https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 55 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:12

Að verða sigurvegari - Kafli 1

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Greinar f. byrjendur
Sherlock   Iceland. Jan 06 2009 12:06. Athugasemdir 3333

Að verða sigurvegari - Kafli 1: Inngangur

Þessi grein er skrifuð af Jelle, spilara sem vann sig upp úr engu í það að vera vinningsspilari í $0.5/$1($100 Buy-In) No-Limit Hold'Em peningleikjunum með því að nota tæknina og ráðin sem rædd eru í þessari grein. Þessi grein mun hjálpa þér að verða vinningsspilari í leikjunum með buyin í lægri flokkinum.

Það sem kemur hér á eftir hentar spilurum sem kunna reglurnar í No-Limit Texas Hold'Em en skilja fá, eða engin, strategísk atriði leiksins og hafa ekki spilað mikið. Ég mun ekki tala um hvernig þolinmæði og bankroll management hafa áhrif á feril þinn, eða hvernig borð sé best að setjast á. Ég mun tala um hvað þú átt að gera þegar þú færð spilin þín. Vegna þess að no-limit hold'em er svo flókinn leikur, sem hefur svo marga möguleika, er ómögulegt fyrir mig að gefa þér ráð um hvernig á að spila einstaka hendi. Eins og ég sagði, ég mun einungis hjálpa þér að byrja. Ef þú vilt byrja að spila, en kannt ekki reglurnar enn, þá ættirðu að kynna þér þær og spila svo nokkrar play money hendur til að sjá hvort þú skiljir reglurnar. Að því loknu geturðu komið aftur og lesið restina af þessari grein.


Ég býð einungis upp á ráðgjöf fyrir 9-manna no-limit hold'em. Ef þú fylgir ráðunum sem gefin eru í þessari grein að fullu, þá muntu vera líklegur til að vinna pening í lægstu stakes á PokerStars ($0.01/0.02). Ef þú heldur þig við þetta í langan tíma, þá muntu vinna. Hins vegar eru heppnisáhrifin í póker mun stærri en sumir halda í byrjun. Sumir frábærir spilarar hafa verið í niðursveiflu í allt að 80.000 hendur. Ef þú spilar í heimaleik með vinum þínum, þá muntu líklega spila um 150 hendur á einu kvöldi. Í enda kvöldsins mun sá sem að vann mest halda að hann sé besti spilarinn. Kjánalegt, ekki satt? Þú munt lenda í mörgum óhugsanlegum „bad beats“. Þú munt lenda í mörgum pirrandi töpum gegn hræðilegum spilurum, vegna þess að þeir verða heppnir. Þér mun líða eins og þú sért óheppnasti spilari í heimi. Þú munt vilja senda inn hendur á þetta spjallborð, bara til þess að fá vorkun. Því miður verður öllum sama.

Vandamálið við þessa grein er að ég get aðeins gefið þér þekkingu. Ef þú verður pirraður og lætur að stjórn tilfinningana eftir stórt tap og byrjar að spila illa, þá muntu lenda illa í því. Þú heldur ábyggilega að það sé auðvelt að vera rólegur, en ef það er svo auðvelt, af hverju getur það enginn? Ég hef sjálfur orðið mjög pirraður oft, og því miður, verður þú það líka. Gerðu það að takmarki þínu að sanna að ég hafi rangt fyrir mér! Ef þú getur haldið ró þinni alltaf og sleppt því að tilta þá muntu hafa besta forskot sem spilari getur haft í póker. Þú munt vera sterkari en ég.

Nýlega hafa komið út nokkrar frábærar bækur. Vegna þess að bækur eru hjálplegastar þegar að þú ert byrjandi, finnst mér bók Ed Miller "Getting started in Hold'em" gæti verið verðmætasta bókin um póker sem er í boði í dag. Ef þú ákveður að kaupa hana, þá þarftu ekki að lesa þessa grein (nema vegna þess að hún er á íslensku) . Ég vil bæta við að kaflinn um heppni, nálægt enda bókarinnar er mikilvægasti kafli bókarinnar.

Facebook Twitter
 Síðasta breyting: 18/11/2009 19:08

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir