https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 80 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 21:49

Þræðir á Póker Strategía - Viðmiðunarreglur

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker strategía
Sherlock   Iceland. Nóv 24 2009 13:28. Athugasemdir 3333

Hérnu eru nokkrar reglur fyrir þræði á Póker Strategía spjallborðið.
Lesið þetta áður en þið sendið inn þráð.

1. Nafnið á þræðinum.
Nafnið á þræðinum þarf að vera lýsandi fyrir hendina/spurninguna. Það sem er nauðsynlegt að nefna er;
* Hvaða pókerleik er verið að spila (No-Limit Hold'em, Pot Limit Omaha, Limit Hold'em, o.s.frv.)
* Tegund leiks (SNG/Cash Games/MTT, Heads-Up/6max/Full Ring/annað) og eitthvað lýsandi fyrir spurninguna.
* Ef hendin er mótahendi, þarf að taka fram ef þetta er sérstakt mót (Rebuy, shootout, o.s.frv.)
* Hvaða stakes er verið að spila.
* Ef að hendin er spiluð live, þá er gott að taka það fram.
* Ef að þráðurinn er grein eða fræðileg spurning, þá þarf ekki endilega allt þetta að koma fram. En þá skal merkja þráðinn fremst. Ef að þráðurinn er grein þá skal merkja hann Grein, ef að hann er færðileg spurning skal merkja fremst Theory

Slæm nöfn eru til dæmis:
Hvað geriði hér?
Erfitt spott!
What to do?
hmmmm?
hendi í móti
Kóngar

Góð nöfn eru til dæmis :
10NL FR - all in pre JJ?
25NL 6M, c/r turn trips
$5 NLFR Rebuy, TT, 20bb
50ploHU, bottom set, 200bb
$50SNG NL6M - 11bb deep A4o
50/100 NLHE FR live, QQ pre
Grein - Raise sizes preflop í NLHE
Grein - Tilt og hvernig skal takast á við það.
Theory - Non-Showdown línan

2. Innihald þráðarins.
Innihaldið má vera hendi sem þú sendir inn og biður um hjálp með að analyza. Það má einnig vera grein eða almenn fræðileg spurning (t.d. Hvernig skal spila JJ 100bb deep í 6max No Limit Hold'em cash games).
Innihaldið má ekki vera bad beat póstur eða annað svipað.
Ekki innihalda niðurstöðurnar í upphaflega póstinum, settu þær frekar inn eftir að einhver umræða hefur átt sér stað, svo að umræðan mótist ekki af niðurstöðunum.

Ef að þú sendur inn hendi af netinu, vertu viss um að senda hana inn í handabreytinn(leiðbeiningar hér) og setja hana svo í þráðinn með því að skrifa [Hand=XXXX] þar sem XXXX er númer handarinnar.

Settu inn allar upplýsingar um hendina sem skipta máli. Til dæmis:
* Ef að þú ert með stats úr forriti á borð við Hold'em Manager.
* Ef að þú ert með aðrar hendur (ekki fleiri en 3) sem mynda history á milli þín og hins spilarans, eða sýnir hvernig hinn spilarinn spilar.
* Ef að þú ert með einhver reads eða notes.

Í rauninni bara allt sem að þú heldur að skipti máli í ákvörðuninni.

3. Styttingar.
Styttingar sem hægt er að nota til að koma sem mestum upplýsingum í stuttan titil þráðsins.

NLHE = No-Limit Hold'em
PLO = Pot-Limit Omaha
LHE = Limit Hold'em
10NL = Cash game þar sem að 100bb eru $10 (eða €10, eða annað). 10NL er því $0.05/$0.10 No-Limit Hold'em cash game
25NL = Cash game þar sem að 100bb eru $25 (eða €25, eða annað). 25NL er því $0.10/$0.25 eða $0.12/$0.25 No-Limit Hold'em cash game.
50PLO = Cash game þar sem að 100bb eru $50 (eða €50, eða annað). 50PLO er því $0.25/$0.50 Pot-Limit Omaha cash game.
$50SNG = SNG með $50 buyin
HU = Heads-Up
6M = Six-Max, sex manna póker.
FR = Full Ring, 9-10 manna póker.
TPTK = Top pair top kicker
TP2K = Top pair second kicker
TPGK = Top pair good kicker
TPWK = Top pair weak kicker
2P = Tvö pör
3b = 3bet, reraise
4b = 4bet, re-reraise
FH = Fullt hús

25NL 6M - TPTK raised á turn
þýðir semsagt "No-Limit Hold'em 6max Cash game með blindurnar $0.10/$0.25. Ég er með Top Pair Top Kicker og er raisaður á turn."

Facebook Twitter
 Síðasta breyting: 31/03/2010 20:43

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir