https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 279 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:21

MTT Spurningar

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker strategía
HotChip   Iceland. Nóv 01 2013 15:24. Athugasemdir 4190

Sælir. Í ljósi þess að ég stefni á að spila nokkur live MTT á næstu misserum hef ég ákveðið að leika mér í low stakes MTT's þegar ég hef tíma á Tilt og Stars til upphitunnar. Þar sem að ég er CG spilari að upplagi er ég sí og æ að reka mig á hluti þar sem ég er ekki 100% viss á hvað er rétta leikaðferðin í hinum og þessum spottum.

Nú veit ég að ýmsir færir MTT spilarar lurkast á þessu spjalli okkar (t.d. Zigslick, eatyourstac, makkarinn, leos147 og sævaringi bara til þess að nefna dæmi). Þess vegna spyr ég ykkur MTT spilarar (ekki bara þessa heiðursmenn), eftirfarandi spurninga (og þær verða eflaust fleiri síðar meir):

1. Hvenær látið þig Payjumps hafa áhrif á spilamennsku ykkar? Þ.e.a.s þarf payjump að vera ákveðin % af bankrolli ykkar til að ykkur sé sama eða skipta stacksizes annarra spilara meira máli? Látið þið kannski payjumps aldrei hafa áhrif á ykkur nema um er að ræða "life-changing-money" (t.d. FT á WCOOP)?

2. Hversu fá BB (eða M-ratio) þurfið þið að hafa þegar ykkar eina play er push/fold? Hversu fá BB (M-ratio) þurfið þið að hafa þegar eina playið er að pusha any two?

3. Hversu grunnir þurfið þið að vera þar til opnaninar ykkar (ekki shove) eru einungis minraise? Einhver þumalputta regla hvernig þig decreasið opnunarstærð eftir því sem mótið verður grynnra?

Það er ekki meira að sinni. Bæti eflaust fleiri spurningum við síðar meir þegar ég rek mig á fleiri og fleiri hluti

Eins og ég segi, þessar spurningar eru einungis til þess að flýta fyrir lærdómsferlinu hjá mér og ég er auðvitað þakklátur hverjum þeim sem gefur sér tíma til þess að svara þessum spurningum.

Kv. MTT asninn

Facebook Twitter
All war is based on deception - Sun Tzu 

leos147   Iceland. Nóv 01 2013 15:36. Athugasemdir 3671

1. Best að pæla bara í payjumps í formi ICM, semsagt á ft bubble og á lokaborði hvað mest. Ég er samt sekur um að fara lítilega móti ICM í minni mótum en fylgja því mjög strict í stærri mótum þar sem að stærri peningar eru í boði.

2. Fer allt eftir position, stack size á fólki behind og hendi þinni. En ég held að 10bbs sé standard stack til að vera að shove-a einungis þó maður geti fundið spott til að r/f undir mjög sérstökum kringumstæðum. Annars eru margir að shippa stökkum uppí 20bbs.

3. Ég opna 3x með stack yfir 100bbs effective á borðið sem eru oftast level 10/20 - 15/30 í 3k starting stack mótum. Í 20/40 fer ég að 2,5xa og 25/50 og seinni level minraise-a ég bara. Styðst samt alltaf við þá reglu að vera ekki að 3xa nema með 100bbs effective eða meir. Síðan ef þér finnst borðið þitt mjög fishy þá geturu bara 3xað lengi fyrir value ef þér finnst þeir ekkert vera að folda meir fyrir því.

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað

p.s. takk fyrir að nefna mig sem færann mtt spilara, hahah.

 Síðasta breyting: 01/11/2013 15:38

eatyourstac   Iceland. Nóv 02 2013 01:45. Athugasemdir 1661

Mjög góð umræða, ætla að reyna að svara þessu eftir bestu getu en margt er svo breytilegt eftir hverju situationi fyrir sig.

1. Hvenær látið þig Payjumps hafa áhrif á spilamennsku ykkar? Þ.e.a.s þarf payjump að vera ákveðin % af bankrolli ykkar til að ykkur sé sama eða skipta stacksizes annarra spilara meira máli? Látið þið kannski payjumps aldrei hafa áhrif á ykkur nema um er að ræða "life-changing-money" (t.d. FT á WCOOP)?
Ég spila alltaf til sigurs og pæli ekki mikið í pay-jumpinu í flestum mótum, nýti mér þá sem vilja choppa eða eru scared money. Aftur á móti ef það eru miklir peningar í húfi þá reyni ég að forðast það að fara í situation sem ég þarf kannski ekki endilega á að halda, þarf ég að taka coiner þarna? Afhverju ekki frekar að reyna accumulatea chips á annan hátt? Í háu payouti í gegnum tíðina hefur þetta samt verið rosa lítið vandamál þar sem menn spila oft mjög aggró og mjög fá weak spot. Ef ég er með mjög lítinn stakk og ég sé að aðrir eru að hrinda inn stakknum og það er kannski ágætis pay-jump þá reyni ég að nitta mig upp. Hef oft grætt vel á að "fljóta" í 3 sætið eða hu jafnvel!

2. Hversu fá BB (eða M-ratio) þurfið þið að hafa þegar ykkar eina play er push/fold? Hversu fá BB (M-ratio) þurfið þið að hafa þegar eina playið er að pusha any two?

Mjög dependant eftir situationi. Ef ég er með 15-20 bbs (stakk sem ég kalla þjófastakk) og stór stakkur er sífellt að opna við hliðina á mér þá shovea ég víðar því hann er að opna vítt, ég víkka rangeið mitt gagnvart honum (come on sense). Í 180 manna turbos þá er oft eina playið þegar það er komið deep að shovea og víkka ég rangeið mjög mikið og set pressu ef ég er með stakkinn til þess, einnig víkka ég rangeið þegar það er komið nálægt money þar sem menn vilja þrengjast þá. Er samt ekki að shovea einhverju sorpi þar sem menn eru byrjaðir að kalla mjög light nowadays. Svona ef ég ætti að ráða eru 8-12bbs í mtt besti stakkurinn til að shippa ég er ekki mjög hrifinn af því að vera að opna með minna en 18 bbs nema ég sé að inducea! Stundum neyðist bara til að pusha any two og þá reyni ég að gera það á stakk sem mun hurta ef hann kallar shoveið mitt og tapar (Dæmi ég er með J3 í co með 6bb og bb á 10 bbs þá er ég mun líklegri til að shovea en ef bb ætti 40 bbs þá myndi ég mjög líklega folda. Einnig er þessi hugsun mjög mikil í sngs þar sem þú þarft að shovea oft any two og þá shovea ég any two á stakka sem munu hurta og sérstaklega ef það er bubbla í gangi!

3. Hversu grunnir þurfið þið að vera þar til opnaninar ykkar (ekki shove) eru einungis minraise? Einhver þumalputta regla hvernig þig decreasið opnunarstærð eftir því sem mótið verður grynnra?

Ég er byrjaður að min rasa nowadays alveg í 50/100 mixa því upp samt er með table ninja stillt á 2,14x. Oft gott að setja upp í 214 frekar en 200 þar sem það býður upp á meira induce sérstaklega í sngs. Annars min-raisa ég alltaf þegar maður er kominn deep en stundum breyti ég útaf vananum ef það eru rosalegar stations í bb þá virkar oft betur að setja 6,690 frekar en upp í 6k (hugsunin hjá fiskunum að þetta sé svo lítið betur að þeir eiga að kalla, 6690 gerir þá mun líklegri til að folda) en auðvitað er frabært að spila in pos á móti fiski það er ekki það en það getur verið pirrandi og erfitt að setja þá á hendur ef þeir flatta alla bb gegn þér og getur kostað tournament life á endanum.

you need to try to get a head from a dude (Damon Campbell) 

pocketpockets   Iceland. Nóv 02 2013 20:21. Athugasemdir 566

Það sem stakkurinn sagði beisikklí.

1. ICM er krítískt og kemur með reynslunni. Auðvitað á það ekki að skipta máli hversu stórt mótið er en það skiptir samt máli. Ef þú ert í túrbó móti þar sem þú og einn annar eru með 18 bbs á lokaborði og hinir með 2-5 bigs þá er það auðvitað glapræði að kalla shove frá hinum stóra með AK en maður gerir það samt í litlu mótunum og foldar því í þeim stóru.

Aðalatriðið samt er að setja pressuna sjálfur þannig að maður þurfi ekki að pæla í þessu. Velgengni í mtts er að miklu leyti hvernig þú stendur þig á lokaborðunum. Ef þú ert stór þá áttu að setja að setja pressuna á miðjustakkana en fara varlega gegn shorturunum. O.s.frv.


2. Þetta er svolítið afstætt. Ef ég er á button með 22 þá shova ég 20bbs því það er profitable play. Ég reyndar er ósammála stakknum með eitt þarna. Ég er duglegur að stela með 16-18 BB stakk en þá þurfa stakkarnir líka að vera réttir á borðinu. Það lookar sterkt að raisa með 16 bigs og 30 bb stakkur á mjög erfitt með að combata það nema með shovi og þá er hann að riska yfir helmingnum af sínum stakki. Maður fær mörg fold þannig. Hins vegar er glapræði að gera það ef einhver með 7 BB sé á borðinu og eins á 100 BB stakkur auðveldara með það að shova yfir þig með marginal holdings. Svo auðvitað eru villains stundum með hendur og þá taparu fjórðung af stakknum sem er bömmer.Ég mixa raise size mjög í fyrstu levelunum en oftast er ég að raise 3x fyrstu tvö levelin og þau fara svo stigminnkandi þangað til þau eru komin í minraise í 50/100.

Er samt að pæla í að breyta aðeins um í þessum efnum, sérstaklega þegar stakkarnir eru djúpir. Þegar blindarnir eru 200/400/50 og ég minraisa þá er bb-inn að fá meira en 4/1 til þess að kalla og menn defenda bb-inn sinn fokk vítt þessa dagana. Maður verður að combata það með því að barrela stíft og setja pressu en það eykur variance-inn.

Raise upp í 2,25x (900 í þessu tilviki) virkar því oftar og ég held að maður fái færri 3bet bluff á sig þar sem það verður dýrara fyrir villain. Ókostirnir við það er að 4bettin verða stærri partur af stakknum hjá manni ef maður þarf að combata gegn 3bet maniac.


Annars líst mér vel á að þú sért að prufa MTTs. Í small stakes eru fullt af veikum spottum og þú átt að geta chippað þig vel upp í early stages með þinn cash game bakgrunn. Short stack play kemur með reynslunni en maður er miklu fljótari að pikka það upp heldur en að vera góður post flop. Almennt er nefnilega tourney spilarar mjög slakir á svellinu þar.


Gangi þér vel.


Otto Marwin   Iceland. Nóv 03 2013 08:40. Athugasemdir 1630

ég elska free info, er sjálfur í mtt pælingum, t.d mjög spenntur fyrir MicroMillions

Luck just can´t explain it 

HotChip   Iceland. Nóv 03 2013 10:24. Athugasemdir 4190

Takk kærlega fyrir svörin herramenn, þið valdið ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn. Ef ykkur er sama þá væri ég til í að kafa örlítið dýpra í sum svörin og jafnvel fá ykkar álit.

Varðandi 1:
Allir virðast vera sammála um það að ICM er lykilatriði á FT. Nú þekki ég ágætlega pælinguna á bak við ICM en það sem ég kann ekki er að beita ICM í practice, þeas við borðið. Hvernig farið þið að því? Eruð þið að framkvæma útreikninga við borðið eða eruð þið bara með einhverjar þumalputtareglur á bak við eyrað í ljósi reynslunnar og jafnvel post-game ICM pælinga?

Varðandi 2:
Virðist vera á svipuðum nótum þegar kemur að bb fjölda fyrir pure push/fold mode. En varðandi það að raisa bara með undir 20bb, ég hef rekið mig á það að ég á það til að shova þær hendur oftar sem ég vil ekki fá kall með en opna bara þær hendur sem ég vil fá action á (s.s. til að induca shove). Finnst sú taktík samt of exploitable og hef velt því fyrir mér hvort það sé ekki gott að eiga b/f range til að balanca inducin mín. Þeas hendur eins og K2o t.d. En þá væri shoving rangeið mitt á móti frekar capped (ef ég er að induca með monsterin). Hvað segið þið um þetta? Eruð þið eitthvað að b/f með undir 20bb eða er það algjör mýta?

Varðandi 3:
Allir sammála um að færa sig fljótlega úr 3x niður í minraise á fyrstu levelum. Finnst hins vegar góður punktur að raisa örlítið (bara örlítið) hærra en minraise, sérstaklega gegn fiskum, til þess að fá fleiri fold. Bara það að raisa 210 í 50/100 finnst mér fá fleiri fold en minraise. Held bara að margir fiskar séu með það fast í hausnum á sér að folda bara aldrei gegn minraise en ef þeir sjá að raisið er eitthvað hærra en minraise (þó bara örlítið) eru þeir líklegri til að defenda þrengra (Er að byggja þessa pælingu á mjög litlu sample size ég veit )

Svo vil ég endilega fá fleiri nöfn í umræðuna. Það er ekki skilyrði að vera MTT mulningsvél til að tjá sig hérna

All war is based on deception - Sun Tzu 

KariBjorn   Iceland. Nóv 03 2013 23:29. Athugasemdir 840

1.
Eins og meistararnir sögðu þá kemur ICM mest við sögu á FT og FT bubble, eitt það sem ég hata mest við að vera deep í móti er að hafa góðan bigstack á vinstri þegar tvö borð eru eftir í mótinu. Mann langar að 4b bomba öllum höndum sem maður opnar þegar hann 3bettar þig í 4 skiptið í röð en vegna þess að þú ert kannski í 3-4 sæti í heildina er það frekar dumb. Þétta frekar open rangeið og 3 betta frekar víðar... Ég er aldrei að reikna neitt út við borðið, þetta er meira eftir reynslu.

2.
Það eru mjög fá situation þar sem ég bomba 16-20bb's fyrstur inn í pottinn, þetta er síbreytilegt líka þar sem maður verður líka að fara eftir avg stack á borðinu. Ef avg stakkur á borðinu er t.d. 18bb's þá geturðu vel R/F með lægri stakk en 16bb. Varðandi að balanca á milli pure steal og induce með monsters þá verður maður að geta R/C marginal hendur ef aðstæðurnar bjóða upp á það. Þú dettur vissulega oftar úr mótum en nettar líklegast miklu meiri chips in the long run. Svo er ekki endilega þörf á að hafa áhyggjur af því að vera exploitable, í venjulegu 5$ móti eru langfæstir að átta sig á því hvað þú ert að gera svo það skiptir ekki miklu máli að vera balanced þar sem þeir resteala líklegast bara með sterkum höndum. Varðandi R/F undir 20bb's þá er það orðinn mjög eðlileg taktík hjá flestum sem spila mtt reglulega. Trendið fyrir 2 árum eða svo var að það væri silly að R/F undir 20bb's en sá tími er löngu liðinn. Ef þú hefur tíma þá geturðu railað Pessagno, algjör meistari með shortstakkinn, ótrúlegt hvað hann nær að setja mikla pressu þó hann sé mjög short.

3.
general regla með raise size er að minraisa amk alltaf eftir að ante-in kikka inn. Það er mjög fín regla. Ég sé samt einmitt rosalega marga regga minraisa í fyrstu levelunum sem meikar ekkert sens amk fyrir mér þar sem flestir þeirra spila mjög abc pre og 95% af open ranginu þeirra er valuerange. En já þú kemst langt með að halda þig við 2x-2,3x þegar stakkarnir verða semi shallow. Þetta er líka alveg breytilegt og nokkur mót á pokerstars.fr þar sem ég 2,5x allan tímann. Minraise eða eitthvað rétt yfir fær bara ekki fold. Svo er nett trikk að 3xa fyrstu höndina sem þú opnar eftir að þú ert fluttur á nýtt borð og þá sérstaklega í hærri stakes eða þá að 3betta 3x í slétta tölu. Enginn þekkir þig og það halda allir að sá sem 3xar sé bara með valuerange, hljómar kannski eins og mikið en þegar leikurinn er orðinn eins og hann er (mjög aggró) þá getur verið fínt að dulbúa sig sem fisk í smá stund. Reggarnir fatta þetta aldrei. Open limpið er líka að verða að trendi aftur.

Ég stel blindunum þínum meðan þú sefur!!! 

HotChip   Iceland. Nóv 04 2013 13:46. Athugasemdir 4190

Góðir punktar Kári...gaman að fá þig inn í umræðuna

Hér eru nokkur önnur atriði sem ég væri til í að fá ykkar skoðanir á herramenn:

4. Notkun á HUD - Hvaða stats eruð þið að nota og hvernig? Eins og ég sé þetta þá erum við ekki að græða mikið á flestum "lifetime" stats því ef þú mætir á borð með gæja og þú átt 100 hendur á hann þá veistu ekki hvort þessar 100 hendur voru spilaðar undir sama structure og nú. Þ.e.a.s. kannski var aðilinn short allar þessar 100 hendur en er núna 100bb deep og spilar þá væntanlega allt öðruvísi. Fyrir mér lítur þetta þannig út að algjör basic stöt gætu hjálpað til að betur aðgreina fiska frá reggum og þá bara styðjast við "current session stat" og sjá hvernig spilararnir eru að spila NÚNA á ÞESSU borði á ÞESSUM tíma...ef þið eruð að grípa driftið mitt.

5. Rebuys vs Freezeouts - Eru rebuy tournament ekki mun betra value en freezeouts? Fyrir mér er það augljóst því að maður borgar ekki rake af rebuys og addon og því eru $3 rebuys að spilast líklega svipað og $10 freezeouts en maður greiðir einungis rake af upprunalega buy-in upp á $3. Annað sem ég er að gefa mér er að margir fiskar skrái sig í rebuys en rebuy-i endilega ekkert og því mikill dauður peningur þar á ferð. Síðast en ekki síst spilast rebuy-s dýpra en freezeouts og því ætti skillfactorinn að vera meiri (+ það að sem cg spilari líður mér betur með dýpri stakk )

6. Rebuy Strategía - Er alltaf profitable að rebuya í max? Hvernig er ykkar skoðun á því? Einhvern tímann ekki +EV að ykkar mati að rebuy-a í max? Hingað til hef ég alltaf ákveðið að rebuy-a bara í max og auto-add on í mtt's. En hef farið að velta því fyrir mér undanfarið hvort það sé ekki mest +EV að regga á síðustu stundu í "erfiðari" rebuys og add-ona strax. Því frá game-theory sjónarmiði ætti sú strategía að skila mestu EV. Því þú færð fleiri chips fyrir buy-in-ið þitt heldur en þeir sem keyptu sig inn fyrir addon tímabiliið. Thoughts?

Friður

All war is based on deception - Sun TzuSíðasta breyting: 05/11/2013 03:55

KariBjorn   Iceland. Nóv 04 2013 19:50. Athugasemdir 840

4.
Ég hef ekki notað hud í nokkurn tíma eftir að postgresql fokkið hætti að virka í tölvunni minni, þarf að koma því í lag. En ég kemst mjög vel af með að opr-a alla við borðið þegar ég er deep, fletta upp á P5's eða googla screenname. Þetta er auðvitað vesen að þú veist aldrei hvort að einhverjar 150 hendur eru spilaðar í fyrstu levelunum og sýna viðkomandi spilara sem ABC nit eða margar hendur af lokaborði þar sem hann er með maniac stöts. Þegar ég notaði huddinn þá nótaði ég oft hjá mér líka ef stötsin voru ekki alveg að falla undir hvernig viðkomandi spilari var að haga sér, sbr early levels eða late game. Svo í holdem manager á að vera hægt að tvískipta stöttunum þannig að þau sýni hvernig viðkomandi spilari hagar sér með mismunandi stakk, er ég nokkuð viss um. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt að vita því maður lendir t.a.m. mjög oft í leiðandaspottum með hönd eins og AJs eða 88 þegar 17bb stakkur opnar úr EP. Þá er vissulega nice að hafa stött á hvernig hann spilar sub 20 bb stack.

Helstu stöttin sem skipta mig máli eru preflop stöt, 3b, 4b, steal, fold to steal, resteal osfvr. Einnig eru flop/turn/river aggression stöttin mikilvæg finnst mér, sérstaklega þegar maður er að velta fyrir sér implied úr bb því eins og makkarinn sagði þá er það orðið semi profitable að defenda "fokkvítt". Þá er nice að vita preflop hvort maður sé að fara að komast upp með OOP float, C/R osfrv.

5.
Rebuy mót er jú oftar en ekki betri en freezeout mótin en það er ekki algilt. Big mótin á stars eru með mjög góðum strúktúr til dæmis á meðan 3$r 20k gtd og 10$r 40k gtd eru með hraðan strúktúr á virkum dögum. Um helgar spilast þau dýpra, 5 dollara quad mótin spilast líka oft mjög shallow í late game svo þetta er alls ekki algilt að rebuy mótin séu dýpri. En valueið er klárlega meira í þeim, það er ekki spurning. 20 cubed er örugglega uppáhalds margra midstakes grindera og það er örugglega eitt besta daglega mótið á stars, nema hvað ég runna illa í því.

6.
Ertu semsagt að tala um cubed og quad mót? 1r1a eða 2r1a? Ég toppa alltaf uppá stakkinn minn í byrjun, alveg sama strategíu pæling og að sitja ekki við cashborð fullt af fiskum með hálfan stakk. Margir sem gera þetta í 3xr mótunum að regga rétt fyrir lokin á rebuy period og addona, starta svo með 5bb eftir break og reyna að runna stakkkinn upp, sparar örugglega pening, ég spila þessi mót reyndar ekki neitt. Ef þú ert að spá í þetta út frá venjulegum rebuys þá myndi ég ekki spila mótið nema ég hefði efni á að reloada nokkrum sinnum. En þetta kemur aftur inn á það sem ég nefndi með 3r og 10r á stars. buyin rebuy og addon þar eru 5000 chips, blindar eftir rebuy period eru 100/200/25 á virkum dögum, fyrir mér meikar það ekki sens að taka þá línu. Frekar að taka nokkur gömbl í rebuy period og reyna að eiga monsterstack eftir fyrsta break.
Það var einhver dúlla sem setti þetta upp í dæmi fyrir nokkrum árum að komst að því að þú þarft að eiga einhverja tugi prósenta af chips in play til að það sé ekki +ev að reloada/addona.

Ég stel blindunum þínum meðan þú sefur!!! 

pocketpockets   Iceland. Nóv 05 2013 04:13. Athugasemdir 566

4.
Höddinn minn inniheldur VPIP, PFR, STL, Cbet, Fold to Cbet, 3bet, fold to 3bet. Nokkuð basic held ég.

5.
Það er meira value í rebuy mótum. Það er engin tilviljun að það er aðeins eitt "rautt" rebuy mót á pokerstars á viku (sunday 109r) þar sem rake-ið er töluvert minni partur af prizepoolinu.

3r og 5r spilast djúp á þri, fim og lau. 10r spilast djúp á mán, mið og fös. Á sunnudögum eru þau nokkuð djúp en með stærra ante.

Sammála Kára með quad mótin. Finnst þau hreinasti hryllingur þar sem þau spilast allt of djúp í tvo tíma og svo verður þetta hálfgert túrbó í restina.

Ef þú vilt freezeout með betri strúktúr þá mæli ég með Full Tilt. Fleiri level þar og blindarnir lengjast eftir því sem líður á.

6.
Það eru tvö school of thought þegar kemur að rebuy mótum. Annars vegar að skrá sig inn í restina á late reg og taka addon, þ.e.a.s. ef addonið gefur af sér fleiri chips en venjulegt rebuy.

Hins vegar er það að taka mörg rebuy og reyna runna í monsterstakk. Fyrir mjög góða spilara sem eru ++EV í móti þá er þetta klárlega the way to go. Með því að komast í stóran stakk þá geturu spilað fleiri hendur og átt meiri möguleika. Eftir því sem góður spilari getur spilað fleiri hendur og átt fleiri möguleika þá er það að sjálfsögðu af hinu góða. Fyrir þá sem eru marginal winners í móti þá er betra að taka ekkert rebuy.

Að sjálfsögðu geri ég hvorugt. Ég regga mig inn í byrjun, rebuya og spila frekar tight og sé til hvort ég nái í cheap dobbúlöpp. Held að þetta sé rangt approach hjá mér. Í þau fáu skipti sem ég spila 33R eða 55R þá hins vegar nota ég latereg taktíkina.

Í cubed mótunum þá nota ég allt sem í boði er. Hins vegar held ég að það sé tóm della frá sjónarhorni stærðfræðarinnar. Hitt er bara svo andskoti leiðinlegt.


eatyourstac   Iceland. Nóv 06 2013 01:27. Athugasemdir 1661


  Þann Nóvember 05 2013 04:13 skrifaði pocketpockets:
4.
Höddinn minn inniheldur VPIP, PFR, STL, Cbet, Fold to Cbet, 3bet, fold to 3bet. Nokkuð basic held ég.

5.
Það er meira value í rebuy mótum. Það er engin tilviljun að það er aðeins eitt "rautt" rebuy mót á pokerstars á viku (sunday 109r) þar sem rake-ið er töluvert minni partur af prizepoolinu.

3r og 5r spilast djúp á þri, fim og lau. 10r spilast djúp á mán, mið og fös. Á sunnudögum eru þau nokkuð djúp en með stærra ante.

Sammála Kára með quad mótin. Finnst þau hreinasti hryllingur þar sem þau spilast allt of djúp í tvo tíma og svo verður þetta hálfgert túrbó í restina.

Ef þú vilt freezeout með betri strúktúr þá mæli ég með Full Tilt. Fleiri level þar og blindarnir lengjast eftir því sem líður á.

6.
Það eru tvö school of thought þegar kemur að rebuy mótum. Annars vegar að skrá sig inn í restina á late reg og taka addon, þ.e.a.s. ef addonið gefur af sér fleiri chips en venjulegt rebuy.

Hins vegar er það að taka mörg rebuy og reyna runna í monsterstakk. Fyrir mjög góða spilara sem eru ++EV í móti þá er þetta klárlega the way to go. Með því að komast í stóran stakk þá geturu spilað fleiri hendur og átt meiri möguleika. Eftir því sem góður spilari getur spilað fleiri hendur og átt fleiri möguleika þá er það að sjálfsögðu af hinu góða. Fyrir þá sem eru marginal winners í móti þá er betra að taka ekkert rebuy.

Að sjálfsögðu geri ég hvorugt. Ég regga mig inn í byrjun, rebuya og spila frekar tight og sé til hvort ég nái í cheap dobbúlöpp. Held að þetta sé rangt approach hjá mér. Í þau fáu skipti sem ég spila 33R eða 55R þá hins vegar nota ég latereg taktíkina.

Í cubed mótunum þá nota ég allt sem í boði er. Hins vegar held ég að það sé tóm della frá sjónarhorni stærðfræðarinnar. Hitt er bara svo andskoti leiðinlegt.Hehe ég reyni að doubla stakkinn minn einmitt og shippa pre premiums í rebuy mótunum (þá er ég aðallega að tala um >20$r)

you need to try to get a head from a dude (Damon Campbell) 

2_J_off   Iceland. Nóv 07 2013 03:20. Athugasemdir 688

snilldarumræða


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir