https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 1241 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 23:20

Blogg pókerbrjálæðings #5 - Las Vegas ofl.

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker blogg
Skizzo   Iceland. Feb 10 2012 04:54. Athugasemdir 290
Sælir spilarar.

Mikið hefur verið rætt undanfarna daga að þessi síða hafi dalað undanfarnar vikur og mánuði og ætla ég því að leggja minn hlut á vogaskálarnar til að halda þessari síðu virkri og skemmtilegri. Það eru orðnir rúmir tveir mánuðir síðan ég bloggaði síðast og ég búinn að bæta leikinn minn töluvert og í janúar síðast liðnum fór í ég m.e.a.s til Las Vegas í fyrsta skipti! Ég segi ykkur betur frá því seinna í blogginu. Til að byrja með langar mig að gera smá recap á hvernig mér gekk þegar ég bloggaði síðast sem var 24. nóv 2011.

Nóvember 2011


Desember 2011


Staðan í dag


Það sem ég tel að hafi haft mest áhrif á leikinn minn er þessi síða *clickable* fullt af góðum kennsluvideoum frá SplitSuit sem er mjög aktívur poster á 2+2 micro FR/6max forumunum auk þess sem hann gefur út efnið sitt hjá DailyVarince og sinni heimasíðu http://www.splitsuit.com

Ég skráði mig svo í 6mánaða microstakes prógram hjá www.pokerzion.com sem kallast TheRoots og fæ ég email frá þeim einu sinnu viku með 1-3 videoum um eitthvað concept sem þeir taka fyrir auk quiz sem er svona mín heimavinna. Auk þess sem þeir að sjálfsögðu með sitt eigið forum. Ég stefni að því að verða virkari þar líka. Eigandi þessarar síðu er sami náunginn og hannaði LeakBuster forritið sem er App fyrir HEM 1/2 fyrir ykkar sem þekkja til þess.

Leiðin liggur því upp á við einsog er!


Það var síðan í janúar sem ég fór með kærustunni minni til LA og vorum við þar í 3 vikur. Fyrstu helgina okkar skruppum við til LasVegas og vorum þar í fjórar nætur. Þetta var í fyrsta skipti fyrir okkur bæði að fara í borga syndana og var það því skemmtileg upplifun fyrir okkur bæði. Við gistum á Stratosphere hótelinu ágætis hótel þannig séð en ekkert sérstakt þema eða þessháttar. Hefur hinsvegar besta útsýnið og hægt að fara í ýmiskonar skemmtitæki efst í turninum, þar á meðal freefall jumping af 108undu hæð.

Ég endaði nú ekki á að spila eins mikin póker og ég ætlaði mér, ástæða þess var að hluta til að við vorum þarna einnig með vinapari okkar og maður vildi ekki eyða öllum dögunum við borðin og missa af því sem hægt var að skoða.
Spilaði tvö mót og eitt Cash game session, komst á final table í báðum mótunum en ekki í money, og var gjörsamlega card dead í Cash gameinu og blæddi 200$ þar.

Þar hinsvegar mjög gaman að fara og rölta á öll hótelin og skoða hin ýmsu þemu. Fór og skoðaði Bellagio, Circus Circus, Excalibur, TheVentian/Palazzzo, Luxor, Manadalay Bay, Wynn/Encore, Planet Hollywood.

Ég var einnig svo heppin að komast á Tool tónleika í Mandalay Bay, en ég er mikill Tool aðdáandi og var himinlifandi yfir því að fá miða og komast þar með á mínu fyrstu Tool tónleika. Þetta voru btw geðveikir tónleikar að mínu mati, tracklisitinn var geðveikur og ljósashowið mjög flott.

Einnig fór ég á Bodies sýinguna á Luxor og var hún mögnuð! Ótrúleg sýning þar sem maður sér allt frá minnsta beini líkamans, ístaðinu, þróun fóstra og hvaða áhrif reykingar hafa á lungun. Sneiðmyndir beinum og fleira og fleira, must see sýning að mínu mati.

Ég og kærastan skelltum okkkur svo á Peepshow með Holly Madison, það vantaði ekki holdið eða tútturnar á þeirri sýiningu og get því með stolti sagt að hafa séð naktar júllurnar á Holly Madison í eiginpersónu

Að sjálfsögðu gat maður svo ekki farið frá Las Vegas nema kaupa sér eitthverja póker-skylda minjagripi. Ég fjárfesti mér því tveimur card protectors og grænum póker dúk.

Hérna er svo nokkrar myndir frá ferðinni og minjagripunum:
+ Sýna spoiler +Frábær ferð og alveg pottþétt að maður fer þangað einhverntímann aftur þegar maður hefur efni á!

Takk fyrir
Skizzo

0 votes

Facebook Twitter

wr3ckl3sss   Iceland. Feb 10 2012 18:47. Athugasemdir 1466

Niiice, er semi jelly.

85/3 

eatyourstac   Iceland. Feb 11 2012 12:47. Athugasemdir 1661

skemmtilegt blogg , hef einmitt farið þarna nokkrum sinnum og er stefnan á að reyna að fara á hverju sumri þarna þar sem þetta er alveg mjög skemmtilegur staður

you need to try to get a head from a dude (Damon Campbell) 

nICENUTs   Iceland. Feb 11 2012 13:30. Athugasemdir 2672

living the good life

Til hamingju með þetta góða gengi! Og djöfull er ég að fíla metnaðinn í þessum bloggum hjá þér!!

Keep up the good work!!

nICENUTs, ég slæ þig ef þú shippar ekki !! 

Otto Marwin   Iceland. Feb 12 2012 08:29. Athugasemdir 1630

FUCK YOU! Mig langar á TOOL!!

Skemmtileg lesning, haltu áfram að gera það sem þú ert að gera pokerwize og leyfðu okkur að fylgjast með þér

Luck just can´t explain it 

Skizzo   Iceland. Feb 12 2012 09:04. Athugasemdir 290

Takk kærlega fyrir, já þessi ferð var frábær í alla staði. Það er alltaf gaman að fá gott feedback á bloggin sín, það hvetur mann einnig til að halda þessu við. Góðir hlutir gerast hægt og smátt og smátt mun mér takast að klifra uppí 0.5/1 sem ég álít vera fyrsta skrefið í small stakes.


AronI   Iceland. Feb 14 2012 20:27. Athugasemdir 209

Virkilega skemmtilegt blogg. Hefði verið gaman að sjá fleiri myndir með einhverjum á þeim


 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir