https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 1143 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:32

Bókagagnrýni: ThePokerBlueprint

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker blogg
Skizzo   Iceland. Mar 07 2012 13:55. Athugasemdir 290
Þetta blogg verður ólíkt öðrum bloggum í ljósi að það hefur ekkert að gera með spilun mína né gengi undanfarna mánuði. Ég hef núna verið í um þriggja vikna pásu frá online póker og nýtt tímann minn í að sanka að mér ýmsu kennsluefni tengdu póker.
Ég er skráður í sex mánaða póker-kúrs hjá PokerZion og fæ vikulega sent video og pdf skjöl um þær ýmsu aðstæður sem geta komið við pókerborðið. Þetta er allt gert með því markmiði að gera mig að betri spilara.

Ég hef einnig mjög gaman af því að lesa bloggið hjá SplitSuitsem er nokkuð velþekktur 2+2 poster í uNL forums. Hann hefur einnig gert slatta af videoum sem hann selur á síðunni sinni auk þess sem hægt er að nálgast ókeypis kennslu-video frá honum á The Poker Bank. Einnig hefur hann gefið út efni í gegnum Dailyvariance

Ég tók mig til um daginn og fjárfesti mér í þremur E-Books hjá þeim en þær eru: Dynamic Full Ring Poker eftir James"Splitsuit"Sweeney, Elements of Poker eftir Tommy Angelo og The Poker Blueprint eftir Tri"SlowHabit"Nguyen og Aaron Davis en síðastnefnda er sú bók sem ég ætla mér að fjalla um núna.

The Poker BluePrint

Einsog fyrr sagði eru höfundarnir Tri"SlowHabit"Nguyen og Aaron Davis en sá fyrrnefndi stofnaði DailyVariance og hefur unnið yfir eina milljón dollara í póker. Hann er einnig höfundur að bókum einsog Let There Be Range, NLHE:Workbook Exploiting Regulars, The Pot-Limit Omaha book:Transistioning from NL to PLO svo dæmi séu tekin.

Bókin er 261 síða að lengd og er allt efnið auðlesanlegt og snyrtilega sett fram. Efnisyfirlitið er vel upp sett og því auðvelt að finna það sem maður leitar að langi manni að rifja upp eitthvað sérstakt efni sem bókin tekur á. Hún byrjar á að fjalla örstutt um hugarfarið sem einstaklingur þarf að hafa til að vilja bæta sig og mikilvægi þess að hafa gott BR-management. Tri tekur fyrir grunn-pókerstærðfræði og útskýrir á einfaldan og skýran hátt hvernig mismunandi samsetningar handa (e.Combos) virka, Pot Odds og Equity-reikning. Formúlur eru settar fram fyrir lesandan og fyrir stærðfræði aula einsog mig sem rétt slefaði menntskóla prófið tókst mér að skilja þetta og nýta í mínum eigin útreikningum sem og dæmum sem gefin eru í bókinni.

Tri leggur mikla áherslu á að lesandinn öðlist sjálfstæða hugsun þegar kemur að hand-ranges og því notast hann ekki við nákvæmt hand-chart fyrir hvert position fyrir sig, þó hann sýni lesandanum dæmi um hvað sé optimal í hans huga fyrir micro-stakes spilara, heldur biður lesandann að hafa sífellt í huga hvernig andstæðingarnir sem enn eigi eftir að gera séu, þ.e tight, loose, passive eða aggressive.

Það sem mér finnst þó skara framúr í þessari bók er post-flop hluti bókarinnar, því það er auðvelt að kenna hverjum sem er hvaða spil á að spila úr hverju posistion en póker verður svo mun flóknari leikur um leið og fyrstu þrjú spilin eru komin á borðið. C-bets, check-raises, floats og double barrels eru útskýrð og ýmisdæmi gefin við hvernig aðstæður er best að framkvæma þessa aðgerðir. Mismunandi flop textures eru tekin fyrir s.s A-high flop, paired flops og monotone flop. Þessi hluti bókarinnar er gríðarlega góður og skemmtilegur lesningar og dæmin gagnvart mismunandi andstæðingum gera þau fjölbreytt og hjálpa lesenda að skilja mikilvægasta hluta pókers, að geta sett andstæðingin á ákveðið range af höndum og hvað sé best að gera í viðkomandi stöðu.

3-Bets er einnig tekin fyrir bæði sem 3-bettarinn og einnig hvernig best sé að höndla sé sífellt verið að 3-betta þig.
Bókin tekur einnig á hlutum fyrir-lengra komna en sem eru samt gott að hafa í huga fyrir hinn hugsandi spilara einsog 4-bets og hvernig sé best að spila í multi-way pots, hvernig eigi að balancera range-in sín þótt hann taki þó fram að slíkt sé í raun ekki nauðsynlegt undir 100NL

Auk þess er bókin up-to-date og nýtist algjörlega fyrir online leiki dagsins í dag en það getur verið vandfundið að finna góðar og nytsamlega bækur að mínu mati þar sem video-coaching síður eru svo algengar. Fyrir mér jafnast ekkert á við góða bók sem auðvelt er að glugga í fram og tilbaka, ég nýti mér svo video til að leggja meiri áherslu á ákveðinn atriði sem eru að flækjast fyrir mér.

Ég átti auðvelt með að skilja hverja hugsun og röksemd sem Tri útskýrir fyrir manni. Fyrir þá sem vilja tileinka sér betri og sterkari grunn og bæta "lesskilning" sinn bæði á borði sem og höndum þá mæli ég hiklaust með þessari bók. Ég kem klárleg til með að renna aftur yfir sérstaka kafla til því það er erfitt að meðtaka svona mikið efni í einu, og bókin er algjörlega þess virði að vera lesinn nokkrum sinnum yfir.


Næsta bók sem ég ætla mér að lesa kemur til með að vera The Elements of Poker eftir Tommy Angelo en hún tekur fyrir að mér skilst sálfræðilega hliðina af póker, hvernig þú hættir að spila þinn B- eða C- game og miðar að því spila stöðugt þinn A-Game. Ég hlakka mikið til að lesa þessa bók og kem alveg pottþét til með að gera aðra bókagagnrýni um hana þegar ég hef lokið henni.

Takk fyrir lesturinn
Skizzo

0 votes
Facebook Twitter

HotChip   Iceland. Mar 07 2012 14:09. Athugasemdir 4190

Elements of poker eru hneturnar

All war is based on deception - Sun Tzu 

eatyourstac   Iceland. Mar 07 2012 16:04. Athugasemdir 1661

Þetta er sniðugt , maður ætti að vera duglegri að sanka að sér ýmsum bókum um póker.
Hef heyrt þó að bókin hans Tri hafi fengið þónokkra gagnrýni vegna þess að hann er ekki 'winning player' eða beatar ekki leikinn að margra mati, (correct me if I'm wrong)

you need to try to get a head from a dude (Damon Campbell) 

Skizzo   Iceland. Mar 07 2012 16:56. Athugasemdir 290

@eatyourstac

Tri hefur jú fengið á sig gagnrýni og ég hafði heyrt um hana en ekki lesið þráðinn en hann er *hérna* Mín fyrsta tilfinning er þó að aðalgagnrýnin virðist vera á hvernig hann reynir að selja vörurnar sínar og mikið fuzz varð í kringum bókina hans "How I made my first million" en *hérna* er einnig þráður um þá bók.

Fyrri þráðurinn er núna 90bls og ætla ég að renna yfir og skoða hverskonar gagnrýni þetta er hve mikið hún eigi rétt á sér. Mín reynsla af lestri þessarar bókar er þó góð og enda beinist hún að micro/small stakes og er ég handviss um að Tri geti sigrað þau stake. Það sem virðist hinsvegar fara fyrir brjóstið á fólki eru öll þessi video/coaching systems sem hann er að selja á að því er virðist uppsprengdu verði en samt sífell með gríðarlegum afslætti.

Það má vel að Tri sé ekki consistent winning player í Medium-High stakes Cash-games og jafnvel ekki spilað í langan tíma en gagnrýni mín er heldur ekki á þannig efni frá honum.

En einsog ég sagði ég hafði heyrt um þessa gagnrýni en hafði ekki kynnt mér hana áður en ég las þessa bók og gerði mína gagnrýni hér


Skizzo   Iceland. Mar 07 2012 18:32. Athugasemdir 290

Eftir að hafa rennt í gegnum þennan þráð á hundavaði hef ég komist að þeirri niðurstöðu að fólk sé aðallega að basha marketing strategíuna hans, já hún er myndi líklega teljast "unethical" en ég vona einnig að fólk hafi gagnrýna hugsun og viti að póker er að sjálfsögði ekki neitt get-rich-quick scheme. Fyrir þessar þrjár bækur sem ég keypti borgaði ég 25$ og tel algjörlega að ég muni læra eitthvað af þessum bókum fyrir 25$. Á meðan ég berst enn við hamburger stakes þá læt ég bækur og ókeypis kennsluvideo duga mér.

Bæði Tri og Splitsuit hafa sýnt að þeir hafa beatað microstakes og það dugir mér, hvort ég myndi leita til þeirra til að beata Medium-high stakes er síðan allt annað. Einsog með allt sem maður ætlar sér að verja peningum sínum í verður maður að vera búinn að gera lágmarks "background-research" áður en maður fjárfestir sér í eitthverju til frambúðar séu um einhverjar verulegar upphæðir að ræða, og upphæðir geta að sjálfsögðu verið abstrakt í hverju tilfelli fyrir sig eftir því hvernig hver einstaklingur lítur á það.


DFRNT   Denmark. Mar 08 2012 07:43. Athugasemdir 160

Elements of Poker er frábær bók sem allir pokerspilarar og jafnvel aðrir ættu að lesa og myndu læra mikið af henni.
The eight folded path to poker enlightenment sem var gríðarlega vinsæl seria á deuces cracked að mig minnir var unnin útfrá þessari bók með Tommy Angelo.
góð lesning


Skizzo   Iceland. Mar 12 2012 14:14. Athugasemdir 290

Já oki, spurning hvort maður kíki á þá seríu við tækifæri.

Annars öllum velkomið að kommenta. Alltaf gaman að fá svör og umræður sé menn ýmist á með eða á móti gagnrýninni eða hvort þeir hafi lesið eitthverjar góða pókerbækur nýlega


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir