https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 782 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 23:31

Íslandsmótið í Póker og Titillinn

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Almennt um póker
2_J_off   Iceland. Des 04 2013 10:27. Athugasemdir 688

Frábært að nú sé haldið Íslandsmót í póker árlega. Hef keppt síðustu 3 ár og haft gaman af.

Í ár kom sú staða upp að Kanadamaður að nafni Adrian Milroy vann mótið. Hann fékk verðlaunaféð en Heimir Guðbergsson sem lenti í öðru sæti fékk armbandið og nafnbótina Íslandsmeistari í Póker 2013.

Mín skoðun er að Adrian hefði átt að fá nafnbótina og armbandið. Runner up einfaldlega verðlaunafé fyrir annað sæti og klapp á bakið fyrir góða frammistöðu.

Sá sem vill verða Íslandsmeistari í póker þarf að skrá sig í mótið og vinna það. Það eru ekki gerðar kröfur um ríkisborgararétt þegar skráð er til leiks.

Það er ekkert að því að útlendingur sé meistarinn á Íslandi, hann fékk að skrá sig í mótið og vann.

Til hliðsjónar þá eru ekki allir með enskan ríkisborgararétt sem vinna Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Samt mega þeir kalla sig Englandsmeistara. Svo má t.d. Gary Martin í KR kalla sig Íslandsmeistara í fótbolta því hann er leikmaður KR þrátt fyrir að hann sé útlendingur.

Póker er einstaklingsíþrótt. Ég veit ekki reglurnar með það á Íslandi. T.d. hvort útlendingur getur verið Íslandsmeistari í Badmínton. Mér finnst það ekki skipta máli. Póker er öðruvísi. Þar spila menn (kvennmenn og karlmenn) af öllum aldri og þjóðerni saman þennan leik. The beauty of the game. Væri synd að yfirfæra þá einhverja Badmíntonreglu á þessa pókeríþrótt sem er íþrótt án landamæra.

EPT: Margir utan Evrópu kalla sig Evrópumeistara og fá armband með því að vinna keppnina.

OSFV.


Ég sé bara tvennt í stöðunni:

1. Leyfa öllum að taka þátt í mótinu, sama hvaða þjóðerni (eins og er í dag), og þá um leið Íslandsmeistarinn sé sá sem vinnur mótið en ekki sá næsti Íslendingur í röðinni. Ef þessi keppni þróast alþjóðlega með árunum þá sem dæmi væri final table helmingurinn útlendingar og helmingur Íslendingar. Næsti Íslendingur í röðinni væri þá kannski í 4 sæti og fengi armbandið og nafnbótina. Þetta finnst mér ekki góð þróun því við viljum allir að þessi keppni verði stærri með ári hverju. Bara breyta reglunum. Útlendingar geta orðið Íslandsmeistarar, Englandsmeistarar , Evrópumeistarar o.s.frv.

2. Leyfa einungis Íslendingum að skrá sig í mótið. Ef menn vilja hafa Íslending sem vinnur Íslendingamótið þarf þá að gera það skilyrði við skráningu að viðkomandi hafi hér ríkisborgararétt. Persónulega finnst mér ekki heil brú í að leyfa öllum að skrá sig í Íslandsmeistaramót og neita þeim svo um titilinn.


Mér finnst ekki skynsamlegt að hafa þetta eins og þetta er núna. Næsti Íslendingurinn í röðinni fær armband og titil. Ég var hissa á sínum tíma þegar þetta var gert. Sá enga umræðu um þetta þannig ég er svona að skapa hana núna.

Hvað finnst ykkur.

Facebook Twitter
 Síðasta breyting: 04/12/2013 13:08

HotChip   Iceland. Des 04 2013 10:54. Athugasemdir 4190

Ég er fylgjandi þeirri stefnu sem PSÍ tók í þessu máli.

Finnst hópíþróttardæmin sem þú tekur ekki viðeigandi þar sem póker er einstaklingsíþrótt. Í hópíþróttum verða lið Íslandsmeistarar, ekki einstaklingar. KR varð íslandsmeistari (íslenskt félag), ekki Gary Martin (útlenskur einstaklingur) eða Brynjar Björn (íslenskur einstaklingur). Þó vissulega sé talað um að menn verði íslandsmeistarar í hópíþróttum í daglegu tali þá er það ekki raunin, liðið er fyrst og fremst íslandsmeistari. Til þess að lið geti orðið íslandsmeistari þarf það að vera íslenskt, Real Madrid getur ekki skráð sig í íslandsmótið og orðið Íslandsmeistari.

Að mínu mati er íslandsmeistari (þegar kemur að einstaklingsíþróttum) sá íslendingur sem stendur sig best allra íslendinga á íslandsmóti (eða mótaröð) í ákveðinni grein. Hvort sem það er hlaup, skák, póker eða dvergakast.

Annað mál er hvort leyfa eigi útlendingum að taka þátt í íslandsmótum. Það kallar á allt aðra umræðu. Að mínu mati finnst mér meika sense að leyfa það í póker því pókermót verða veglegri og bitastæðari eftir því sem þátttakendum fjölgar. En fyrir flestar aðrar íþróttir/greinar þá held ég að ég sé á móti þátttöku útlendinga í svokölluðum íslandsmótum. Allavega dettur mér ekki í hug neinar greinar í fljótu bragði sem ég held að þátttaka útlendinga myndi meika mikið sense fyrir utan póker.

Góð umræða engu að síður því þetta var vissulega áhugaverð staða sem kom upp í kjölfar sigurs Adrians

p.s. Fun Fact: Adrian Milroy gerir High/Mid-Stakes NLHE Full Ring kennslumyndbönd á síðunni runitonce.com sem er í eigu Phil Galfond.

Linkur á prófílinn hans: http://www.runitonce.com/adrian/bio/

All war is based on deception - Sun TzuSíðasta breyting: 04/12/2013 10:56

viktorak   Iceland. Des 04 2013 11:32. Athugasemdir 1416

Góð umræða, persónulega finnst mér þegar að um íslandsmeistaramótið sé að ræða að þá megi aðeins íslenskur ríkisborgari fá nafnbótina íslandsmeistari í póker en öllum er opin þáttaka, sama af hvaða þjóðerni, svipuð pæling og með að leyfa "amatörum" að taka þátt í PGA en mega ekki vinna peninga fyrir þáttöku sína.

Svo er önnur umræða sem mér finnst að eigi að fara af stað. Á PSÍ, í samstarfi við t.d. PokerStars að halda hér á landi 1000-5000 evru mót á næstunni þar sem það yrði alþjóðlegt mót, við myndum bara kalla það "IPPT" eða eitthvað eins og er gert í Suður-Ameríku eða Asíu og reyna að búa til alþjóðlegt mót hér á landi og sjá hvernig íslenska þjóðin/ríkisstjórnin tekur í það?

Lays down a monster. The fuck did you lay that down?  

leos147   Iceland. Des 04 2013 11:36. Athugasemdir 3671


  Svo er önnur umræða sem mér finnst að eigi að fara af stað. Á PSÍ, í samstarfi við t.d. PokerStars að halda hér á landi 1000-5000 evru mót á næstunni þar sem það yrði alþjóðlegt mót, við myndum bara kalla það "IPPT" eða eitthvað eins og er gert í Suður-Ameríku eða Asíu og reyna að búa til alþjóðlegt mót hér á landi og sjá hvernig íslenska þjóðin/ríkisstjórnin tekur í það?Þurfum við ekki að hafa casino fyrir þannig mót(aröð)?


viktorak   Iceland. Des 04 2013 12:04. Athugasemdir 1416


  Þann Desember 04 2013 11:36 skrifaði leos147:
Show nested quote +Þurfum við ekki að hafa casino fyrir þannig mót(aröð)?


Það er ekki nauðsynlegt held ég þar sem oft hafa mót úti verið haldin á hótelum sem breytt hafa verið í "casinofloor" eins og t.d. í Tallinn og Berlín en þar eru mótin á vegum PokerStars haldin á hótelum sem eru alla jöfnu ekki casino.

Lays down a monster. The fuck did you lay that down?  

magnusvalur   Iceland. Des 04 2013 13:05. Athugasemdir 1154

Finnst að það ætti frekar að fara í samvinnu við norðurlandaþjóðirnar þar sem væri skandinavísk mótaröð með t.d. 1000$ buy inn. Þá yrðu kannski 5 mót, eitt á íslandi, eitt í noregi, svíþjóð, danmörku og finnland á mótin haldin á tveggja mánaða tímabili með sattelites á helstu síðum. Finnst það vera mun áhugaverðara.

I hate to fold a pair 

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir