https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 712 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 05:42

Áhugaverð pókerferð til London

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker blogg
Lortur   . Jan 02 2014 19:32. Athugasemdir 12
Jæja, loksins hef ég haft tíma til að setjast niður og henda í eina góða færslu handa ykkur pókerunnendur!

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í spilun. Ég er búin að fara tvisvar til London núna á rúmum 3 mánuðum. Ég ákvað að fara aftur eftir að fyrra grindið gékk vonum framar.

Ég og frændi minn skelltum okkur í október síðastliðnum og ákváðum að taka cash game-ið og gjörsamlega eyðileggja það. Sem tókst! Ég rúllaði út í eitthverjum 7þúsund pundum eftir að hafa farið inn fyrir 300. Og frændinn endaði í solid 2500pundum. Við spiluðum 1/2 allan tímann og vorum orðnir vel drukknir þegar við ákvaðum að casha út eftir rúmlega 13 tíma spilun.

Ég ætla að segja ykkur frá einni góðri hönd sem ég lenti í.

Ég vakna með Jc5c í litla blind. Það er pakkað að hnappnum og hann hækkar í 6pund, ég náttúrulega ver minn litla blind og kalla, stóri blindur gerir slíkt hið sama. Á aðalstrætinu kemur upp Jh2c3c. Ég checka, stóri checkar og hnappurinn (sem var eitthver aldraður Talibani) hækkar ágætlega. Ég flatta, stóri pakkar. Breska daman snýr síðan við sexu í klúbb á turninu. Ég kominn með litinn og tek bankið. Talibaninn hækkar duglega, ég ákveð að flatta eftir smá umhugsunartíma. Þarna var komin góður pottur, sem ég varð að landa. Sú breska endir svo drauma á fyrir mig.... 4c. Þarna hugsaði ég hreinlega.. "hvernig fæ ég mesta peninginn úr þessari hönd. Eftir um 5min hugsun ákveð ég að banka. Talibaninn hugsar og hugsar og hugsar, hrindir síðan staflanum sínum í miðjuna.. sem voru um 2000pund. Ég snappkalla að sjálfsögðu og sína litaröðina, hann þrumar höndinni sinni í mökkið og segist hafa verið með Ac9c. Sem er mjög trúanlegt. Sick hönd og góð 6000pund til mín.

Þetta fékk mig til að vera varkár með staflann minn, og spilaði ég færri hendur en ég var búin að gera, og ákvað þess í stað að drekka meira.

Seinni ferðin gékk ekki eins vel og sú fyrri, enda var erfitt að bæta hana. Við fjölskyldan skelltum okkur út, bæði til að hafa það kósý og svo ætlaði ég að spila líka eitthvað.

Ég skutlaðist niður á Casino á laugardeginum og henti mér í 1/2 með 500 pund. Ég vildi vera djúpur, því ég ætlaði að vera stutt og spila aggró. Og þar sem þetta er að verða svolítil langloka þá endaði ég í 3800pundum. Sem ég var mjög sáttur með fyrir 3tíma spilun.

En ég er alveg að sofna hérna, þannig ég ætla að henda þetta á einni skemmtilegri sögu sem gerðist á áramótunum.

Umtalaði frændi minn bauð mér í heima geim á Arnanesinu. Þeir voru að spila 200/500 og djúpir staflar á borðinu. Ég hafði hægt um mig í byrjun en þegar leið á kom skemmtileg hönd;

Einhver helvítis excel kóngur úr fjármálageiranum hélt að 55 á borðinu A5AKJ væri gott á móti mér. Ég sat hinsvegar á AK og hirti mánaðarlauninn hans. Sem var frekar þæginlegt og endaði ég rúma eina og hálfa kúlu upp.

En ætla að kveðja að sinni og óska öllum spilurum gleðilegs nýs árs.

Þangað til næst
Lortur

0 votes
Facebook Twitter

eatyourstac   Iceland. Jan 02 2014 23:39. Athugasemdir 1661

Góður lestur en eitt sem ég skil ekki hvernig endaði potturinn svona stór þegar talibaninn shovear 2k pundum og potturinn orðinn 6k pund á river eftir að það var 6 punda reis pre?

6+6+6 = 18 pund á floppi og svo 2000 punda river shove þetta makear ekki alveg sense en endilega komdu með betting sizes

Annars vel gert að enda svona vel upp

you need to try to get a head from a dude (Damon Campbell) 

Lortur   . Jan 02 2014 23:51. Athugasemdir 12

Þakka lesninguna, en málið var.. að góður vinur minn þessi Talibani var svo sjúklega grillaður. Hann bettar 70 á floppinu, sem ég verð að kalla, hann bettar 400 á turn og skipar svo fyrir 2000.. hann var búin að gera þetta allt kvöldið. Overbeta alla potta


mrprettypant   . Jan 03 2014 13:15. Athugasemdir 371

Sick brag, til hamingju!


valdimarj   . Jan 03 2014 15:41. Athugasemdir 291

Hvaða casino eruði að spila á í London, Vic?


Lortur   . Jan 04 2014 00:06. Athugasemdir 12

Jáá Victoria og Grosvenor. Tek það fram að það eru frekar slappir gaurar á Grosvenor


t4keMyCHIPS   . Jan 04 2014 11:09. Athugasemdir 1273

Hvað hefðiru gert á blank river og hann hefði shippað??


Lortur   . Jan 04 2014 23:33. Athugasemdir 12

úff, hefði tankað vel... og svo hefði ég farið í history bankann og þá hefði ég líklega kallað, miðað við hvað hann var búin að spewa og vera bara almennt fífl við borðið!


t4keMyCHIPS   . Jan 05 2014 03:21. Athugasemdir 1273


  Þann Janúar 04 2014 23:33 skrifaði Lortur:
úff, hefði tankað vel... og svo hefði ég farið í history bankann og þá hefði ég líklega kallað, miðað við hvað hann var búin að spewa og vera bara almennt fífl við borðið!vá, það hefði verið ouch! sick pottur


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir