position) í sama leik og færð sömu AhQh. Þú raisar uppí fjóra bb; $0.08. Í þetta skiptið, mun sami spilarinn og limpaði fyrst, sjá að það mun kosta hann 4bb að sjá floppið um leið og folda í þetta skiptið. Seinni spilarinn er callar samt. Þú ert bara með einn spilara sem callaði í þetta skiptið og floppið kemur Kh7h2c aftur. Það eru minni líkur á fríum spilum í þetta skiptið, það er best að betta og vona það besta.
Svo hvað skiptir máli í no-limit hold'em? Margt..en aðallega position.

Facebook Twitter
 Síðasta breyting: 08/01/2009 03:57

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir