https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 85 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 11:45

Hvernig spilar maður online poker ?

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker strategía
bananinn   . Ágú 15 2013 15:24. Athugasemdir 2

Sælir, ég hef spilað póker í nokkur ár en er nýkominn úr sirka 2 ára pásu. Spilaði aðallega heimapóker með vinum, kíkti aðeins á klúbba og spilaði smá á netinu en náði aldrei að halda mér uppi þar, semsagt endaði á að tapa öllu.

Ég ákvað um daginn að ég ætla að kaupa mér sirka 200$ núna um mánaðarmótin á pokerstars og reyna að spila eins og maður og vonandi vinna eitthvað.
Það sem mig vantar hjálp við er byrjunin, hvaða stake á ég að spila ? Hversu mörg borð ætti ég að vera að spila í einu ? Notið þið einhver forrit sem hjálpa ykkur? Og hvernig virka þau ?

Eins og þið sjáið þá er ég smá amateur þegar kemur að online póker. Keypti mér 50$ um daginn og gekk svona ágætlega, spilaði bara SNG 3,5$ 18 manna túrbó og 180 manna túrbó og fannst ég ganga vel í þeim, vann nokkrum sinnum 18 manna mótin og komst eiginlega alltaf frekar langt í 180 manna en var oftast bad beataður í lokin, t.d. 99-77, all in pre og 7 lendir, semsagt er að segja hefðu hendurnar mínar haldist þá held ég hefði getað komist allavega á lokaborð í þessum mótum.

Semsagt var að spila ágætlega og komst reglulega í pening en síðan eitt kvöldið leiddist mér og setti allt í cash game og tapaði því á einu kvöldi (sem ég ætla mér ekki að gera aftur).

En allavega, öll ráð eru vel þegin og vonandi get ég lært af ykkar ráðum.

Facebook Twitter

djaniel   Iceland. Ágú 15 2013 16:26. Athugasemdir 1497

mín ráð eru:
-lokaðu á cash games á pokerstars,
-spilaðu $1 18 manna EÐA $2 180manna, ekki vera að spila báða leikina meðan þú ert að læra- frekar að verða hraðar góður í öðru heldur en hægari/enga bætingu í báðum.
-finndu út hversu mikið af borðum þú höndlar og stoppaðu þar, finnst líklegt að þu farir ekkert yfir 4 borðin svona fyrst án þess að verða óþægilegur.
-þegar þú ert buinn að runna mjög vel yfir smá sample af leikjum skaltu ekki halda að þu getir sigrað heiminn og hækkað þig í stakes til að byrja með skaltu eiga allavega 80 buy ins í það sem þú ætlar að spila og líttu á dollarana þarna inná sem einingar en ekki peninga því þá taparu þeim eða eyðir þeim.

Hvað varðar forrit þá er ég ekki maðurinn til að segja hvort þú ættir að notast við þau í byrjun eða ekki.

gl


leos147   Iceland. Ágú 15 2013 18:53. Athugasemdir 3671


  Þann Ágúst 15 2013 16:26 skrifaði djaniel:
mín ráð eru:
-lokaðu á cash games á pokerstars,
-spilaðu $1 18 manna EÐA $2 180manna, ekki vera að spila báða leikina meðan þú ert að læra- frekar að verða hraðar góður í öðru heldur en hægari/enga bætingu í báðum.
-finndu út hversu mikið af borðum þú höndlar og stoppaðu þar, finnst líklegt að þu farir ekkert yfir 4 borðin svona fyrst án þess að verða óþægilegur.
-þegar þú ert buinn að runna mjög vel yfir smá sample af leikjum skaltu ekki halda að þu getir sigrað heiminn og hækkað þig í stakes til að byrja með skaltu eiga allavega 80 buy ins í það sem þú ætlar að spila og líttu á dollarana þarna inná sem einingar en ekki peninga því þá taparu þeim eða eyðir þeim.

Hvað varðar forrit þá er ég ekki maðurinn til að segja hvort þú ættir að notast við þau í byrjun eða ekki.

gl


+1
Ég myndi fjárfesta í HM2, fínt að vera kominn með það sem fyrst.

Annars einsog DJ sagði að horfa ekki á peninginn sem þú ert með í póker sem pening sem þú getur notað heldur bara eitthvað líkara stigum í tölvuleik.


Otto Marwin   Iceland. Ágú 16 2013 11:04. Athugasemdir 1630

sæll Banani og velkominn,

Ég get ekki gert neitt nema tekið undir með þeim hér að ofan, sérstaklega með að fjárfesti í HM2 sem fyrst, bara gróði þar.

Danni og Leo vita nákvæmlega hvað þeir syngja.

Loka á cash ef þú ætlar að leggja sng fyrir þig, annars get ég alltaf mælt með að grinda FLHE á stars, skemmtilegur leikur og VPPS making machine! (mátt smella á mig pm ef þú hefur áhuga á að vita meira um það grind)

vera svo duglegur að pósta erfiðum eða áhugaverðum höndum og fá uppbyggilega gagnrýni frá þeim meistörum sem stunda skrif hérna.

Luck just can´t explain itSíðasta breyting: 16/08/2013 11:05

bananinn   . Ágú 16 2013 15:22. Athugasemdir 2

Vill þakka ykkur fyrir hjálpina.
Hef ákveðið að halda mér við 1.5$ 18 manna og ætla að reyna að koma mér upp í roll til að vera að spila 3,5$ 18 manna, finnst mér ganga lang best í þeim mótum.
Er búinn að vera að halda mig við að spila 4 borð í einu sem hentar mér nokkuð vel, heldur mér uppteknum og einbeiti mér bara á borðunum og ekkert facebook eða þannig rugl en lendi samt ekki í því að of mikið sé að gerast í einu sem er fínt.

Ætla einmitt að byrja að hugsa um peninginn sem einingar og setja mér markmið, ekki svo há til að byrja með, ætla að koma mér úr 1,5$ í 3.5$ vonandi í lok næsta mánaðar.

Ég downloadaði HM2 í gærkvöldi og var aðeins að skoða það, helvíti flókið forrit og var að pæla hvort þið vitið um einhverjar greinar á netinu sem hjálpa manni að læra á þetta forrit ? Ég leitaði aðeins í gær en fann ekki neitt sem hjálpaði mér að viti.


saevar_ingi   . Ágú 16 2013 20:02. Athugasemdir 125

http://hm2faq.holdemmanager.com/questions/1631/Holdem+Manager+2+TV


eatyourstac   Iceland. Ágú 19 2013 17:35. Athugasemdir 1661

you need to try to get a head from a dude (Damon Campbell) 

aronellert99   . Ágú 26 2013 19:54. Athugasemdir 58

er HM2 frítt ?


Lummehh   . Ágú 27 2013 13:05. Athugasemdir 381

Nope, enn getur fengið 30 day trial.


aronet_7   . Ágú 27 2013 16:55. Athugasemdir 10

ertu með link af trialinu ?


leos147   Iceland. Ágú 27 2013 19:24. Athugasemdir 3671

Google -> Holdem Manager 2 Free trial

durrrrrrr


leos147   Iceland. Ágú 27 2013 19:25. Athugasemdir 3671

http://www.holdemmanagerpromocode.com/holdem-manager-2-30-day-free-trial/


aronellert99   . Ágú 28 2013 14:45. Athugasemdir 58

takk fyrir


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir