https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 36 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 09:21

Doug 'WCGRider' Polk á móti Claudico tölvunni

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker fréttir
leos147   Iceland. Apr 26 2015 21:33. Athugasemdir 3671

Það er spurning sem sífelt er verið að pæla í nú þegar tölvur verða öflugri með hverjum degi: getur tölva sigrað pókerspilara í póker? Við vitum núþegar að meira að segja þeir bestu eiga ekkert í gervigreind tölvunar í skák, en hvað með flóknari leik eins og póker?

Áskorunin byrjaði í Pittsburgh kl 11:00 staðartíma á föstudaginn og mun ganga á hverjum degi í átta klukkutíma til 7. maí. Lið þeirra mensku er leitt af atvinnupókerspilaranum Doug 'WCGRider' Polk og þrem samstarfsaðilum hans. Þau munu keppa við 'Claudico', tölvuforrit sem hannað var af teymi hjá Carnegie Mellon University.

Niðurstöðurnar ættu að vera nokkuð áhugaverðar, þar sem leikurinn er No Limit Hold'em.
Nýlega hafa vísindamenn sagst að önnur pókertölva 'Cepheus', gæti spilað Limit Hold'em fullkomlega og sigrað hvern sem er yfir langt tímavil. No Limit Hold'em er hinsvegar mikið flóknari leikur.

Það eru einnig $100,000 á línunni, þar sem Rivers Casino ásamt Microsoft létu fram þann pening fyrir spilarann sem getur unnið Claudico yfir 80.000 hendur.

“It’s pretty cool to be at the cutting edge of technology like this”, said Polk. “I hope we can stand up for humanity and take this computer down. I know computers will eventually be able to beat humans, but I hope we can make them go a few more rounds after this before they do.”

Skapari Claudico, Tuomas Sandholm, sagði: “The No Limit game is so complicated it opens up more possible situations than there are atoms in the universe. We are using these algorithms for poker, but they are really developed for use in any game of incomplete information in general, from cyber security, to negotiations, to medicine.”

Facebook Twitter

saemihemma   . Apr 27 2015 15:57. Athugasemdir 1320

þetta er faranlega ahugavert og skemmtilegar pælingar.

herra hotchip - ert þú eitthvað búinn að vera að stúdera þetta m.t.t game theory? ég datt á nokkra mjög djúsí þræði á 2+2 forðum daga til að skoða þetta.... þetta er mjög gómsætt


leos147   Iceland. Apr 27 2015 18:48. Athugasemdir 3671

Athugið að það verða streymi af þessu á twitch


HotChip   Iceland. Apr 27 2015 19:21. Athugasemdir 4190

Meh, hef lesið einhverja þræði í gegnum tíðina en er ekki beint up to date. Held það sé nokkuð ljóst að tölvur séu langt á undan mannverum í Limit holdem, enda nokkuð viðráðanlegt decision tree sem þarf að prógramma m.t.t. GTO. Decision tree fyrir NL er hins vegar ljósárum flóknara útaf mismunandi betsizings og því finnst mér ólíklegt að tölvur séu komnar nálægt GTO þar (maðurinn ekki svo sem heldur). Finnst líklegt að til einföldunar séu prógrammarar tölvunnar búnir að flokka betsizings í nokkra/marga flokka og talvan kemur því með besta svar gegn sama flokki. T.d. eitt svar vs. 50-55% potsize bet og annað svar vs. 55-60% potsize bet. Ef þannig flokkanir eru gerðar of einfaldar er vissulega hægt að exploita tölvuna. Heyrði t.d. að Polk hafi x/r $500 pot á river upp í $20,000 með nut röð á AKTxx eftir að flop og turn voru checkuð í gegn og talvan hafi kallað með A3. Finnst ólíklegt að þetta sé GTO kall en kannski er Polk þarna búinn að finna leka í tölvunni þar sem hún gerir mögulega lítinn greinarmun á betsizes í þessu spotti þar sem range Polk er virkilega veikt út frá GTO sjónarmiði þegar á river er komið.

Annars er þetta allt mjög áhugavert, en því miður en eitt skrefið í átt að dauða netpókers.

All war is based on deception - Sun TzuSíðasta breyting: 27/04/2015 19:27

saemihemma   . Apr 27 2015 23:51. Athugasemdir 1320

Word, góð samantekt. Ég þarf að skoða þetta betur og fylgjast með - þetta er svolítið Deep Blue Vs. Kasparov okkar tíma. Hvar er hægt að horfa á þetta og lesa fréttir Leó?

Ég hugsa nú að það sé frekar langt í dauða netpókers - svona AI er lengi í þróun, eins og þú bendir sjálfur á & svo ef að þetta myndi takast þá yrði þetta svo inaccessible í langan tíma.


leos147   Iceland. Apr 28 2015 13:06. Athugasemdir 3671

[QUOTE]Þann Apríl 27 2015 23:51 skrifaði saemihemma:
Word, góð samantekt. Ég þarf að skoða þetta betur og fylgjast með - þetta er svolítið Deep Blue Vs. Kasparov okkar tíma. Hvar er hægt að horfa á þetta og lesa fréttir Leó?

Ég hugsa nú að það sé frekar langt í dauða netpókers - svona AI er lengi í þróun, eins og þú bendir sjálfur á & svo ef að þetta myndi takast þá yrði þetta svo inaccessible í langan tíma.[/QUOTE
Það er streymi af þessu á twitch og það eru 5 stöðvar. Þetta var í gangi í gær og öll streymin voru á listanum hérna til hægri. Er ekki alveg viss hvar sé hægt að sjá fleiri fréttir af þessu, en það verður sett inn eitthvað hérna.


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir