https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 33 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 08:52

Daniel Negreanu byrjar eða streyma á Twitch

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker fréttir
leos147   Iceland. Apr 16 2015 12:58. Athugasemdir 3671

Þetta er ný sprengja: fleiri og fleiri atvinnumenn eru byrjaðir að streyma! Núna er einn af stórlöxunum mættur: Daniel Negreanu byrjaði að streyma á Twitch í gær! Þetta er enn önnur manneskjan í atvinnumannateymi PokerStars sem hægt er að horfa á á Twitch (aðrir eru ElkY, Jason Somerville, Felix Schneiders og Jaime Staples).

Þetta kom allt í ljós eftir að Jamie Staples Tísti: "The one and only @RealKidPoker is streaming on twitch right now! Check him out here: http://www.twitch.tv/DNegsPoker #twitchpoker"

Daniel Negreanu þurfti ekki að bíða lengi eftir áhorfendum: prufukeyrslan hans laðaði að sér yfir 4.000 manns eftir aðeins eina klukkustund, á meðan að annað vinsælasta streymið á þeim tíma var aðeins með 10% af því áhorfi. Negreanu streymdi aðeins frípeninga leikjum og svaraði spurningum - ástæðan fyrir þessu er sú að hann var að streyma frá heimili sínu í Las Vegas, þar sem spil með alvöru peningum á netinu eru ekki leyfileg á PokerStars.

Sjáum við meira af honum? Líklegast, þar sem hann skrifaði á sitt Twitter:
"Thanks again to @jaimestaples for helping me set up @twitch and @JasonSomerville for making this platform cool. That was fun! More to come."

Facebook Twitter

matti56   . Apr 16 2015 23:32. Athugasemdir 3

Nice!


leos147   Iceland. Apr 17 2015 08:42. Athugasemdir 3671


  Þann Apríl 16 2015 23:32 skrifaði matti56:
Nice!


Jebb, virkilega skemmtilegt


saemihemma   . Apr 17 2015 19:51. Athugasemdir 1320

Er þetta orðið svona stórt og vinsælt? Ég horfði á þarna unga gaurinn spila um daginn og fannst þetta frekar leiðinlegt, hann var endalaust að svara useless spurningum frá crowdinu og maður sér bara eina hendi í einu.

Ef þetta er fyrir skemmtun, þá finnst mér gömlu pókerþættirnir miklu skemmtilegari.
Ef þetta er til að læra, þá finnst mér training síður miklu betri.

????

KV Sæmi neikvæði


leos147   Iceland. Apr 17 2015 23:57. Athugasemdir 3671

Ég horfi tbh lítið á póker þarna, meira tölvuleiki. Annars er þetta víst rosalega gaman fyrir þennan "casual spilara" I guess. Það eru önnur streymi þar sem gaurarnir eru að tala um meiri strat í streyminu sínu en þau er ekki með eins mörg views. Maður heldur sig við training síður ef maður ætlar að læra eitthvað af viti samt, það er rétt.


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir