https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 54 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:12

Live donkament bustout hönd

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker strategía
HotChip   Iceland. Nóv 15 2013 05:32. Athugasemdir 4190

Ég ákvað að spila dag 1B í risastóru donkamenti hérna í Prag. Mótið heitir Millionaire (hluti af Czech Poker Festival sem er í gangi núna) og trekkir marga spilara að vegna lítils Buy-in (2.800 CZK = ~18.200 ISK) en samt sem áður guarenteed 1.000.000 CZK (~6.500.000 ISK) fyrir fyrsta sæti. Mótinu er skipt niður á 3 byrjunardaga 1A, 1B og 1C sem allir eru spilaðir í 3 borgum samtímis. Svo er spilaður dagur 2 þar sem allt fieldið sameinast í fyrsta sinn og loks lokaborð á degi 3. Mótafyrirkomulagið er þannig að hægt er að nota 1 Re-entry á fyrstu 5 levelum alla byrjunardagana og ef þú dettur út á ákveðnum degi máttu hefja leik aftur á næsta degi svo framarlega sem það er annar byrjunardagur.

En ég s.s. spilaði dag 1B í gær í Card Casino Prague þar sem tæpir 300 spilarar mættu til leiks þann daginn. Ég spilaði frekar tight (sérstaklega til að byrja með) og fannst spilararnir á borðinu vera farnir að taka eftir því þannig ég náði að expoita það með því að taka niður nokkra potta hér og þar án showdown með því að cold4betta aktífustu gæjana 2x og nokkra 3b potta. Svo tók ég einhverja multiway limp potta líka með fyrstu showdownunum mínum. Var eiginlega í kringum starting stack allan tímann en tapa 1/3 af stakknum þegar ég 3b K5s í sb gegn loose btn opener. c/c 753ds flopp með par+bdfd. c/c Q þegar ég turna fd. c/f gegn overshovi á T brick river.

Þá var ég kominn niður í 10.000 stack í blindunum 150/300 25 ante. Tek svo niður 3 potta í röð með því að 3b squeeza aktífa spilara. einu sinni mjög light, svo KQ og svo AA. Þá var ég kominn upp í 17k. Einum hring síðar eða svo cold4betta ég aftur létt en er cold5bet shovað yfir mig og ég folda. Gradually dett niður í um 12k í blindunum 200/400 50 ante.

Stuttu síðar er sami gæji og cold5bettar mig að opna 1100 í utg+1 (blinds 200/400 50 ante) og ég er með TT í bb og foldað til mín. Ég veit ég er að fá odds til að setmina en fannst shove vera álitlegri kostur. Ef ég kalla eru mörg erfið flopp til að spila postflop með svona lítinn stakk. Einnig er þetta góður staður í mótinu til að komast í góðan stakk því það er farið að styttast í annan endann á deginum og blindarnir farnir að kicka inn harðar með antes. Ég er að riska c.a. 11.550 til að vinna 2.050 og er oft í fínum málum þegar hann kallar. Held hann sé að opna ágætlega vítt þarna eftir að hafa tekið fínan pot stuttu áður og með ágætan stakk. Held hann kalli shovið með 77+, AQ+, jafnvel AJs.

Hann instakallar með AQ og Q lendir á river og ég út eftir 6 tíma spilun eða svo.

Hvað segið þið um shovið?

Einhverjar viðbótarforsendur sem vantar hérna til að segja til um það?

edit: Myndir af Card Casino Prague (Sama casino og heldur Prague Poker Festival í desember - þar á meðal €3,300 WPT event) - Flottur pókersalur en ég er minna hrifinn af reykmökkaða cashgame herberginu og slotssvæðinu. En fríir drykkir fyrir spilara er gott concept. Þá aðallega ef villains eru að nýta sér það grimmt

Myndir í spoiler:
+ Sýna spoiler +

Facebook Twitter
All war is based on deception - Sun TzuSíðasta breyting: 15/11/2013 06:57

leos147   Iceland. Nóv 15 2013 13:52. Athugasemdir 3671

Hefði líklega 3b/kallað frekar en að 3b shippa 30bbs. Sett það í 2800 or some


KariBjorn   Iceland. Nóv 15 2013 16:23. Athugasemdir 840


  Þann Nóvember 15 2013 13:52 skrifaði leos147:
Hefði líklega 3b/kallað frekar en að 3b shippa 30bbs. Sett það í 2800 or someJamm... gaman að þessu, ætlarðu að gera eitthvað annað þarna í bjórborginni?

Ég stel blindunum þínum meðan þú sefur!!! 

HotChip   Iceland. Nóv 16 2013 04:39. Athugasemdir 4190

Fannst shove "þægilegra" en 3b til að forðast óþægileg postflop situation. Þó það hefði eflaust gengið betur í akkúrat þessu runouti. Þeas hann kallar væntanlega pre en foldar á flop.


  Þann Nóvember 15 2013 16:23 skrifaði KariBjorn:
Show nested quote +Jamm... gaman að þessu, ætlarðu að gera eitthvað annað þarna í bjórborginni?

Já ég er í námi hérna úti. Ætla að reyna að finna mér einhverja fleiri eventa til að spila þegar ég hef tíma. Nóg í boði á næstu misserum...EPT, Eureka, Prague Poker Festival og Czech Poker Festival til að nefna dæmi.

All war is based on deception - Sun Tzu 

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir