https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 906 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 13:16

Viktor 'Isildur1' Blom streymir í fyrsta skiptið

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker fréttir
leos147   Iceland. Maí 20 2015 23:33. Athugasemdir 3671

Þetta er það sem við höfum öll verið að bíða eftir: Viktor "Isildur1" Blom mun streyma 10 klukkutíma af cash game spili á Unibet poker room í næstu viku, miðvikudaginn 27. maí.

Blom var tekinn af lista FullTilt yfir styrkta atvinnumenn fyrir um 6 mánuðum, síðan þá hefur Blom ekki verið styrktur. Þótt að hann sé ekki opinberlega styrktur af Unibet, þá er þetta í þriðja skiptið sem hann tekur þátt í kynningu á Unibet vörumerkinu. Núna nýlega sást til hans á EPT Grand final í Mónakó með Unibet auglýsingu á sér, og fyrir það kom hann fram í Golden Cash Game hjá Unibet í lok 2014.

Streymislota Blom mun vera frá 10:00 CET (08:00 GMT) á miðvikudaginn 27. maí á Twitch.tv og mun vara í 10 klukkustundir eins og kom fram áður.

Isildur1 mun spila bæði No Limit Hold'em og Pot Limit Omaha leiki í bitunum 0.25/0.50 til 2/4. Hann mun skipta um borð á klukkutíma fresti. Allir sem munu horfa á streymið hans geta spurt hann að spurningum á spjallborðinu sem hann mun reyna að svara.

Facebook Twitter
 Síðasta breyting: 20/05/2015 23:34

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir