https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 33 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 08:29

Erik Seidel vinnur EPT Monaco Super High Roller

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker fréttir
leos147   Iceland. Maí 04 2015 04:00. Athugasemdir 3671

Ameríski atvinnu pókerspilarinn Erik Seidel hefur unnið hið met stóra PokerStars Monte-Carlo® Casino EPT Grand Final €100k Super High Roller mót fyrir €2,015,000 eftir taugatrekjandi einvígi við pólska undrabarnið Dzmitry Ubranovich.

Hinn 55 ára gamli frá New York hefur nú komið sér yfir $24,000,000 línuna í vinningum í pókermótum og færði sig í þriðja sætið á heimslistanum yfir hæstu vinningana í 'live' mótum, þar sem hann er rétt á eftir Antonio Esfandiari og PokerStars atvinnumanninum Daniel Negreanu. Seidel er einn besti pókerspilari í sögu pókersins, hann hefur unnið 8 WSOP armbönd á ferli sínum. Fyrsti vinningur hans kom árið 1988 þegar hann lenti í öðru sæti á eftir Johnny Chan í World Series, mót sem átti sér stað 7 árum áður en Urbanovich fæddist.

Einvígi dagsins kom í kjölfarið af æsispennandi lokaborði og var glæsileg barátta kynslóðana. Jafnvel þó að Urbanovich sé aðeins 19 ára, þá hefur hann vakið mikla athygli í póker heiminum. Ferilskrá hans inniheldur met góðann árangur þegar hann vann fjögur mót á stoppi EPT í Möltu og hann á einnig bæði SCOOP og WCOOP titla.

En það var reynslan sem tók sigurinn í þetta sinn. Seidel kom inn í einvígið sem 1:3 undirhundur, en náði að koma til baka og hrifsa sigurinn og einn besta árangur sinn til þessa á sínum 27 ára langa ferli. Hann jafnaði peningaverðlaunin sem hann fékk fyrir Aussie Millions Super High Roller AU$2,500,000 sigur sinn (ef við miðum við gengið á þeim tíma).

Ekki margir spilarar geta haldið við eins góðum árangri og Seidel, en hann hefur verið að sanna sína hæfileika í nærum því þrjá áratugi. Fyrir EPT Grand Final sigur sinn, hafði hann þegar unnið $1,000,000 á þessu ári.

Ungi spilarinn Urbanovich á einnig skilið hrós. Honum tókst ekki að ná öðrum verðlaunum í (aðalega maltneska) safnið sitt, en hann vann sér þó inn €1,446,600 fyrir annað sætið. Það tók hann aðeins tvo daga því að ólíkt öðrum spilurum, þá skráði hann sig ekki fyrr en á síðasta séns, á byrjun á degi tvö. Mögnuð frammistaða hans færir hann í efsta sæti á pólska verðlaunalistanum, á undan PCA 2014 meistaranum Dominik Panka.

Sigurvegari Season 9 Super High Roller mótsins, Max Altergott datt út í þriðja sæti og bætti €940,300 við vinninga sína sem eru nú $4,600,000. Dario Sammartino sem byrjaði seinasta daginn með stærsta staflann breytti €10,000 undanmóti í fimmta sætið í mótinu fyrir €551,000 - langstærsti vinningurinn á ferli hans.

EPT11 Grand Final €100k Super High Roller niðurstöðurnar:
1st - Erik Seidel, USA, €2,015,000
2nd - Dzmitry Urbanovich, Poland, €1,446,600
3rd - Max Altergott, Germany, €940,300
4th - Igor Kurganov, Russia, €709,500
5th - Dario Sammartino, Italy, €551,000
6th - Thomas Mueloecker, Austria, €427,100
7th - Fedor Holz, Germany, €337,500
8th - Scott Seiver, USA, €261,800
9th - Vladimir Troyanovskiy, Russia, €199,620

Facebook Twitter
 Síðasta breyting: 06/05/2015 15:13

Sherlock   Iceland. Maí 05 2015 19:24. Athugasemdir 3333

Undirhundur


leos147   Iceland. Maí 05 2015 19:25. Athugasemdir 3671


  Þann Maí 05 2015 19:24 skrifaði Sherlock:
Undirhundur


Hahah, var ekki að nenna að pæla í þessu eftir sunnudagsgrindið, hvað finnst ykkur um þetta orð? Hvaða orð/setning er þegar til sem á betur við?


HotChip   Iceland. Maí 05 2015 22:08. Athugasemdir 4190

Neðri hvutti?

All war is based on deception - Sun Tzu 

eatyourstac   Iceland. Maí 07 2015 02:18. Athugasemdir 1661

Underdog er fínt líka, no offence en þarf allt að vera á íslensku?

you need to try to get a head from a dude (Damon Campbell) 

leos147   Iceland. Maí 07 2015 15:49. Athugasemdir 3671


  Þann Maí 07 2015 02:18 skrifaði eatyourstac:
Underdog er fínt líka, no offence en þarf allt að vera á íslensku?


None taken, það er náttúrulega gott ef að sem mest er á íslensku. Það er margt sem ég reyni ekki að þýða, og margt sem á alls ekki að þýða finnst mér. En það er bara spurning hvar maður vill draga línuna. Finnst líka gaman að prufukeyra þýðingar, þótt þær séu augljóslega ekki frábærar. Fylgir þessu líka umræða, sem er aldrei slæmt.


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir