https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 87 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 11:18

Hand ranges og fl pælingar

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker strategía
slappias   . Jan 07 2013 19:10. Athugasemdir 40

Ég er alltaf að reyna að finna leiðir til þess að bæta leikinn minn og bæði þið hafið bent mér á og ég hef tekið eftir því sjálfur að ég er alltof mikið á "auto-pilot" þegar ég spila.

Ég er aðallega að spila $3,5 18 og 27 manna REGULAR mótin og er winner í þeim en ekki eins og ég vildi.

Ég spila yfirleitt 10 í einu og stend sjálfan mig alltof oft að því að horfa rétt aðeins á spilin mín og acta bara og ekki hugsa hvað ég ætla að gera ef villain gerir annað hvort þetta eða þetta..

Spurning mín til ykkar er hvernig urðuð þið góðir í að setja fólk á range og hvernig urðuð þið góðir í að gera það á þessum örfáu sekúndum sem við fáum?
Ég verð seint talinn illa gefinn(þó ég segi sjálfur frá) en ég virðist oft hugsa alltof lítið og ekki neitt um hvað ég er að gera og set fólk nánast aldrei almennilega á range.
Þegar ég gúggla þetta þá finn ég alltof mikið af allskonar sorpi.
Eruð þið með einhverja rosalega góða grein eða bók eða aðferðir til þess að bæta þetta??

Vonandi skiljið þið eitthvað hvað ég er að fara með þetta. Ég þigg öll svör.

Facebook Twitter

HotChip   Iceland. Jan 07 2013 19:36. Athugasemdir 4190

Lærir mest (að mínu mati) á því að spila bara og taka vel eftir hvað aðrir spilarar eru að gera. Þegar þú sérð menn fara í showdown er gott að punkta niður í notes ef andstæðingurinn er að gera eitthvað sem þú hefðir ekki búist við að hann hefði gert. Oft gleymir maður að setja showdown hjá öðrum spilurum í samhengi. T.d. ef þú sérð tvo spilara fara all in á 5x6d7d floppi, annar með AdKd en hinn 4x3x. Þú hugsar kannski: ,,vá cooler". En ættir að vera að hugsa: ,,ok þessi 4x3x gæji er greinilega að opna mjög vítt í þessari position". Asnalegt dæmi en þú fattar hvað ég meina.

Gangi þér vel

All war is based on deception - Sun TzuSíðasta breyting: 07/01/2013 19:36

pocketpockets   Iceland. Jan 08 2013 05:36. Athugasemdir 566

Fyrsta skrefið í því er að átta sig á tendensum hjá villain. Hvað gerðu villains með sterku hendurnar sínar? Hvað voru þeir með þegar þeir donkuðu floppið? Kallaði villain með flushdraw á turni OOP? Barrelar hann á scarecard á turni? O.s.frv.

Spilaðu 2-4 borð og hugsaðu um hverja ákvörðun. Æfðu þig í að búa til range í huganum hjá andstæðingunum. Þú munt pottþétt gera mistök til að byrja með en lykilatriðið er að það er útilokað að byrja á því að range-a menn spilandi 10 borð.slappias   . Jan 08 2013 14:31. Athugasemdir 40


  Þann Janúar 07 2013 19:36 skrifaði HotChip:
Lærir mest (að mínu mati) á því að spila bara og taka vel eftir hvað aðrir spilarar eru að gera. Þegar þú sérð menn fara í showdown er gott að punkta niður í notes ef andstæðingurinn er að gera eitthvað sem þú hefðir ekki búist við að hann hefði gert. Oft gleymir maður að setja showdown hjá öðrum spilurum í samhengi. T.d. ef þú sérð tvo spilara fara all in á 5x6d7d floppi, annar með AdKd en hinn 4x3x. Þú hugsar kannski: ,,vá cooler". En ættir að vera að hugsa: ,,ok þessi 4x3x gæji er greinilega að opna mjög vítt í þessari position". Asnalegt dæmi en þú fattar hvað ég meina.

Gangi þér velÉg skil hvað þú ert að fara og já þetta er mjög sniðugt en þegar maður spilar 10+ mót í einu þá finnst mér ég ekki hafa tíma til þess að renna í gegnum hand histories, skoða hendina og skrifa svo glósur um spilarana.

Ég held að ég þyrfti frekar að muna hvað stötsin þýða almennilega og hvernig hver og ein týpa spilar yfir höfuð.

30/5 týpa spilar augljóslega 30% af höndunum sínum og það er ábyggilega allir ásar, allir Kxs og eitthvað meira, þyrfti að fletta því upp.
Eins þyrfti ég að læra hvað sé 5% af hand range því það er það sem hann raisar með.

8/0 týpa spilar yfirleitt svona...

65/40 gaurinn spilar svona...

15/11 spilar svona.. o.s.frv...

En svo eru menn náttúrulega mjög misjafnir eins og þeir eru margir og einn 15/10 týpa spilar allt öðruvísi eftir floppið en hin 15/10 týpan, þetta er það sem ég elska við þennan leik það eru endalausir möguleikar

Takk fyrir svarið, ertu sammála mér eða hvað heldur þú?


slappias   . Jan 08 2013 14:34. Athugasemdir 40


  Þann Janúar 08 2013 05:36 skrifaði pocketpockets:
Fyrsta skrefið í því er að átta sig á tendensum hjá villain. Hvað gerðu villains með sterku hendurnar sínar? Hvað voru þeir með þegar þeir donkuðu floppið? Kallaði villain með flushdraw á turni OOP? Barrelar hann á scarecard á turni? O.s.frv.

Spilaðu 2-4 borð og hugsaðu um hverja ákvörðun. Æfðu þig í að búa til range í huganum hjá andstæðingunum. Þú munt pottþétt gera mistök til að byrja með en lykilatriðið er að það er útilokað að byrja á því að range-a menn spilandi 10 borð.

Mun prófa þetta núna í smá tíma og æfa mig.
Það verður challenge að spila bara 2 mót í einu og mun reyna á þolinmæðina mína!


HotChip   Iceland. Jan 08 2013 20:18. Athugasemdir 4190

glósurnar þurfa ekkert að vera flóknar. Bara t.d. 'checkar behind fd á floppi med 2x pot behind' , 'check raisar TPTK með 100bb' eða 'bluffar potsize á scarecard með air'. En og aftur slöpp dæmi hjá mér en þú skilur.

All war is based on deception - Sun Tzu 

KariBjorn   Iceland. Jan 09 2013 03:22. Athugasemdir 840

Myndi fara enn lengra og segja þér að spila bara eitt borð og loka á allt annað, ekkert facebook, klám eða neitt og analyze-a hverja hönd, skoða hvort einhver sé með timing tells, hef verið að leika mér í 25rush omaha síðastliðnar vikur og örugglega 40% spilaranna þar eru með obvious timing tells. Mest megnis er þetta þó bara reynsla, spila bara. Mest sem ég hef lært í gegnum tíðina er af sjálfum mér, koma mjög oft upp situation þar sem einhver meikar nákvæmlega sama play og ég hefði gert fyrir 1-2-3-4-5 árum, muna mistökin sem þú gerir og læra af þeim.

En já, þú lærir í raun aldrei neitt af alvöru ef þú 10 tablar að eiflífu nema að spila abc og adjusta seint gegn andstæðingum, hækkar þar af leiðandi hægt eða ekki upp í stakes. Svo er líka hella erfitt að setja menn á einhver decent range meðan þú spilar nema með æfingu, fínt að spila einmitt fá borð og skoða hendurnar sem fara í showdown út frá stötsum sem þú ert með, grunnstötsin segja bara til um preflop spilamennsku og 17/13 gæji er ekki það sama og 17/13 gæji, flestir á þessum stakes sem þú er að spila og eru 17/13 eru örugglega decent winnerar en hvernig þeir spila postflop getur verið svart og hvítt, þess vegna eru nóturnar svona mikilvægar. Mjög mikilvægt líka að hafa HUD og taka inn fleiri stöts en þessi sem allir þekkja, það hjálpar rosalega við að analyze-a menn in game postflop, þarft auðvitað margar hendur til að fá góða innsýn inní hversu oft einhver donkar flop eða bettar vs. ekkert cbet IP eða OOP en það kemur allt. Helstu stöts sem ég myndi hafa til í HUD væru 3bet%, Steal Attempt%, Cbet%, Fold vs 3bet%, Fold BB/SB vs steal%, Bet vs no Cbet%, Fold to Cbet% ... hugsa að það séu einhver fleiri en þetta er pælingin

Ég stel blindunum þínum meðan þú sefur!!! 

slappias   . Jan 09 2013 11:08. Athugasemdir 40

Takk fyrir þetta drengir.

Er byrjaður að focusera meira á stötsin og læra nákvæmlega hvað þau þýða og hvernig ég get nýtt mér þau til hins ítrasta og er byrjaður að punkta niður mikilvæga punkta.
Póker verður líka svo miklu skemmtilegri þegar maður byrjar að nota hausinn fyrir alvöru


2_J_off   Iceland. Jan 10 2013 16:36. Athugasemdir 688

Fækka borðum.


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir