https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 80 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:41

SNG mót - Kominn í peninginn

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Ýmsar greinar
KariBjorn   Iceland. Feb 16 2009 10:09. Athugasemdir 840

Í þriðja og síðasta parti af þessari greinaseríu ætla ég að fara yfir þá spilun sem á sér stað eftir að allir spilararnir eru komnir inn fyrir peningabóluna og hvað þarf til að komast inn fyrir bóluna og vinna mótið að lokum, ég miða þá við 9 manna SNG þar sem 3 efstu fá borgað. <img src="http://www.pokergameinstruction.com/files/2008/03/tth18290sgbf1cc_78278a.jpg" align="right" border="0"

Þá eru einungis 3 eftir í mótinu sem við erum búnir að vera að spila, allir búnir að ná markimiðinu, að ná inn fyrir peninginn. Það ætti alltaf að vera fyrsta markmiðið þitt þegar þú spilar svona mót, að ná inn fyrir bóluna og endurmeta svo eftir það ný markmið. Enn og aftur skiptir stakk-stærð miklu máli þegar þú reynir að næla þér í efsta sæti.

Stór stakkur: Núna átt þú helst að setja mikinn þrýsting á gæjann í öðru sæti, hann getur foldað sterkari höndum en litli stakkurinn þar sem hann bíður oftast eftir að hann detti út. Afar sterk strategía er einnig að fara mikið allin og þvinga hina tvo þá til að kalla, þar af leiðandi geta þeir ekki endurstolið frá þér.

Miðjustakkur: Þetta fer auðvitað mjög mikið eftir því að hversu marga BB þú átt en gjarnan er miðjustakkurinn í kringum 15 BB á þessu stigi. Þú átt talsvert góðar líkur á að hampa sigri en þú verður að vinna þér það inn. Þú verður líklegast að sætta þig við 50/50 ef þú setur allt inn fyrir floppið ef þig langar í sigurinn. Ef þú ert í SB þegar litli stakkurinn er í BB ættir þú einnig að fara allin með u.þ.b. 60-70% handanna, það er ef litli stakkurinn hefur nógu marga spilapeninga til að folda.

Litlistakkur: Það eina sem þú getur gert er að fara allin, og þú verður að sætta þig við að eiga verri höndina. Ef þig langar að vinna verðurðu að vera heppinn, annaðhvort með að fá góðar hendur eða vinna með verri höndinni. Ef hinir spilararnir eru að setja mikla pressu á þig verðurðu einnig að opna fyrir veikari hendur til að annaðhvort fara allin eða kalla allin með. Hvaða ás sem er, er nokkuð sterk hönd á þriggja manna borði, hvaða par sem er, er líklegast alltaf besta höndin preflop.

Þetta eru aðeins útlínur af því hvernig spilun gæti átt sér stað fyrir innan bóluna, en af persónulegri reynslu sést þetta mjög oft. Það sem þú verður að sætta þig við er að ef allir eru nokkuð jafnir, munu úrslitin ráðast vegna heppni. Og sannleikurinn er sá að sigurvegari móta er gjarnan sá sem er heppinn í stórum pottum, en það er ekki öll sagan. Að koma sér í aðstöðu þar sem að maður hefur efni á að taka sénsa og tapa er það sem gerir góðan SNG spilara. Að taka eftir litlum pottum sem enginn virðist hafa áhuga á og stela honum skilar miklu.

Þeir sem ná oft inn fyrir bóluna í 9 manna SNG mótum eru einmitt þeir sem þora að skjóta þegar enginn annar þorir, og nýta sér veikleika annarra til hins ýtrasta. Að spila tight snemma og reyna að forðast stóra potta er afar góð strategía, opna svo leikinn rétt fyrir bóluna og byrja að stela meira og breytast að lokum í brjálæðing þegar komið er inn fyrir bóluna er það landar mörgum sigrum.

Facebook Twitter
Ég stel blindunum þínum meðan þú sefur!!! 

matti55   . Feb 16 2009 12:59. Athugasemdir 827

Flott grein.

Stay spewy my friends. 

magoos   . Feb 16 2009 18:26. Athugasemdir 5

Já. Flott grein


ingi_h   . Feb 18 2009 14:10. Athugasemdir 176

Fín grein.

Insane aggressive online style.

Svakalegt.


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir