https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 80 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:48

Taylor „Green Plastic“ Caby

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Viðtöl
taqtiX   Iceland. Jan 06 2009 08:34. Athugasemdir 1356

<img src="user_pictures/8aef76b3fca780bb48588337238b6e01.jpg" align="left" border="0" <b>Hey Taylor! Við erum allir spenntir yfir því að þú samþykktir að koma í viðtal hjá okkur. En fyrir þá sem eru nýir í internet pókersenunni, værir þú til í að gefa okkur smá upplýsingar um þig, hvað þú hefur gert til að verða svona vel þekktur? </b>

Taylor Caby: Ég heiti Taylor Caby (eða &#8222;Green Plastic&#8220; ), ég er 24 ára gamall og bý í Chicago. Ég útskrifaðist með fjármálagráðu frá háskólanum í Illinois. Meðan ég var í menntaskóla árið 2004 lagði ég inn 35$ á online pókersíðu og vann mig upp frá 5$ SNGs í að spila á 10.000$ NL hold&#8216;em borðum, sem ég helst spila í dag.

<b>Hverju er velgengni þinni að þakka í póker? Margir góðir pókerspilarar koma frá sterkum bakgrunni í öðrum keppnisgreinum; þeir skáru framúr í námi, íþróttum eða jafnvel tölvuleikjum. Hafðir þú svipaðan bakgrunn, eitthvað sem þú skarst framúr áður en þú uppgötvaðir póker? </b>

Taylor Caby: Sérstaklega áður en póker varð virkilega vinsæll lagði ég meira vinnu í að efla kunnáttu mína en flestir aðrir held ég. Ég hef alltaf verið mikill keppnismaður. Spilaði hafnabolta, körfubolta og gólf af miklum krafti þegar ég var krakki þangað til ég kláraði menntaskólann.

<b>Telur þú að fólk sem hefur gengið vel í öðrum keppnisgreinum geti búist við svipaðri velgengi í póker eða heldur þú að það væri bara tilviljun? Hversu mikilvægt er að vera kappsfullur og hversu mikilvægt hefur það verið fyrir þig sérstaklega? </b>

Taylor Caby: Ég tel að vera kappsfullur geti skipt sköpum. Það er krafturinn sem keyrir þig áfram til að vinna hart að þér og hvetur þig til þess að bæta pókerleikinn þinn, það er nauðsynlegt til að ná árangri. Ég held ekkert endilega að vera kappsfullur tryggi velgengni í póker, en ég tel að ef þú sért ekki kappsfullur verður það erfitt. Sérstaklega á hæstu stakes.

<b>Mér langar að spyrja þig um lífið þitt utan pókers ef það er í lagi. Í hvernig umhverfi ólstu upp í og hvaða áhugamál laðaðist þú að þegar þú varst krakki? </b>

Ég ólst upp í frekar venjulega yfir/millistéttarheimili. Ég átti móðir, pabba og einn bróðir. Tók þátt í frekar almennum samfélags- og námsdóti eins og dæmigerður krakki, og mestan áhuga hafði ég að spila slatta af íþróttum.

<b>Hvernig gekk þér í skólanum? Lentir þú í einhverjum vandræðum? Áttir þú einhver uppáhaldsfög? </b>
Taylor Caby: Ég var alltaf frekar góður námsmaður þegar ég ólst upp. Ég fór í &#8222;segulstálskóla&#8220; þangað til ég gekk í framhaldsskóla, en ég hataði að vera í burtu frá vinum mínum sem voru krakkarnir sem ég stundaði íþróttir með.

Fékk alltaf góðar einkunnir og gekk vel almennt séð, en ekki framúrskarandi. Það hefur ávallt verið erfitt fyrir mig að leggja mikla vinnu í eitthvað sem ég hef ekki áhuga á, sem skólinn gerði aldrei. Sérstaklega því ég vissi að ég vildi fara í Illinois, sem ég vissi að ég gæti komist inní með góðu ACT skori, og þurfti ekkert rosalegar einkunnir hvort eð er.

Þegar ég komst í háskólann þá tókst mér að einbeita mér betur og fá betri einkunnir, því ég naut virkilega aðalfagið sem ég valdi. Ég hafði takmarkaðan fókus síðustu tvö árin af skólanum, en mér gekk frekar vel miðað við hversu upptekinn ég var í póker og Cardrunners.

<b>Aðalfagið þitt var fjármál ekki satt? Afhverju fjármál? </b>

Taylor Caby: Ég vissi að ég vildi gera eitthvað viðskiptatengt, og taldi að fjármál myndu gefa mér flesta kosti eftir háskólann. Hef alltaf viljað fara í viðskipti síðan ég var krakki, ekki viss afhverju.

<b>Græddir þú þá mikið á háskólanum? </b>

Taylor Caby: Það held ég, en ekki eins og flestir búast við. Ég held að hitta mikið og hafa samskipti við mikið af ólíkum hópum af fólki (þessi háskóli er mjög fjölbreyttur) var gott til að læra hvernig á að eiga samleið með öðrum, sem ég tel vera mjög vanmetin kunnátta í lífinu.

<b>Nú að pókernum.Hjá mörgu fólki voru fyrstu kynni þeirra við póker þegar þau voru krakkar, þegar ömmur eða afar spiluðu póker eftir þakkagjörðarmáltíðina eða eitthvað álíka. Var þín kynning svipuð? Hvaða tegund af póker sem þú lærðir að spila og með hverjum spilaðir þú hann? </b>

Taylor Caby: Fyrsta minningin mín um póker er þegar fjölskyldan mín spilaði eftir jólin. Þau leyfðu mér aldrei að spila því þau vildu ekki að krakki myndi taka þátt í fjárhættuspili og þau vildu líklega bara drekka bjór og umgangast aðra fullorðna.

Þegar ég fór í menntaskólann keyptu foreldrar mínir handa mér pókerbók því ég horfði á kvikmyndina Rounders sem kveikti mikinn áhuga hjá mér. Ég spilaði með vinum og öðrum golfsveinum í klúbbnum sem ég spilaði í. Eftir að hafa lesið fullt af bókum vissi ég að ég hafði forskot á aðra og byrjaði að spila eins mikið og mögulegt var.

Fyrsti leikurinn sem ég lærði var líklega 5 Card Draw, en ég spilaði líka No Limit Hold&#8216;em þá ásamt Guts, 7 Card Stud, Chicago, Omaha o.s.frv.

<b>Gekk þér vel í þessum fyrstu live pókerleikjum sem þú tókst þátt í? Var velgengi þín tafarlaus eða þurftir þú virkilega að vinna fyrir henni? Hvað voru þessi fyrstu skref sem þú tókst til að bæta pókerleikinn þinn, jafnvel áðir en þú byrjaðir að spila á internetinu? </b>

Taylor Caby: Ég náði góðum árangri um leið, að mestu leyti. Allir voru mjög lélegir og ég var bara ekki eins lélegur (en samt lélegur). Ég hef alltaf haft góða áhættueðlisávísun og ég tel að það sé mikilvægast þegar enginn veit neitt um bestu herkænskuna.

Fyrsta skrefið sem ég tók til að bæta mig var að skoða allar pókerbækur sem voru til á bókasafninu í nágrenninu og lesa þær allar. Eftiráhyggja þurfti ég líklega ekki að lesa allar þessar bækur til að sigrast á þessum live leikjum sem ég tók þátt í. Bækurnar voru reyndar mjög mjög mikilvægar þegar ég byrjaði að spila online póker og færa mig upp um stakes.

<b>Hvað finnst þér um eftirfarandi pókerbækur? Super System, Theory of Poker, Harrington on Hold&#8216;em o.s.frv. Flestir atvinnupókerspilarar telja að þær séu ofmetnar og gefa rangar ráðleggingar. Heldur þú að það sé mikið sem hægt sé að læra frá pókerbókum? </b>

Taylor Caby: Já, að sjálfsögðu er það hægt. Það er hellingur sem hægt er að læra frá þessum pókerbókum og þær munu auka lærdómshraðann mikið. Vandamálið er, það eru ekki til neinar góðar pókerbækur til að sigra middle eða higher stakes pókerleiki online. Leikirnir spilast öðruvísi en live leikirnir spilast og öðruvísi kunnáttu en bók mun kenna þér.
Bækurnar munu hjálpa þér að sigrast á veikum og miðlungsgóðum spilurum, en þér verður rústað af leikmönnum sem eru mjög góðir ef þú ferð bara eftir því sem þú lest í bókum.

Ég held líka að bækur séu gagnlega til að sjá hvað sé til &#8211; jafnvel þú sért ekki sammála einhverju, þá er gott að vita hvað sé verið að kenna, svo þú getur öðlast betri skilning á því hvernig mótherjar þínir gætu spilað.

<b>Hvað finnst þér um þessa atvinnumenn í póker sem spila einungis live? Lítur þú upp til þeirra? Hvernig heldur þú að þeim myndi ganga í 25$/50$ leikjunum á stars eða leikjunum sem þú stundar reglulega á UltimateBet, svo dæmi sé tekið? </b>

Ég lít upp til margra þeirra, því þeir virkilega lögðu veginn til þess að leikurinn gæti orðið eins vinsæll og hann er í dag. Mikið af okkur internet strákum högum okkur eins og við eigum skilið allan heiðurinn fyrir þann árangur sem við höfum náð, en raunverulega þurfti mikið að gerast sem við gátum ekki stjórnað til að gera okkur kleyft að ná velgengni. Svo við þurfum a.m.k. að viðurkenna að menn eins og Doyle, Harrington, Negreanu o.s.frv. hafa allir hjálpað við að gera póker svona vinsælan.

En burtséð frá því, þá er ég ekki viss um að þessir spilarar myndu vera sigurvegarar í hæstu cash game leikjum á netinu. Sumir gætu verið það, en það er öðruvísi spilastíll sem þarf til þess að sigra í live og online leikjum, og netleikirnir eru yfirleitt troðnir af mun betri leikmönnum en hinn dæmigerði live leikur er.

<b>Á endanum, eftir alla þessa live spilamennsku, uppgötvaðir þú internet poker. Hvernig kom það til? Hvaða borð stundaðir þú til að byrja með? Gastu órað fyrir þér á þessum tíma árangrinum sem þú hefur náð? </b>

Taylor Caby: Þetta byrjaði eftir busaárið mitt. Man ekki hvernig, en einhvern veginn uppgötvaði ég að maður getur spilað póker á netinu, svo ég fór á PokerRoom síðuna því það þurfti ekki að niðurhala neinu. Ég spila freeroll um tíma áður en ég lagði inn alvöru pening, en mig minnir að ég hafi tapað 50$ þar. Síðan lagði ég inn 35$ á UltimateBet og spilaði 5$ SNGs, hægt og bítandi byggði ég upp roll þar.

Ég var bara að vonast eftir því að geta eignast smá vasapening ásamt því sem ég þénaði í live pókerleikjum í stúdentagörðum og með vinum, þetta var meira eins og áhugamál. Það hvarflaði ekki að mér að mér gæti gengið svona vel í þessu.

<b> Ég er viss um að margir sem eru að lesa þetta í dag eru í sömu stöðu og þú varst fyrir löngu þegar þú byrjaðir að spila online póker. Er það eitthvað sem þú vildir að einhver með mikla reynslu hefði sagt þér þegar þú varst að byrja þá, þegar þú varst að byrja að spila á internetinu.</b>

Taylor Caby: Fyrir þremur árum síðan höfðum við ekki allt þetta magn af kennsluefni sem eru í boði í dag &#8211; sérstaklega sum spjallborð og kennslusíður sem eru til núna. Til þeirra sem eru að byrja að spila á internetinu, myndi ég mæla með spjallborðum og kennslusíðum.

<b>Frá þessum 5$ Sit N&#8216; Gos varðst þú að einum toppspilarunum á Ultimatebet. Lentir þú í einhverjum gryfjum á leið þinni á toppinn? Hverjir myndir þú segja að væru/eru þínir stærstu keppinautar í þessum high stakes internet póker leikjum? </b>

Taylor Caby: Ég hef lent í svona 3 eða 4 stórum 6-tölustafa niðursveiflum. Þessar voru frekar litlar þó því ég hafði þegar náð 7 tölustafa hagnaði í hvert skipti sem ég lenti í því. Hef alltaf verið góður í að færa mig niður á meðan niðursveiflurnar ganga yfir, sem hefur virkilega haldið mér frá vandræðum.

Hvað varðar keppinauta, persónan sem ég hef mest spilað maður á móti manni er Prahlad Friedman, en við höfum ekki spilað í næstum árabil. Hann spilar núna á PokerStars skilst mér, en ég spila ekki þar. Ég held þú getir kallað hann erkifjanda.

En ég hef í raun enga erkifjendur. Mikið af mínum félögum eru bestu pókerspilararnir í leiknum &#8211; CTS, sbrugby, durrrr, Phil Galfond o.s.frv. Myndi samt ekki kalla þá erkifjendur.

<b>Ég heyrði að Prahlad Friedman spilaði dálítið brjálæðislega, varð nánast blankur þó hann hefði 7-tölustafa bankroll og þurfti að byggja upp á nýtt frá næstum engu. Telur þú að þú hafir eitthvað að gera með það? </b>

Taylor Caby: Það veit ég ekki. Hann lenti tvímælalaust í erfiðu tímabili á annarri pókersíðu sem höfðu stakes eins há og 40.000$NL. Ég spilaði gegn honum á 10.000$NL og mér skilst að ég hafi verið fyrsta manneskjan sem gekk vel gegn honum. Ég eiginlega &#8222;náði því&#8220; hvernig það átti að sigra spilarastílinn hans sem var ofur-aggressívur (sem virkar ekkert alltof vel nú til dags). Og ég hafði yfirleitt heppnina með mér líka.

Veit ekki hvort ég hafi haft mikil áhrif á niðursveiflunni hans. Ég held að ég hafi án efa pirrað hann svolítið en miklar sveiflur koma fyrir alla í póker og það er líklega það sem gerðist fyrir hann.

<b>Velgengni þín í póker hefur leyft þér að skoða þig um í viðskiptaheiminum. Segðu okkur aðeins frá því. </b>

Taylor Caby: Já. Satt best að segja var þetta frekar heppilegt hvernig þetta gerðist. Ég byrjaði með CardRunners.com, kennslusíðu um póker þar sem við tökum upp spilamennsku okkar og segjum frá hvað við erum að hugsa. Þetta var meira gert sem áhugamál og að hafa eitthvað uppbyggilegt að gera, frekar en að þéna pening. Þegar við áttuðum okkur á því að fólk hafði virkilega gaman af myndböndunum okkar, réðum við meiri mannskap til að bæta síðuna eins mikið og mögulegt var.

Núna er þetta einfaldlega vinna í fullu starfi. Ég eyði miklum tíma í að byggja upp fyrirtækið. Núna er þetta frekar árangursríkt en mér datt ekki í hug að þetta myndi vaxa eins og raun ber vitni.

<b>Tveir af nýjustu viðbótinni í CardRunners fjölskyldunni eru Brian Townsend (sbrugby) og Cole South (CTS), tveir af árangursríkustu ofur-high-stakes spilurum í sögu pókersins. Hvernig er það að vinna með þeim, og hvað finnst þér um spilamennskuna þeirra? Telur þú að þeir hafi lært ýmislegt frá myndböndunum þínum? </b>

Taylor Caby: Það er snilld. Þetta eru frábærir pókerspilarar, og skemmtilegir náungar. Það er skemmtilegt að vinna með öðrum pókerspilurum , en það getur reynst erfitt því við höfum allir oft skrítnar tímaáætlanir. Við erum að ferðast þegar pókermót eru í gangi þegar það þarf að vinna, hlutir eins og það.

<b>Er Brian Townsend besti No Limit Hold&#8216;em spilari í heiminum? </b>

Taylor Caby: Hann er vissulega einn sá besti. Ég get ekki nefnt einhvern sem er betri en hann, en ég hef ekki spilað gegn öllum. Ef við gætum einhvern veginn fundið út hverjir bestu spilararnir væru, þá kæmi það mér vel á óvart ef hann væri ekki í topp 5 bestu spilarar í heiminum.

<b>Mikið af öflugum pókerleikmönnum segja að þið séuð að gefa of mörg leyndarmál frá ykkur, og þ.a.l. gera pókerinn á netinu mun erfiðari með því að bæta á afdrifaríkum hátt spilamennsku hjá fjöldann allan af spilurum. Heldur þú að síðan þín hafi svona mikil áhrif á gróðavænleikann á borðunum á hæstu stakes? Eftir áratug heldur þú að það verði einhverjir slæmir spilarar eftir? </b>

Taylor Caby: Já, við erum klárlega að gefa frá okkur leyndarmál. Þetta er sama og Doyle gerði fyrir 30 árum síðan. Athugaðu hvað menn sögðu um þá bók og heldur þú að það séu til slakir spilarar í dag? Að sjálfsögðu, við sitjum við hliðin á þeim daglega.

Það sem mikilvægara er að löggjöfin í BNA og annarsstaðar búi til leiðir fyrir hefðbundnar pókersíður, þar sem spilarar geta auðveldlega lagt inn pening og svo að fleira fólk átti sig á að þetta sé ekkert svindl.

<b>Hvað helduru að muni gerast fyrir online póker í nálægðri framtíð, í ljósi UIEGA löggjafarinnar og fækkun á þátttakendum í WSOP? Mun póker á netinu einhvern tímann hrynja eða &#8222;detta úr tísku&#8220;?</b>

Taylor Caby: Póker er skemmtilegur leikur og fólk er farið að gera meira og meira á internetinu. Sérstaklega ungt fólk sem mun hafa umfangsmikið fjármagn í heiminum eftir tíu ár. Ég get ekki séð að póker falli nokkurn tímann úr tísku

<b>Hver er þín skoðun á skandalinum hjá AbsolutePoker? Fyrir lesendur sem ekki vita þá viðurkenndi AP nýlega að a.m.k. einn starfsmaður þeirra var að nota innherjaupplýsingar til að sjá spilin hjá öðrum leikmönnum og svindlaði frá þeim slatta af peningum. Telur þú að svindl eins og þessi séu algeng eða bara einangrað atvik? </b>

Taylor Caby: Ég held að þetta sé alls ekki algengt og ég er viss um að allar pókersíður eru nú að fara sérstaklega vel yfir öryggismál eftir AbsolutePoker atvikið. Sjálfur hef ég hundruð þúsund dollara inná pókersíðum á netinu og ég hef engar áhyggjur af að spila internet póker.

<b>Hefur verið svindlað á þér online eða hefur þig grunað um að það hafi verið svindlað gegn þér? </b>

Taylor Caby: Ég hef ekki tekið eftir neinu slíku á borðunum, en ég væri barnalegur ef ég héldi að það hafi aldrei menn spilað saman gegn mér. Ef það hefur gerst, hefur það líklega verið á lægri stakes borðunum og þeim hefur örugglega ekki heppnast vel til. Fólk að svindla í online poker er mjög sjaldgæfur hlutur, og menn sem reyna það eru yfirleitt mjög lélegir og tapa hvort sem er.
Samt sem áður, þegar þú ert að leggja undir miklar fjárhæðir ættiru alltaf að vera meðvitaður hvað sé í gangi í kringum þig, á netinu eða ekki. Það eru alltaf einhverjar líkur að það sé ekki allt með feldu.

<b>Þú hefur nóg að gera með póker, viðskiptarekstur, vini og fjölskyldu. Hvað er á dagskránni hjá þér þessa vikuna, og við hverju getum við búist við að sjá frá þér og CardRunners í framtíðinni? </b>

Þessa vikuna erum við að ganga frá því að fá nýtt fólk til starfa hjá CardRunners. Við erum að leitast eftir því að ráða fólk í innri störf ásamt einhverjum kennurum. Á mánudagskvöldið ætla ég að spila kýló í deildinni sem ég er í, fara út með vinum um helgina og reyna að fara í ræktina daglega.
Framtíðin hjá CR &#8211; ég get ekki farið í smáatriði, en við erum að vinna að frumlegum hugmyndum sem ég held að eigi eftir að gera meðlimi okkar ánægða. Ég held að það verði spennandi tímar á næsta ári.

<b>Til að klára þetta viðtal ætlum við að hafa 13 stuttar spurningar

Hvað er uppáhalds orðið þitt? </b>
Taylor Caby: Frelsi
<b>En þitt minnst uppáhalds? </b>
Taylor Caby: Heppni
<b>Turn on? </b>
Taylor Caby: Mér líkar vel við að vera óþekktur, ég vil ekki taka alla athyglina, bara vera einn af strákunum. Þannig að einhver sem kemur fram við mig svoleiðis.
<b>Turn off? </b>
Taylor Caby: Þegar einhverjum líkar vel við mig bara útaf velgengni minnar eða peninganna mína.
<b>Hvað er þitt uppáhalds tilbrigði af póker? </b>
Taylor Caby: Ég hef reyndar gaman af Double-Flop Crazy Pineapple
<b>Uppáhalds hönd? </b>
Taylor Caby: AA
<b>En minnst uppáhalds hönd? </b>
Taylor Caby: 72
<b>Uppáhaldslitur? </b>
Taylor Caby: Gulur
<b>Uppáhalds matur? </b>
Taylor Caby: Eiginlega hvað sem er.
<b>Hvað er uppáhalds áfengi drykkurinn þinn? </b>
Taylor Caby: Sam Adams.
<b>Uppáhalds lag? </b>
Taylor Caby: Jafntefli! Let Down eða Fake Plastic Trees, bæði eftir Radiohead.
<b>Hvað elskar þú? </b>
Taylor Caby: Ég elska áskoranir... og ég elska gagnrýnendur... ég elska þegar mér er sagt að eitthvað sem ég trúi á muni ekki virka, því það lætur mig bara vinna þeim mun meira.
<b>Hverja elskar þú? </b>
Taylor Caby: Fjölskylduna mína, vini og allir þeir sem eru að gera góða hluti í heiminum.

<b>Takk fyrir að koma í viðtal hjá okkur Taylor, og við óskum þér áframhaldandi velgengni í framtíðinni! Þetta var ánægjulegt. </b>

Taylor Caby: Minnsta mál, þakka þér!

Viðtalið var tekið 25. október 2007 og þýtt af 52.is með fullu leyfi höfundar. Green Plastic stofnaði fyrstu alvöru pókerkennslusíðuna og bylti pókernum á netinu. Nú í dag eru til nokkrar slíkar síður en CardRunners er enn fremst í flokki með menn eins og Brian Townsend (sbrugby), Brian Hastings (stinger), Cole South (CTS), David Benefield (raptor) og Eric Liu (P3achy keen).

<div style="text-align: center;">
Frá vinstri til hægri: Taylor Caby, Brian Townsend og Andrew Wiggins</div>

Facebook Twitter
Im not much for cards but I think these .45s beat a full houseSíðasta breyting: 06/01/2009 08:51

taqtiX   Iceland. Jan 06 2009 09:12. Athugasemdir 1356

Frítt kennslumyndband eftir Green Plastic í fullri lengd:

<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/Dx20MyJaRDg&hl=en&fs=1"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/Dx20MyJaRDg&hl=en&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>

Im not much for cards but I think these .45s beat a full house 

wr3ckl3sss   Iceland. Jan 06 2009 11:49. Athugasemdir 1466

Gott framtak , ég vona að við hér getum skipst á lindarmálum ; )

85/3 

wr3ckl3sss   Iceland. Jan 06 2009 11:50. Athugasemdir 1466

Þá meina ég poker lindarmálum ekki hinsegins.

85/3 

Pokermus   Iceland. Jan 07 2009 20:06. Athugasemdir 24

Skemmtilegt viðtal og tek undir með wr3ckl3sss


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir