https://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 1117 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 22:13

Blogg pókerbrjálæðings #4

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
Forsíða spjallborðs > Póker blogg
Skizzo   Iceland. Nóv 24 2011 14:47. Athugasemdir 290
Sælir Spilarar.

Pókerinn undanfarið hefur verið að ganga vel. Smellti mér á 4K +1K Bounty double chance mót á Kojack um daginn sem var mjög skemmtilegt. Ég er alls ekki vanur Live spilari, held að þetta hafi verið í ca 6-7skipti sem ég hef farið þangað. Það byrjaði nú ekkert alltof vel hjá mér því ég tapa öllum stakknum strax í fyrst hönd, fæa 4c4h og limp UTG, 3 í viðbót limp og sb completar og BB checkar. Flop kemur Ac7c4c Big Blind bettar og ég raisa, foldað að BB sem pushar AI og ég kalla. Hann sýnir Tc3c og ég fylli ekki hús. Ég læt þetta ekki slá mig út af laginu og rebuya aftur second chance.

Örlítið seinna er ég UTG+1 með Ásapar og UTG raisar í 4000 í blindum 500/1000, ég flatta og 3 í viðbót fylgja eftir. Floppið er einhver random lág spil. BB býður 12K og ég shippa, allir folda að BB sem snappkallar með kóngapar. Hefði líklega átt að 3-betta en var hepppinn að enginn hitti sett eða 2pör, ég doubla mig því upp + auka 12K frá preflop callers.

Næsta mikilvæga hönd er JJ í MP, UTG+2 limpar, foldað að mér og ég set í 12000, ætlað reyndar ekki að betta svo hátt en ég sagði ekkert. Allir folda nema limper sem kallar. flop kemur 2s4s[ad] og hann instashippar. Ég dett í tankinn og hann byrjar að röfla í mér, segist vilja fá kall. Segist setja mig á Ás og lágan kicker. Stráknir á borðinu skemmta sér vel yfir þessu. Ég enda á að kalla og hann sýnir 9s6s og gosaparið hélt! Ég var því orðinn annar eða þriðji stærstur á borðinu.

Þegar við erum svo orðnir fimm eftir enda ég í miklu action við Jakob son Ragnheiðar sem við þekkjun nú orðið öll. Við skiptumst amk 3x á stökkum þar sem Kóngaparið mitt hélt á móti AQs hjá honum eftir að hann hafði re-raisað UTG bet frá Össa og ég 3B-shippað.
Hinir spurðu hreinlega hvort við vildum ekki bara kljá þetta út í HU á öðru borði svo mikið var actionið! Þetta skildi hann eftir nokkuð kripplaðan.
Hann var þó staðráðin í að komast í pening!

Þegar við vorum 4 eftir fékk QQ í CO ég raisa og Össi reraisar í BB. Ég shippa og eftir ca mínútu endar hann á að kalla og sýnir 88, drottnigarnar halda og ég því kominn í pening í fyrsta skipti, sem og Jakob sem var staðráðin í komast í money sem honum tókst.

Bjarni "Le Chef" tekur svo Jakob út og ég Bjarni því komnir í HU. Við teljum stakkana okkar og erum við ca jafnstórir. Hann bíður mér skipti 50/50 sem ég tók um leið, enda taldi ég það besta í stöðuni þar sem hann hefur áreiðanlega töluvert edge yfir mig.

Ég því helsáttur með 28K í vasanum!

Horfði svo á Rounders í fyrsta skipti um daginn. Skil ekki hvernig í ósköpunum ég var ekki búinn að horfa á þessa mynd fyrr.

En vindum okkur þá að máli málana! Minni Online spilun.


Það lítur út fyrir að ég þurfti að hætta að spila á þessum 4-max borðum og spila frekar mun meira 6max eða 9max.Þetta er rosalegt, tæpar 14K hendur spilaðar þar af 10K þar sem ég raisa pre og folda líklegast fyrir 3-bet / 4-bet eða limpaðir pottar þar sem ég hitti ekkert og gef þá algjörlega eftir! Þarna virðist allur peningurinn minn hverfa! Aldrei hefði mig grunað að þetta hefði svona huge impact á winrate-ið!


Annað sem ég skoðaði var Preflop activty en ég er að tapa miklum pening vs raiser og einnig vs 1limper.Hérna er árangurinn síðan frá síðasta bloggi (14.11) Ég hef einnig alfarið skipt yfir í 6-max og spila þá iðulega 2x4NL og 1x10NL. Þar sem Everleaf networkið er mjög fámennt er ekkert action á 9-10max borðunum.


Vonandi tekst mér að bæta mig ennfremur og sigrast á þessum hamburger stakes!


0 votes
Facebook Twitter

HotChip   Iceland. Nóv 24 2011 15:50. Athugasemdir 4190

Nice blogg, keep it up

All war is based on deception - Sun Tzu 

atlih007   Iceland. Nóv 26 2011 15:50. Athugasemdir 1393

gl með climbið

og lika á rounders commentið, snilldarmynd og skil ekki hvernig ég var ekki búinn að horfa á hana fyrr

 Síðasta breyting: 26/11/2011 15:51

 


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir