https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 35 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 08:45

Spánn fær sinn fyrsta EPT meistara

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker fréttir
leos147   Iceland. Maí 11 2015 12:48. Athugasemdir 3671

Spánn náði loksins að fagna sínum fyrsta EPT meistara í fyrradag þegar Adrian Mateos frá Madríd vann €10,600 PokerStars og Monte-Carlo®Casino EPT 11 Grand Final Main Event fyrir €1,082,000 í verðlaun.

Mateos, sem er aðeins 20 ára, sigraði Muhyedine Fares frá Senegal í heads-up einvíginu, tók titilinn og tók í hendina á andstæðingnum áður en hann fór til stuðningsmanna sinna sem hoppuðu hæð sína af gleði á hliðarlínunni.

“I'm so proud," Mateos said, before paying tribute to the legion of Spanish poker fans who will celebrate as if it is they who have won. "I want to thank all the people who supported me. A lot of people contacted me on Twitter and Facebook and I want to thank them. I'm really lucky to win the Grand Final."

Spánverjar hafa verið nálægt því að vinna EPT titil áður en tveir hafa lent í öðru sæti: Dragan Kostic í EPT8 Barcelona og Jesus Cortes í EPT7 Barcelona. Mateos er kominn í #2 sæti á spænska peningalistanum og hefur unnið Player of the year á spáni tvö ár í röð. Fyrir sigur hans í Monaco var hann með meira en €2m í vinninga, þar með talið sigur hans á 2013 WSOP-Europe í Enghein-les_bains og Estrellas Poker Tour Maine Event í heimabæ sínum Madríd fyrir €103,053 þegar hann var aðeins 18 ára. Mateos verður 21 árs 1. júlí þannig að hann verður rétt svo nógu gamall til þess að taka þátt í WSOP Maine Event í sumar í Las Vegas.

Fares, sem lenti í öðru sæti, er fimmtíu og tveggja ára businessman. Hann tók upp pókerinn fyrir 8 árum og spilar aðalega í heimabæ sínum Dakar. Hann kom til Monaco með bróður sínum Hassan og gíðum vini Imad Derwiche, sem er einnig frá Senegal og tók hann annað sætið í €10k NL Turbo mótinu sem var að spilast á sama tíma og aðal mótið.

Team PokerStars Pro Johnny Lodden var enn og aftur meinað EPT main event sigri. Þetta var nítjánda EPT Main Event cashið hans og þriðja EPT lokaborðið hans - og annað á þessu EPT Grand Final. Hann datt út í fjórða sæti fyrir €379,000. Hinn 29 ára gamli norski spilar hefur spilað EPT mót síðan á Season 2 og hefur margoft farið langt, komist 10 sinnum í síðustu 20. Á Grand Final í Season 9, þá komst Lodden á lokaborðið en datt út í þriðja sæti fyrir €467,000, vinningur sem er enn hans stærsti á ferlinum.

Það voru 564 spilarar frá 60 löndum sem tóku þátt í Main Event mótinu sem myndaði pott uppá €5,640,000, af þeim fengu voru 79 vinningssæti. Á meðal þeirra sem komust í pening voru Team PokerStars atvinnumennirnr Andre Akkar (23. sæti €40,050), Jason Mercier (28. sæti €29,900), Team Pokerstars Pro Online Isaac Haxton (30. sæti, einnig €29,900), Eugene Katchalov (64. sæti €20,900).

EPT var í samstarfi við France Poker Series í Monakó með 78 sér mót frá 28. apríl - 8. maí. Hátíðin innihélt €1k FPS Monaco Main Event, €10k aðalmótið og €100k Super High Roller, með 'cards up' beina útsendingu fyrir öll þrjú lokaborðin og sex daga af beinu streymi á EPTLive stöðinni. Á hátíðinni var einnig haldið fyrsta €50k oen day Super High Roller mótið.

Hliðarmót
Hinn tuttugu og eins árs gamli Charlie Carrel tryggði sér €1,114,000 efir að hana unnið hið vel sótta, 215 manna €25k High Roller á meðan að ítalski spilarinn tryggði sér sín stærstu verðlaun þegar hann vann €50k Super High Roller mótið fyrir €936,500. Tveir spilarar eru að fara heim með tvo bikara í töskunum sínum: Hossein Ensan vann €2k NL og €300 NL turbo mótin á meðan að hinn breski Georgo Rankin vann €500 H-O-R-S-E og €500 Pot Limit H-O-R-S-E Superstack mótin.

Scott Seiver vann €5k PLO mótið fyrir €75,900 og komst einnig í pening í öllum þrem High Roller mótunum og var þar að leiðandi með nærri €500k í vinninga í heildina. Þjóðverjinn Sebastian Supper tók niður €1,100 FPS Monacho Main Event mótið fyrir €177,000 og David Susigan frá Frakklandi skóflaði €2k High Roller titlinum fyrir €126,155. Isabel Baltazar sem komst á lokaborðið í EPT8 Barcelona vann €300 Women's Event fyrir €3,690. Brazzinn David Dayan vann EPT Grand Final €5k NL Turbo mótið þriðja árið í röð og tók €104,000 í þetta sinn. Ameríski atvinnumaðurinn Bryn Kenney tók €20,000 fyrir sigur sinn í €1k NL Turbo Bounty mótinu á meðan að samlandi hans Dan Smith vann €5k NL Midnight Hyperturbo mótið fyrir €109,370. Philipp Gruissem vann €5k NL Hold'em mótið fyrir €147,700 á meðan að Rocco Palumbo frá Ítalíu tryggði sér €71,850 vinning eftir að hafa unnið fyrsta €3k NLH Escalator mótið sem haldið hefur verið.

Facebook Twitter

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir